— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 6/12/04
Óþægileg staða.

Þannig er mál með vexti að útskriftin mín og tilheyrandi veisla verður næstu helgi.
Hann karl faðir minn býr ekki hjá mér, en hefur vitanlega talað um að koma.. eins og hann mætti bæði í útskrift og veislu hjá systur minni í fyrra.

Ég vissi af því að pabbi hafði áætlað að steypa tröppur á ættaróðali okkar, en vissi ekki hvenær hann hugðist gera það.
Svo áðan frétti ég af frænda mínum (Sem vissi svosem ekkert um áætlanir pabba) en hann sagði mér að það ætti að steypa næstu helgi, að hans bestu vitund.

Er pabbi búinn að gleyma útskriftinni minni? Mætir hann ekki nema ef ég minni hann á það?
..og spurningin.. ætti ég að minna hann á útskriftina.. bíða og sjá, hvort hann man eftir henni.. eða sjá hvort ég fæ símtal utan að landi í miðri veislunni þar sem pabbi fattaði allt í einu að það væri eftil vill einhver staður sem hann ætti frekar að vera á?

   (43 af 83)  
6/12/04 00:00

Limbri

Þú auðvitað finnur upp á einhverri ástæðu til að ræða við kallinn og nefna helgina svo í framhjáhlaupi.

-

6/12/04 00:00

Nornin

Mér finnst að þú ættir að hringja strax í pabba þinn og minna hann á útskriftina.
Við erum öll mannleg og gleymum hlutum. Það getur ekki verið að faðir sem á jafn dásamlegt barn og þig hafi viljandi gleymt jafn merkilegum degi.
Hann er bara farinn að kalka karlinn!

6/12/04 00:00

Tigra

Já.. ég veit ég yrði ofboðslega sár ef hann myndi gleyma veislunni.
Gallinn er bara að ég tala svo sjaldan við kallinn eftir að hann flutti út.. hann býr frekar langt í burtu og er alltaf að vinna.
Þyrfti að finna upp á einhverri sniðugri ástæðu til að tala við hann.
Hversu asnalegt er það samt. Að maður þurfi ástæðu til að tala við pabba sinn.

6/12/04 00:00

Ívar Sívertsen

Besta ástæðan í þínu tilfelli væri líklega að hringja í hann og segja að þið talið allt of lítið saman og samskiptin séu almennt of lítil. Og minnir hann svo á útskriftina.

6/12/04 00:00

Órækja

Eins og í baksætinu á Fólksvagni?

6/12/04 00:00

Klobbi

Sko þegar það er búið að stilla upp þá er mál að steypa. Það er kallað að still'uppsteypa.

Svo get ég sagt þér að það er miklu skemmtielgra að steypa tröppur en að útskriftarveizlast, hef ég gert mikið af hvoru trööpurnar alltaf haft yfirhöndina.

Svo daginn eftir þá er að skafa og naglhreinza, það gerist ekki betra.

6/12/04 00:00

Ívar Sívertsen

Ert þú pabbi Tigru?

6/12/04 00:00

Magnús

Órækja er greinilega aðdáandi Kevin Smith. Ég líka, reyndar.

6/12/04 00:00

Órækja

Ég játa hvorki né neita ánægju eða vanlíðan með nokkurn smið.

En varðandi hugarangur tígrisdýrsins þá mæli ég með því að hafa samband við föðurómyndina, þó betra að vera fúlt tígrisdýr vegna þess að hafa þurft að minna á veisluna en að vera "hund"fúlt tígrisdýr vegna þess að randalínupabbinn gleymdi veislunni.

6/12/04 00:00

Ísdrottningin

Ég á skelfilega gleyminn pabba svo ég mæli með því að þú hringir í pabba þinn og spyrjir hann hvort hann komi ekki örugglega í útskriftina, af því að það skipti þig miklu máli að hafa hann með.

6/12/04 00:00

Sæmi Fróði

Pabbar eru yfirleitt gleymnir en það sleppur meðan þeir eru giftir því mæður muna alla hluti. Því mæli ég með að þú minnir hann á þetta, hann verður feginn að heyra í þér.

6/12/04 00:00

Texi Everto

Hringdu í pabba þinn og spyrðu hann bara hreint út hvenær hann ætli að steypa tröppurnar - hann er karlmaður (geri ég ráð fyrir) og finnst ekkert grunsamlegt að vera spurður svona spurningar, líklegra er að hann verði ánægður yfir því að fá svona hispurslausa spurningu sem hefur óumdeilanlegt svar.
Ef hann segir að það sé næstu helgi þá segir þú einfaldlega "nei, pabbi þú getur það ekki, veislan mín er þá" - líklegast er að svarið verði "æ, já, takk fyrir að minna mig á það" eða þá reddingasvarið "Já auðvitað ... ég meinti næstu helgina þar á eftir, helgina eftir viku þú skilur"
Hvernig sem fer þá er ég viss um að pabba þínum verður léttir að fá áminninguna.
Nú og svo eru líka töluverðar líkur á því að hann muni bara ágætlega eftir veislunni þinni og ætli sér hreint ekki að vera að steypa á meðan.

6/12/04 00:01

Lómagnúpur

Sko: Þú hringir í kallinn og minnir hann á útskriftina. Margir kallar, eins og ég, eru alveg handónýtir á að muna eftir jafnvel mikilvægustu dögum. Ég get sjálfur ekki skipulagt mig meira en viku fram í tímann. Til að muna eftir afmælum og þvíumlíku þarf ég ritara (frú Lomagnúp.) Ekki reyna að narra kallinn í einhverja orðaleikjagildru, það er bara óþægilegt fyrir ykkur bæði. Líklega hefur hann bara alveg öldungis steingleymt þessu (kemur fyrir besta fólk og múrara) og verður rosalega kátur þegar þú minnir hann á það.

6/12/04 00:01

Texi Everto

Aðalatriðið er að koma hreint fram og án málalenginga, að gefa í skyn og bíða eftir að kallinn fatti eitthvað er eins og að sýna hundi hvernig fjarstýring virkar og ætlast til þess að hann læri við það.

6/12/04 00:01

Ísdrottningin

Alltaf að koma hreint fram við karlmenn! Þeir lesa ekki hugsanir greyin og skilja alls ekki svona meiningar sem okkur konum hættir til að vera með. Ef við komum ekki hreint fram og orðum hlutina, erum það við sjálfar sem sitjum uppi með vonbrigðin og vanlíðanina á meðan þeir hafa ekki hugmynd um hvað gengur að okkur...

6/12/04 00:01

Hexia de Trix

Tvær lausnir:

A) Bjóddu honum formlega. Þú hringir bara í hann, segir að þú hafir allt í einu munað að þú varst ekki búin að bjóða honum formlega (en hafir auðvitað haldið að þú hafir verið búin að bjóða honum...)

B) Segir honum þetta hreinskilnislega rétt eins og þú sagðir okkur, að þú hafir heyrt það frá frænda þínum að tröppurnar eigi að steypast sömu helgi og útskriftin er. Spyrð pabbann bara hreint út hvort hann sé nokkuð búinn að gleyma útskriftinni eða hvort hann hafi kannski bara hætt við að koma. Væntanlega þykir honum skárri kostur að játa á sig gleymsku heldur en skróp.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.