— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/04
Ljáðu mér vængi

Jæja.
Nú er komið að því hjá mér.. sem hendir allt ungt fólk (eða allavega lang lang lang flest) að ég er flogin úr hreiðrinu.
Ha? Segið þið.. Þið vissuð ekki að tígrisdýr hefðu vængi er það?
Enda höfum við þá ekki.. ferðumst í flugvélum ef við ætlum langt.
Ég stökk samt af stað og endaði í Laugarási.
Hvurn djöfulin vill tígrisdýr þangað spurjið þið?
Jú.. ekki það að það komi ykkur við, en ég er komin með vinnu hér og er einstaklega hamingjusöm hér í skemmtilegum félagsskap.

Nú eru líklega flest ykkar sem eldri eru að minnast þess þegar þið fluttuð í fyrsta skipti að heiman... og þið sem yngri eruð látið ykkur dreyma um tímana þegar þið loksins sleppið úr foreldrahúsum.
Ég nýt þess satt að segja í ræmur.
Þetta er akkúrat það sem ég þurfti á að halda.
Komast burt.. sleppa frá öllu saman.
Taka mér frí frá skólanum áður en ég held áfram í háskóla.
Mæli með þessu.. elska ykkur öll

Hamingjusama kisan
Yfir og út.

   (40 af 83)  
9/12/04 01:02

Hakuchi

Veitingastaðnum Laugarási við Laugarásveg?

9/12/04 01:02

Tigra

Nei.. Laugarási í Biskupstungum minn kæri konungur.

9/12/04 01:02

Hakuchi

Nú jæja. Ég óska þér velfarnaðar í þarna úti í óbyggðum. Varaðu þig á tröllunum og útilegumönnunum.

9/12/04 01:02

B. Ewing

Og sunnlendingum. Þeir eru sérstaklega skeinuhættir á þessum árstíma. [Mundar sunnlendingahaglarann]

9/12/04 01:02

Heiðglyrnir

Til Hamingju sæta Kisa. Laugarás í Biskupstungum, hmmm, hvað er er um að vera þar..?..

9/12/04 01:02

Skabbi skrumari

Skemmtu þér vel þar, vonandi ertu með góða nettengingu þar... skál

9/12/04 01:02

B. Ewing

Annars hélt ég að á Laugarási væri eingöngu lokuð bensínstöð, einn veitingastaður (sem mig langar að heimsækja) og gróðurraðhúsalengjur.
Rétt fyrir utan bæinn er svo eitthvað voða flott hótel sem mig langar líka að skoða og síðan Skálholt.
Sunnar í sveitinni sé svo snarruglaður þýskur auðmaður að byggja 1.000.000.000 króna sumarbústað fyrir sig og einhverjar merar.

9/12/04 01:02

Sverfill Bergmann

Nú, við erum þá nánast nágrannar...

9/12/04 01:02

Tigra

B. Ewing: Já þetta er nokkurnvegin rétt hjá þér.. og fullt fullt af trjám.
Hérna er líka dýragarðurinn Slakki.. sem er svona nokkurnskonar húsdýragarður með allskonar dýrum og meðal annars framandi fuglum.

Því miður Skabbi, þá er ég bara með 56k sem stendur og verð því ekki mikið nettengd til að byrja með.
Ég er líka að vinna mikið og hef mikið að gera í að koma mér fyrir.
Ég mun nú samt kíkja oft í bæinn um helgar svo að þið ykkar sem þekkið mig úr raunheimum fáið kannski að sjá mig eitthvað á róli.

9/12/04 01:02

Tigra

Sverfill: Nú? Hvar ert þú staddur á landinu?

9/12/04 01:02

Sverfill Bergmann

Nú, í höfuðborg hnakkanna...Selfoss City.

9/12/04 01:02

Tigra

Haha.. já.. ég skrepp þangað til að versla.. fara í spyrnu við hnakkana og svona.
Það getur vel verið að ég muni rekast á þig.
Lofa samt ekki að ég muni heilsa... sérstaklega þar sem að ég myndi sjálfsagt ekki vita af því ef ég rækist á þig.

9/12/04 01:02

Sverfill Bergmann

Hehehehe, aldrei að vita. Maður er nú alltaf á ferð um sveitina.

9/12/04 01:02

hundinginn

Gott hjá þjer Tígra. Jeg ættla að glápa á Les visiors.

9/12/04 01:02

Ugla

Skál elskan!

9/12/04 02:00

Galdrameistarinn

Til lukku með þetta kattarskarnið þitt. Komin tími á þig að komast úr föðurhúsum. Ég sjálfur flúði bæði skóla og heimili tæpra 15 vetra og lagðist í útilegur erlendis og hérlendis í tæp tvö ár en kom svo heim í sollinn og hef aldrei beðið þess bætur síðan.
Ekki skánaði svo ástandið við að ánetjast Gestapó.

9/12/04 02:00

Gísli Eiríkur og Helgi

gangi þér vel!

9/12/04 02:00

Hexia de Trix

Elsku Tigra mín, fyrst þú ert þarna, geturðu ekki gerst yfirdýr í Slakka og séð til þess að litlum kettlingum og hvolpum sé ekki misþyrmt af forskólabörnum allan liðlangan daginn, og kannski líka passað að hænurnar fái eitthvað annað að éta en pizzuafganga?

9/12/04 02:00

Þarfagreinir

Mér líst vel á áformin um að kíkja hingað á mölina um helgar, enda fátt sem gerist um helgar úti í sveitinni. Ég held að það teljist til stórtíðinda ef að bóndinn á næsta bæ hnerrar.

9/12/04 02:01

krumpa

Til hamingju - ert þú þá nýja dýrið í slakka? Yndislegur garður... Hafðu það sem allra best!

9/12/04 03:01

Órækja

Vil benda herra Hakuchi á að umræddur veitingastaður heitir Laugaás. Leiðinda tunguvefjandi samseting "Veitingastaðurinn Laugaás, Laugarási".

9/12/04 03:01

Hakuchi

Hvað er eitt r á milli vina?

9/12/04 04:02

Heiðglyrnir

Nú sko t.d. Riddari eða iddari, (yddari) rauður eða auður, raka eða aka o.s.fv. eintóm smámunasemi og leiðindi.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.