— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/05
Fáviska

Mig langar að ræða um fávisku, og mig langar að mótmæla þessu orði.

Menn nota orðið "fáviska" eða "ignorant" um fólk sem það telur ekki vita mikið.
Mjög algengt er að fólk haldi út í heim og vilji vera góð við fávísa fólkið sem þar býr. Kenna þeim hitt og þetta... ekkert að því, en verst finnst mér hvað margir líta niður á þetta "fávísa" fólk, sem veit ekki það sem vert er að vita.
Og hvað er það sem vert er að vita?
Hver er forseti bandaríkjanna? Hver Hitler var? Hvernig á að búa til kjarnorkusprengju?
Ég sé ekki að nokkur maður verði betri af því að vita þetta.
Og halda menn að fyrst fólkið veit þetta ekki, að það viti ekki neitt?

Þá skjátlast því hrapalega.
Þetta fólk veit nákvæmlega hvaða planta er æt og hvaða planta er eitruð í sínum heimahögum. Það veit nákvæmlega hvernig veður er í vændum... þarf enga veðurspá, það finnur á sér ef rigning er í loftinu.
Þetta fólk þekkir ótal skordýr og skriðdýr, sem fyrir okkur gætu verið alveg eins, frá hvort öðru og veit hvað ber að varast.

Ég fór út í eyðimörkina með mönnum úr ættbálki sem kalla sig Bushmen (Nei ekki stuðningsmenn Bush bandaríkjaforseta, heldur forn ættbálkur sem lifir í eyðimerkum Namibíu)
Það væru eflaust margir sem myndu kalla þessa menn fávísa, en mér dytti það ekki í hug.
Þeir sýndu mér og kenndu svo margt sem var aðeins brot úr þeirra viskubrunni.
Þeir kenndu mér að finna áttirnar í eyðimörkinni, bara með því að horfa á gárurnar í sandinum. Þeir sýndu mér hvaða plöntu þeir notuðu til að búa til eitur á eiturörvarnar sínar.
Þeir útskýrðu fyrir mér afhverju sandöldurnar þarna færast ekki eins og sandöldur í flestum eyðimörkum.
Þeir sýndu mér könguló sem býr til fellihurð og hylur með sandi. Hvernig í ósköpunum þeir fóru að því að finna hana er mér óskiljanlegt.
Maðurinn stoppaði bara allt í einu og benti á jörðina. Svo sótti han strá og rótaði aðeins sandinum til hliðar og opnaði fellihurðina.
Eftir smá stund kom síðan köngulóin og skellti hurðinni aftur.
Þeir sýndu mér hver væri besta leiðin til að geyma vatn í eyðimörkinni í langan tíma án þess að það yrði fúlt.
Þar hjálpar nútímatækni t.d. ekkert. Ef þú myndir grafa vatn í plastflösku ofan í sandinn og sækja það aftur eftir mánuð, væri það orðið ógeðslegt.
Þessvegna nota þeir strútsegg!

Þetta og margt margt fleira.... ég skil bara ekki hvernig er hægt að kalla þetta fávisku.
Það erum við sem erum orðin fávís... við kunnum ekki lengur að bjarga okkur án þess að hafa kreditkortin okkar og húsbíl.

Þeirra viska er einmitt sú viska sem kemur þeim til góðs í lífinu. Það er engin þörf fyrir þau að læra um allt þetta rugl sem gengur á í hinum vestræna heimi.

Stundum vildi ég að ég væri "fávís" eins og þau.

   (22 af 83)  
9/12/05 13:01

Offari

Eru guðirnir orðnir geggjaðir?

9/12/05 13:01

Þarfagreinir

Ég væri til í að búa í eyðimörk, ef ég hefði netsamband. Annað er aukaatriði.

9/12/05 13:01

Rýtinga Ræningjadóttir

ég hef einmitt velt þessu mikið fyrir mér. T.d. þegar maður hugsar til nýlendustefnunnar, þegar evrópuþjóðir tóku yfir alla Afríku undir því yfirskyni að menningarvæða hana, og auðvitað stækka sín eigin landsvæði. Hugsaðu þér alla menninguna sem fór til spillis! Afríka var með ræktarlegustu svæðum jarðar, en evrópubúarnir komu öllu í ójafnvægi með því að heimta að innfæddir ræktuðu aðeins það sem kom þeirra efnahag best, og eyðilöggðu þannig jarðveginn til frambúðar...

9/12/05 13:01

Jóakim Aðalönd

Bush er fávís, ekki satt?

9/12/05 13:01

Tigra

Nei hann er bara einfaldlega vitlaus.

9/12/05 14:00

Bangsímon

Ég er fávís, en bara miðað við aðra. Ég veit fullt um ýmislegt. í alvöru!

9/12/05 18:00

misheppnað skápanörd

"ignorance is a bliss" ef mér leifist að vísa í Matrix og líklega mörg önnur merkileg heimspekirit.

Ég skal vera fávíst með þér Tigra

10/12/05 02:00

Bölverkur

Ég er fáviti miðað við hálfvita.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.