— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 10/12/05
Dularfulla brauðið

Ég er komin með leið á pólitískum, ærumeiðandi eða viðkvæmum (sbr rasisma og annað) félagsritum og ætla þessvegna að skrifa um eitthvað alls ótengt þessu.

Það átti sér stað stórundarlegur atburður hérna heima hjá mér í gær.
Við búum þrjár saman hérna heima, ég móðir mín og systir, og þegar við komum heim um kvöldmatarleitið eftir vinnu og skóla, þá var pakki af baguette brauði á borðinu... undarlega uppblásinn og úttútnaður, þ.e. pakkinn var fullur af lofti.
Ég reikna bara strax með því að móðir mín hafi verið að þvælast með þetta, enda var hún e-ð að gramsa inn í frysti, en þegar ég fer eitthvað að pota í pakkann spyr hún mig hvort að ég hafi verið með þetta.
Ég verð hissa og segi nei, systir mín hljóti að hafa komið með þetta.
Við spyrjum systur mína sem kannast ekki neitt við neitt.

Við fórum þá allar að hugsa og engin okkar kannaðist við að hafa séð brauðið þarna í morgun áður en við fórum úr húsi.
Engin okkar hafði sett það þarna, og þegar nánar var gáð, þá var þetta ekki brauðið sem við vissum að við áttum í frysti, þetta var samskonar brauð, en annar pakki.... sem átti sem sagt ekki að vera til á heimilinu.

Það var augljóst að brauðið var ekki nýkeypt, þar sem að engin hefði keypt svona uppblásinn pakka... brauðið var augljóslega ekki alveg glænýtt, þótt það væri reyndar ekki útrunnið heldur.

Enginn hefur lykla að íbúðinni nema við mæðgur og síðan amma mín, en hún kannaðist ekki við neitt og hafði ekkert brauð séð.

Mér þykir þetta í meira lagi sérkennilegt, það er eins og einhver hafi komið inn til okkar, skilið eftir brauð, og farið.

   (21 af 83)  
10/12/05 05:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Það var Jesús!

10/12/05 05:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Eða Jólasveinninn.

10/12/05 05:02

Þarfagreinir

Nei - brauðálfarnir, auðvitað.

10/12/05 05:02

Vladimir Fuckov

Augljóslega óvinir ríkisins. Eigi er tilgangurinn hinsvegar jafn augljós.

10/12/05 05:02

Tigra

Þetta er mér ráðgáta.
Óvinir ríkisins án efa, í hvaða líki sem þeir voru... en eins og Vlad segir, þá skil ég ekki alveg tilganginn.

10/12/05 05:02

Offari

Þetta er dularfullt. Er nokkuð gat á þakinu?

10/12/05 05:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Ég vona bara að þið hugið ykkur ekki að innbyrða þetta brauð. [hryllir sig]

10/12/05 05:02

Vladimir Fuckov

Einnig gæti brauðið hafa komið út um ormagöng eftir að hafa lent inni í skrumgleypinum á einhverjum allt öðrum stað (e.t.v. einhversstaðar á gamla Gestapóinu). Óvinir ríkisins finnast oss þó líklegri skýring.

10/12/05 05:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Kannski er þetta sami brauðpoki og þið eigið nú þegar, nema hann var sendur til baka úr framtíðinni!

10/12/05 05:02

Galdrameistarinn

Einhver að eitra fyrir tígrisdýrum á íslandi?
[setur sig í spor Vlad og kemur fyrir njósnabúnaði]

10/12/05 05:02

Upprifinn

þetta er of dularfullt til að geta ekki verið eðlilegt.
sennilga hafið þið mæðgur drukkið svo mikið af ákavíti að þið hafið steingleimt þvi að þið fóruð fram í tíman til að ná í brauðið og þíða það á eldhúsborðinu.

10/12/05 05:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ekki veit ég mikið um brauðið þitt Tigra enn sjálfsagt er skíring á þvi eins og öllu. 'eg varð sjálfur fyrir skringilegri reynslu í gær. því þegar ég kom heim þá lá tvöfalt jólakort á mottunni fyrir framan bréfalúgunn með mynd af litlum fugli í snæviþöktu tré þegar ég opnaði kortið fann ég tvo Sænska fimhundruðkrónuseðla ekkert var skrifað í kortið. Ég er ekki ríkur og gæti vel notað þessa pening enn finst þeir ekki vera mínir.

10/12/05 05:02

Úlfamaðurinn

Hjá mér verður allt sem áður fyrr var sagt vera dularfullt, fulardullt. Þetta er víst gamall ávani.

10/12/05 05:02

Úlfamaðurinn

Brauðið var skilið eftir hjá ykkur sem gjöf. Yfirnáttúruleg öfl eru þekkt fyrir að færa þeim gjafir sem þeim lýst vel á eftir góðann skilning á einhverju sem þau telja að sé brýnt og mikilvægt. Í vúdúsið t.d. er alþekkt að ´andarnir´sem kallast lóar, gefi sumum peninga sem eru fátækir og virkilega þurfa á því að halda.

10/12/05 06:00

Lopi

Einu sinni var ég að labba stíginn á Klambratúni og allt í einu á ég tvo þúsundkalla á stígnum sem voru um það bil að fjúka í burtu því það var nokkur vindur. Það sem mér fannst einkennilegast var að ekki nokkur sjáanlegur maður hafði verið á gangi þarna nýlega og horfði ég samt vel í kring um mig.

10/12/05 06:00

Hvæsi

Æji, þarna er brauðið mitt, ég var að leita að því.

10/12/05 06:00

Úlfamaðurinn

Lopi - tókstu ekki þúsundkallana? Þeir eru eitt dæmi um þessar gjafir. Vinkona sem ég á og er þekktur miðill en þó ekki Jóna Rúna fékk eitt sinn ´gefins´skó sem ég er sannfærður um að hafi verið gefinn henni af huldufólki.

10/12/05 06:00

Lopi

Auðvitað tók ég þúsundkallana. Mér finns að Tigra ætti að fá sér bita af brauðinu.

10/12/05 06:00

Úlfamaðurinn

Annars verður það of gamalt og ónýtt eins og stóri sveppurinn sem ég tók við Bóksölu Stúdenta.

10/12/05 06:00

sphinxx

Ég fann Norskan 50kr seðil á Klambratúninu. Held ég fái mér göngutúr þarna með vasaljós á eftir. Ætli löggan trúi því að ég sé þar í seðlatýnslu?

10/12/05 06:00

Jóakim Aðalönd

Ég fann einu sinni pening sem heitir happapeningurinn í dag. Hexía heldur að hún hafi nappað honum, en ég veit betur.

Spúkí saga engu að síður.

10/12/05 06:00

Ívar Sívertsen

Hexia leyfir þér að halda það kallinn... ég veit hinsvegar betur en þið bæði! Annars þá held ég að Tigra ætti ekki að óttast þetta. Þetta voru bara innbrotsþjófar sem ætluðu að ræna og rupla en komust að því að þið eruð ekki stóreignafólk og vorkenndu ykkur og færðu ykkur brauð í staðinn.

10/12/05 06:01

krumpa

Þetta er ákaflega dularfullt - en örugglega er einhvers staðar að finna eðlilega skýringu...

10/12/05 06:01

Litla Laufblaðið

Þú er bara komin með alzheimers og manst ekki eftir því að hafa keypt brauðið.

10/12/05 06:01

Offari

Ég gruna Geitina um verknaðinn.

10/12/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Alla vega hálfzheimers.

10/12/05 06:01

Úlfamaðurinn

Litla Laufblaðið

Tigra getur ekki verið komin með alzheimers. Teikningin sem hún gerði sýnir fram á það. Þá er athyglisgáfa hennar það góð að það að hún hafi fengið brauðið gefins er 100% staðfesting á að einhver hafi komið því fyrir í húsi hennar óséður. Ef alzheimerssjúkdómurinn getur farið inn í Bónus, stolið þaðan brauði, og labbað inn í eitthvert hús þá erum við farin að tala um ansi hættulega útgáfu af alzheimers.

31/10/05 01:00

Nætur Marran

Andstæða eðlilegrs innbrotamanns hefur brotist inn og skilið brauðið eftir. Ertu búin að tékka á því hvort að einhver hefur fyllt á ísmolaboxið í frystinum?

31/10/05 01:02

Hexia de Trix

Hm... þetta hljómar grunsamlega líkt brauðpokanum sem ég setti í handtöskuna mína fyrir viku síðan og fann aldrei aftur. Mig grunaði að færanlega holan hefði gleypt brauðið, kannski er hinn endi holunnar á eldhúsborðinu þínu? Prófaðu að stökkva.

31/10/05 02:00

Úlfamaðurinn

Af hverju sætta sig ekki allir við einfalda staðreynd hérna? Stuttu áður en Tigra upplifði þennan atburð með brauðið þá fékk ég draum um geimverur sem voru mjög líkar þeim sem W.Strieber komst í sambandi við.
Þær höfðu tekið með sér brauð úr Bónusi og breytt hluta af geimskipi sínu í umhverfi sem líktist stórmarkaði. Frænka mín var í draumnum. Ég sá brauðið sem þær voru búnar að koma fyrir í ´stórmarkaðnum´- brauð sem þær höfðu leyst upp búðanna á milli. Einföld skýring.
Og ef um andstæðu innbrotamanns er að ræða þá brýst andstæða innbrotamanns ekki inn í annars manns húss því þá er hún ekki lengur andstæða innbrotamans.
Alveg er agalegt hvað sum okkar hér virðist skorta rökrétta hugsun á köflum þegar við reynum að færa einföldustu rök fyrir dularfyllstu atburðum. Hvernig á andstæða eðlilegs innbrotamanns að brjótast inn án þess að vera ekki andstæða hans og hvað er eðlilegur innbrotamaður?

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.