— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/12/05
Algengur erfðargalli

Ég hef komið auga á ákveðinn erfðargalla í mjög mörgu fólki, en þessi erfðargalli felur í sér að mikill og þungur massi safnast saman í hægri fætinum.
Þetta hefur þær afleiðingar að hægri fóturinn verður þó nokkuð þyngri en sá vinstri.
Ummerki þess má helst sjá í umferðinni,en hægri fóturinn er einmitt sá sem á heima á bensíngjöfinni.

Stundum virðast fylgja aukaverkanir, en eru þær þá einna helst í formi sjóngalla og svima, en hefur þetta þær afleiðingar að ökumaðurinn tekur að sveigja á milli akgreina, og þar sem að hann ræður ekkert við þungann í bensínfætinum, þá brunar hann stjórnlaust áfram og sikksakkar á milli bíla og reynir að troða sér framúr.

Aðrar aukaverkanir eru krampar í fingrum, sem gera mönnum það einstaklega erfitt að setja stefnuljósin á, og í sumum tilfellum, einna helst hjá öldruðum, að taka stefnuljósin af.

Ennfremur virðist þessi sjúkdómur hafa í för með sér skapgerðarbreytingar, en verður fólk mjög reitt og pirrað og æsist upp mjög auðveldlega, og þó sérstaklega ef það fær ekki að hlunka hægri fætinum niður nógu fast.
Mig grunar að þarna sé um fráhvarfseinkenni að ræða, og að fólk sé einfaldlega háð því að ýta fætinum niður, en orsökin að því væri einna helst einhver vellíðunartilfinning sem fylgir því að þurfa ekki að halda þungum fætinum uppi.

Ég vinn nú í því að komast að orsök erfðagallans og gæti þegið hjálp ykkar við að uppræta hann.

   (31 af 83)  
1/12/05 23:01

B. Ewing

Líst vel á markmiðið hjá þér. Ég sá hinsvega afar athyglisvert (og hættulegt) athæfi tengt þessum erfðagalla í gær þegar sólin skein og göturnar voru rennblautar og glömpuðu sínu fegursta í augun á bílstjórum.
Það var í miðri frárein frá Miklubraut áleiðis til Hafnarfjarðar sem sólin skein beint í augu fólks, halarófa af bílum að nýta sér einu mislægu (og nánast) mistakalausu gatnamótin á landinu, þá gerist sá skrýtni atburður að fremsti bíll snarstoppar án sýnilegrar ástæðu þar sem enginn var fyrir framan hann. Á einhvern óskiljanlegan hátt náðu þeir ökumenn sem á eftir komu að forðast fjöldasamkomu og þurftu að gera svo vel að bíða góða stund meðan fremsti maður biði eftir að sólin myndi setjast (eða eitthvað). Eftir að ljóst var orðið að sólin væri ekki að fara neitt næstu mínúturnar þá læðist fremsti maður af stað á gönguhraða (og ég er ekki að ýkja) og hefur á eftir sér margfalt lengri halarófu enda var búið að safnast vel saman í þessa skyndiskrúðgöngu.
Aðstæður voru ekki sem bestar og algert sólgleraugnaveður á þeim stað sem viðkomandi hemlaði á. Hinsvegar hefði ekki þurft nema einn ökumann til að gera stóra brotajárnshrúgu úr öllu saman með tilheyrandi örkumli og hnykkjum.

Þetta brýnir fyrir manni að vera alltaf með athyglina í 100% því það er aldrei að vita hverju næsti ökumaður tekur uppá að gera.

1/12/05 23:01

Offari

Er þessi pest nokkuð á leið austur?

1/12/05 23:01

fagri

Það er góður eiginleiki að geta keyrt yfir hámarkshraða þegar það á við, því hver nennir að drolla á 70-80 upp eða niður Ártúnsbrekkuna en áréttað skal að slíkt er ekki rétt að ástunda nema aðstæður gefi tilefni til og muna að hafa athyglina við umferðina. Ekkert er minna traustvekjandi en bjáni sem fer fram úr manni um leið og hann er að skoða símannn sinn eða fletta geisladiskasafninu.

1/12/05 23:01

Dalai Lama

Lausn: Fá sér einn tvöfaldan ákavíte, það fer beint í annan fótenn og ef það sé sá rétte verðörö meklö betre ökömaðör á efter!

1/12/05 23:01

Kondensatorinn

Þetta er illvígur sjúkdómur sem veldur árlega miklu heilsutjóni og dauðsföllum.
Gæti kvilli þessi stafað af erfðatengdri blýeitrun í hægri fætinum, breiðst út til annarra útlima og jafnvel tekið sér bólfestu í miðfætinum hjá sumum með tilheyrandi áhrifum aðdráttaraflsins.

1/12/05 23:01

feministi

Ég býð sjálfa mig fram sem rannsóknarefni, ég var á árum áður með sterk einkenni þessa erfðagalla. Góðu fréttirnar eru aftur á móti að þetta hefur elst af mér ...að mestu.

1/12/05 23:01

Vladimir Fuckov

Annað einkenni er að steyta hnefann í átt að nálægum vegfarendum og öskra jafnvel einhver blótsyrði. Gerist þetta af einhverjum ástæðum eingöngu sje viðkomandi inni í bíl.

1/12/05 23:01

blóðugt

Þetta er óþolandi galli sem þarf að uppræta!

1/12/05 23:01

Hvæsi

Hvæsi er nú þannig að hann keyrir einsog kelling. Þ.e.a.s á löglegum hraða og fær fyrir vikið að sjá nokkrar löngutangir yfir daginn og að heyra ýmsar útgáfur af flauti, í mismunandi tónhæðum.

Og Bjúving, ég held ég hafi verið í sama partýi þarna í sólinni. Skál !

1/12/05 23:01

Günther Zimmermann

Einhversstaðar las ég (man ekki hvar, gæti hafa verið hér á gestapó) að það er merkilegt, allir sem keyra hægar en maður sjálfur eru fífl, og þeir sem keyra hraðar eru geðsjúkir.

En! Hinsvegar er voða gott að það skuli vera hámarkshraði heima, ég dó næstum því úr hræðslu þegar ég og kunningi minn, sem er líka með þennan erfðagalla, ókum eftir átóbaninu, þar sem enginn hámarkshraði er, á 240 km/klst, sikk-sakkandi milli akgreina eins og ég veit ekki hvað. Það var reyndar soldið gaman þegar við tókum fram úr löggunni, en samt. Svona gerir maður ekki.

1/12/05 23:01

Tigra

Hehe... mér finnst alveg jafn gaman að þenja vélina eins og öðrum... en ég geri það þá frekar á auðum fáförnum vegum, t.d. þjóðvegunum... og reyni helst að stressa mig ekki upp ef einhverjum fyrir framan mig finnst það ekki jafn gaman.
Hraðakstur á ekkert erindi í borgir eða bæi, enda neyðist maður í flestum tilfellum til þess að stoppa eftir nokkra metra á næstu ljósum.

2/12/05 00:00

Jóakim Aðalönd

Ég keyri yfirleitt aldrei hraðar en á hámarkshraða. Ég reyni þó alla vega að halda mig á hámarkshraðanum, leyfi aðstæður slíkt. Utanbæjar keyri ég á 80-90 km/klst, einfaldlega vegna þess að bíllinn eyðir minnst á þessu bili.

2/12/05 00:01

albin

Fljótlegasta lausnin er að setja bremsuna hægramegin... og bensínið vinstramegin. Einigallinn er að hugsanlega þarf þetta langan aðlögunartíma.

Þetta með stefnuljósin hélt ég nú að væri bara bilun, og hef lengi furðað mig á hve mikið af glænýjum sjálfrennireiðum eru með biluð stefnuljós.
Kanski þessi krampi skýrir hluta af þessu

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.