— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/05
Að lokum.

Ég var að ræða við fólk um daginn, um trúmál og fleira, og skynjaði hjá nokkrum þeirra ofsahræðslu við dauðann.
Mér fannst það skrítið, en gerði mér um leið grein, hve margir virðast hræðast dauðann.
Ég sjálf hef aldrei skilið afhverju, því að ég hef aldrei fundið til ótta þegar ég hugsa um að kveðja þennan heim.
Ég var til að mynda mjög forvitin um hvað gerðist þegar ég var yngri, og er jafnvel búin að móta mér einhverjar skoðanir um það í dag.
Fyrir mér er dauðinn velkomin hvíld frá amstri lífsins, þótt ég sé svosem ekkert að flýta mér í hann... þar sem ég ætla mér að njóta lífsins meðan ég get.
Dauðinn er bara ástand... að öllum líkindum sem ég var í, áður en ég fæddist í þennan heim, og mun, án nokkurra undantekninga, fara í aftur einhvern daginn.
Þetta líf sem ég lifi núna er svo lítill hluti af því sem mannkynið hefur lifað... já eða bara líf yfir höfuð.
Maður fæðist... lifir nokkra tugi ára, sumir meira, aðrir minna, og fer svo aftur í fyrra horf; sem sagt, að vera ekki til.

Hvað er það sem fólk hræðist svo?
Að kveljast í dauðdaganum?
Ég hugsa að þú hafir mun fleiri tækifæri til að kveljast ef þú lifir lengur.
Ég held, að fólk sé hreinlega bara hrætt við það sem það þekkir ekki.
Óvissan.
Þetta er líklega sama ástæðan fyrir öllum þessum fordómum.
Fólk fordæmir annan húðlit, menningu og trúarbrögð.
Hversvegna getum við ekki bara unað hvort öðru að vera öðruvísi?
Líta öðruvísi út, haga okkur öðruvísi og hafa aðrar trúskoðanir?
Hversvegna viljum við að allir séu eins og við?
Jú, því við þekkjum okkur sjálf best, og við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki.
Eðli mannsins.

Ég hugsa að ég sé hræddari um mína nánustu þegar ég dey.
Þau munu eiga mun eriðara heldur en ég, þetta er ekki lengur mitt vandamál ef ég er dauð.
Þau þurfa hinsvegar að lifa með því.
Öll gætum við dáið á morgun og það þýðir lítið að loka sig inni í ótta sínum.
Það gerist fyrr eða síðar.
Því eldri sem þú verður, því styttra er í dauðann.

   (26 af 83)  
4/12/05 19:01

Húmbaba

Hvað lifa tígrisdýr lengi?

4/12/05 19:01

Tigra

Alltof lengi.

4/12/05 19:01

Húmbaba

Þú hefur nú lent í ýmsum ævintýrum hingað til. Það er örugglega spennandi að vera tígrisdýr

4/12/05 19:01

Nornin

Já, ég er víst sammála þér.
Það er mikið erfiðara að vera eftirlifandi en að vera dauður (ekki að ég þekki eftirlífið af eigin raun, amk ekki meðvitað) því þeir lifandi þjást og sakna þess látna.
Ég kvíði því ekki að deyja, það er bara upphafið á nýju ævintýri, svo framarlega sem maður trúir á endurholdgun og eftirlíf og þannig bull.

[Og svo skulið þið bara setja viðeigandi klisju um að lifa lífinu lifandi hér]

4/12/05 19:01

Hexia de Trix

Það sem ég hræðist við dauðann er að þurfa að yfirgefa mína nánustu, sérstaklega afkomendurna. Það vill engin móðir yfirgefa börnin sín, jafnvel þó börnin séu komin á áttræðisaldur. Maður vill fá að vera til staðar og sjá hvernig börnunum, barnabörnunum og barnabarnabörnunum reiðir af í lífinu.
Það að deyja er svona eins og að þurfa að hætta í leiknum og fara heim að sofa en allir hinir fá að leika áfram. Eða eitthvað...

4/12/05 19:01

Frelsishetjan

En ef þú trúir því ekki. Færðu þá ekki endurholgun?

Eða ef þú trúir því og færð samt ekki endurhöldgun verður þá ekki svekkt?

Hver ætli að taki svo við kvörtunum ef þú færð ekki endurholdgun og getur þú þá sent kvartanir eitthvert ef þú ert ekkert?

4/12/05 19:01

Offari

Dauðinn er ekki endalok ef framhaldið er hafið fyrir dauðann. Þeir sem lifa lengur fara að yngjast á síðustu árum sínum, ef þú geymi hjá þér góðu minningarnar mun ellin verða þér ánægjuleg, með von um ánægulegan dauðdaga.

4/12/05 19:01

Nermal

Ég ættla nú ekki að fara að bölva dauðanum fyrr en ég yfirgef þennann heim. Ef það er eitthvað fúllt í eftirlífinu, þá verð ég illa spældur og geng aftur og hrelli alla. Annars er málið að sjálfsögðu að nýta þetta líf sem okkur er gefið til að njóta þess fyrir okkur sjálf og aðra í kringum okkur.

4/12/05 19:01

Nornin

Frelli: Ef maður trúir og það er ekkert í endann er þá eitthvað til að vera svekktur yfir? Er þá ekki bara allt búið?
Og ef maður trúir ekki og það er eitthvað... er það þá ekki bara bónus?

4/12/05 19:01

Húmbaba

Mér var ekkert gefið! Ég kom og hrifsaði það sjálfur!

4/12/05 19:02

Myrkur

Og ef maður deyr og þetta er eins og bókinn segir?

4/12/05 20:00

Anna Panna

Ég er búin að lesa of mikið af kenningum um eftirlíf og dauðann og niðurstaða mín er sú að það er of mikið af kenningum til að velja úr.
Nú er ég bara mjög sátt við dauðann, það deyja allir og mér finnst eiginlega tímasóun að vera að pæla eitthvað mikið í þessu. Ég get ekki vitað hvað tekur við fyrr en það kemur að því svo að ég nenni ekki að velta mér mikið upp úr því. Það sem gerist, það gerist.
Fínn pistill!

4/12/05 20:01

hlewagastiR

VÍMUS! Skrifaðu upp á eitthvað fyrir þetta lið, það er allt að krébera úr þunglyndi!

4/12/05 21:02

Jóakim Aðalönd

Ekki spái ég í dauðann. Hann kemur bara og bankar upp á einn daginn og þá er það bara búið og gert.

Skál!

4/12/05 22:01

Tina St.Sebastian

Frelli og Norn: Veðmál Pascals.
Hlewi og Vímus: Já, endilega! Fólk er alltaf að komast að tilgangi líf og dauða útúrdópað.
Tigra: Ég er sammála þér, það eru of miklir fordómar í gangi gagnvart hinum dauðu. Þetta er gegnumgangandi í heilbrigðiskerfinu, og bara stjórnsýslunni allri!

Annars, mjög góður pistill.

5/12/05 09:02

Pluralus W

Er einhver sértrúarsöfnuður sem tilbiður Tigru? Hvar skráir maður sig?
Furðulegt hvað fólk virðist geta eytt miklu, af sínum litla tíma, í að óttast það sem það þekkir ekki.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.