— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Saga - 2/12/05
Hillingar

Ég bíđ viđ gluggann.
Ég gćgist út á milli gluggatjaldanna og bíđ eftir bílunum.
Ég veit ţeir koma. Ég finn ţađ á mér. Ţeir verđa ţarna allir.
Ţeir eru ađ leita ađ mér.
Ég verđ ađ flýja. Finna felustađ.
Ég get ekki skiliđ tvíburana eftir. Ég elska ţau meira en lífiđ sjálft... ţau eru ţađ eina sem ég hef. Ţau eru of lítil til ţess ađ ég geti skiliđ ţau eftir. Ţau geta aldrei bjargađ sér sjálf.
Ég ţarf ađ passa ţau fyrir mömmu. Mamma hatar okkur.
Hún hringdi í mennina.
Ég lćsti hana úti.
Ég tek tvíburana og lćđist út um kjallaradyrnar.
Ég hleyp út í garđ og dreg ţau á eftir mér.
Ţau eru hrćdd.
Elsa byrjar ađ gráta og ég sé ađ Hörđur er orđinn hrćddur líka.
Ég verđ reiđ en reyni ađ hugga ţau.
Ţau skilja ekki ađ ţetta er eina leiđin. Ţau eru svo lítil.
Ég hleyp međ ţau áfram, niđur á höfn.
Viđ hvílum okkur bakviđ stóran gám.
Ég veit ađ ég verđ ađ skilja ţau eftir hérna. Ţau eru örugg hér.
Ég lćt ţau skríđa ofan í tunnur sem ég finn og loka.
Segi ţeim ađ allt sé í lagi.
Ég hleyp lengra og heyri í ţeim koma.
Ţeir elta mig, en ekki tvíburana.
Ţađ er gott.
Ţeir ná mér á endanum og stinga mér inn í bíl, sama hvernig ég berst um.
Ég er látin í spennitreyju.
Ég er lokuđ inni í hvítu herbergi ţar sem sterkt ljós logar allan sólarhringinn.
Ég heyri konurnar tala saman frammi.
Ţćr tala um einhvern sem drap systkini sín. Lokađi ţau ofan í tunnu svo ţau köfnuđu.
Ég er fegin ađ tvíburarnir eru óhultir.
Ég sćki ţau ţegar ég kemst út.
Ţá get ég hugsađ um ţau alltaf.

   (30 af 83)  
2/12/05 00:01

Jarmi

Úff... ţungt.

2/12/05 00:01

Stelpiđ

Flott - krípí. Meira svona!

2/12/05 00:01

Bangsímon

Töff.

2/12/05 00:01

Ţarfagreinir

Dálítiđ truflandi. Ćlofit!

2/12/05 00:01

Kondensatorinn

Vá.

2/12/05 00:02

Litli Múi

Magnađ.

2/12/05 00:02

Offari

Ţetta virkar.

2/12/05 00:02

Jóakim Ađalönd

Mögnuđ saga. Stutt, kjarnyrt og dimm.

Takk.

2/12/05 00:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Glćsilegt

2/12/05 00:02

Furđuvera

Brrrr... mjög skuggalegt, en samt afar magnađ!

2/12/05 00:02

Nornin

Einmitt ţađ sem Jóakim sagđi. Dimm.

2/12/05 00:02

Heiđglyrnir

Áhrifaríkt og flott...

2/12/05 01:01

fagri

Skerandi myrkt.

2/12/05 01:01

krumpa

Mjög flott - en ekki beinlínis hamingjuríkt... Frábćr stíll!

2/12/05 01:01

Anna Panna

Vá. Ţetta er virkilega vel útfćrđ hugmynd og vel skrifađ, magnađ alveg...

2/12/05 01:01

Grýta

Stórkostlegt Tigra!
Vekur bćđi samhug og óhug hjá mér.

2/12/05 01:02

Isak Dinesen

Gott.

2/12/05 02:01

Hexia de Trix

Vaaaá!

2/12/05 02:01

Ívar Sívertsen

emm... ég eiginlega veit ekki hvađ mér finnst... gott vont... vondlega gott... vel gert og fljótlegt ađ lesa... sem er gott...

Tigra:
  • Fćđing hér: 26/9/03 14:44
  • Síđast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eđli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hćttulegur tígur hér á ferđ, nema ţiđ reitiđ mig til reiđi auđvitađ.Ég hef enn minn kjaft og mínar klćr.. ţó svo ađ ég noti ţćr sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiđi til er erfitt ađ vera smyglađ tígrisdýr og ţessvegna ţarf ég ađ láta lítiđ fyrir mér fara.
Frćđasviđ:
Ormalífeđlisfrćđingur og formađur Grasormafélags Íslands, talsmađur fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Fćreyingarannsóknum.
Ćviágrip:
Ţiđ ţurfiđ ađ ferđast alla leiđ til Rússlands ef ţiđ viljiđ finna heimaslóđir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (ţá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfđum í Bengaltígrum)Ég ólst ţar upp í 5 hvolpa hópi og móđir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung ađ aldri tók ég upp á ţví ađ ferđast og var ţví miđur fönguđ í Indlandi og send í dýragarđ í Frakklandi.Ţar barđist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp ađ lokum og gerđi allt vitlaust í dýragarđinum. Ég flúđi land og laumađist til Bretlands og ţađan í skip sem var ađ flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifđi sćldarlífi á leiđinni en ţađ gekk mikiđ á ţegar skipverjar uppgötvuđu mig. Ţeir flúđu skipiđ af skelfingu en ég rak áfram og strandađi á Íslandi ţar sem ég hef lifađ góđu lífi síđan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.