— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/04
Hverjir eru innanhúsarkitektarnir?

Ég vil byrja á að taka fram að ég er ekki að fullyrða eitt né neitt, heldur bara að velta fyrir mér og spekúlera.

Mér hefur einhvernvegin fundist, því fleiri heimili sem ég kem á og skoða... og því fleira fólki sem ég kynnist... að þegar par stofnar heimili saman.. kaupir sér íbúð.. þá er það einhvernveginn alltaf konan sem fær hlutverk innanhússarkitektar.
Konan ákveður hvar sófar og húsgögn eiga að vera.. raðar smáhlutunum og velur gardínurnar ofl.
Karlinn hefur kannski stundum eitthvað að segja með stærstu húsgögnin, en lætur sig litlu varða afganginn.
Yfirleitt er honum bara alveg sama, en þetta virðist skipta flestar konur hjartans máli.

Ég sjálf myndi allavega vilja hafa eitthvað með það að segja hvernig hlutum er raðað upp ef ég keypti mér íbúð.. líka út af því að mér finnst gaman að raða svona.

Hvernig er það á ykkar heimilum?
Þið ykkar sem búið með maka.. hvort réð meiru? Eða var það alveg jafnt?

Ef það skyldu vera einhver samkynhneigð pör hérna, þá þætti mér líka mjög spennandi að vita hvernig þetta væri hjá þeim.

   (36 af 83)  
31/10/04 23:01

Hexia de Trix

Við Ívar rissuðum upp grunnteikningar af öllum herbergjunum og pældum í því í sameiningu hvar best væri að hafa húsgögn og jafnvel líka minni hluti. Hins vegar vorum við orðin svo löt þegar að því kom að hengja myndir á veggina, að við ákváðum bara að nota naglana sem fyrri íbúar höfðu skilið eftir.

Ívar valdi litinn á svefnherberginu og hann valdi líka sparistellið okkar. Ég hins vegar fékk að ráða hvar stofusófinn átti að vera, enda hafði ég svo góð rök fyrir því. [Glottir við tönn]

31/10/04 23:01

Offari

Konan!

31/10/04 23:01

Wiglihi

Það hefur skipst svolítið niður b ara og er sennilega bara jafnt á komið hvort ég eða konan stæyrum því hverniig hlutirnir eru á heimili voru

31/10/04 23:01

Lopi

Ég er ógiftur og ræð öllu.

31/10/04 23:01

Hundslappadrífa í neðra

Reyndi einu sinni að leyfa kallinum að ráða, er ennþá að leita að eiganda fyrir grænsanseruðu gardínurnar. Ekki það að ég sé neinn snillingur, en mitt val veldur allavegana engum bráðablindu.

31/10/04 23:02

Hakuchi

Mig grunar að stór hluti karlmanna hreinlega nenni ekki að vera ósammála spúsum sínum og uppskera rifrildi og vesen út af þessu. Nóg er nú álagið við flutninga og íbúðakaup.

Þá er ekki gripið í taumana nema spúsan sé komin út fyrir allan þjófabálk í ópraktík og fáránlegheitum.

31/10/04 23:02

Jóakim Aðalönd

Ég innréttaði peningatankinn sjálfur.

1/11/04 00:00

B. Ewing

Ég valdi mínar gardínur sjálfur er ég var mikið yngri og hef enn ekki leyft kvenfólki að til að sjá herlegheitin. Ætli þær myndu ekki taka sprettinn ef til þess kæmi, enda tek ég enga áhættu varðandi þetta því afleiðingarnar verða alltaf geigvænlegri en kjarnorkusprengja hugsa ég.

1/11/04 00:01

Nornin

Ég ÞURFTI alfarið að ráða á meðan ég var í sambúð, enda hafði fyrrverandi engann áhuga á að hafa fallegt og huggulegt heimili. Honum var sama svo lengi sem hann hafði rúm til að sofa í og sófa til að horfa á sjónvarpið í. Væri alveg til í að næsti sambýlingur hefði meiri áhuga og meira frumkvæði.
Skipulag heimilisins á að vera samvinna þar sem báðir/allir einstaklingarnir þurfa að búa þar.

1/11/04 00:01

Nermal

Ég hef nú vissan grun um að blessaðar dömurnar hafi einfaldlega betra lag á þessu. Ég veit alveg hvað mér finnst flott, er með einfaldann smekk. Eða ég veit kanski betur hvað mér finnst ljótt...

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.