— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 5/12/04
Leti

Ó leti leti.. hvílíkt letilíf er það sem ég lifi.
Ég sit fyrir framan tölvuna á Baggalúti og bara hangsa.
Hugsið ykkur allt sem ég gæti verið að gera!
Ég gæti verið úti í góða veðrinu.. taka til í þessari ruslakistu sem ég bý í.. eða jafnvel fara í roadtrip til Selfoss að útrýma hnökkum.
En nei. Letin tekur yfir... alltaf tekur letin yfir!
Er þetta einhverskonar sjúkdómur? Þetta er allavega smitandi.
Ef einhver er að letjast í kringum mig þá verð ég ósjálfrátt latari.. og nenni enn minna að hreyfa mig.
Stundum fæ ég reyndar ofvirknisköst þar sem ég get hreinelga ekki setið kyrr og andskotast eins og mér sé borgað fyrir það... en það líður yfirleitt langt á milli þannig kasta.

Hvert er besta ráðið við leti?
Þetta er orðið alvarlegt ástand hjá mér.. ég hef orðið svo löt að ég nennti hreinlega ekki að sitja uppi lengur.. og lagðist bara upp í rúm.
Með þessu áframhaldi hætti ég að nenna að borða og drepst einn góðan veðurdag.
Hjálp!

Það versta við letina er að oft fer mér að leiðast óskaplega mikið.
Ég nenni ekki að gera neitt.. og þegar ég geri ekki neitt.. þá leiðist mér.
Samdi ljóð um það hérna um árið:

Mér leiðist svo mikið að ég er að kafna
Geðveik ég verð og á Kleppi ég hafna.
Mér leiðist svo mikið að ég get ekki meir
Verð eitthvað að gera áður en litla ég deyr!!
MÉR LEIÐIST SVO MIKIÐ AÐ ÉG ER AÐ DOFNA
TENGSL MILLI HEILA OG LÍKAMA ROFNA
Bráðum ég leggst hérna niður og sofna
og vakna aldrei meir!

Ég get ekki hugsað, heilinn í dvala
gef frá mér hljóð eins og köttur að mala
stari í bláinn en ekkert ég sé
móða hylur allt grasið og trén
Ryðgaðar hreyfingar, tannhjólið brotið
dröslast rétt áfram sem dýr sem var skotið
Það vit sem ég hafði er langt burtu flotið
Ég hætti að geta mig hreyft.

   (44 af 83)  
5/12/04 17:01

Litla Laufblaðið

Ég er allveg eins..

5/12/04 17:01

Furðuvera

Ég ætti að vera að læra náttúrufræði, taka til, vera úti, en nei. Ég er hérna, á Baggalút, alveg föst við stólinn.

5/12/04 17:01

Furðuvera

Prófaðu að spila fjöruga tónlist, og éta sykur.

5/12/04 17:01

Þarfagreinir

Ég drekk kaffi. Það er ekki nóg. Ein lína í ljóðinu minnir mig reyndar á að það er alls ekki gott ráð við leti að eiga kött, þar leti er jú mjög smitandi.

Annars er ég fyrir löngu búinn að sætta mig við mína eigin leti. Kannski er það af því að mér leiðist aldrei beinlínis mjög mikið - ég er alltaf sáttur við það litla sem ég er að gera hverju sinni.

5/12/04 17:01

Sæmi Fróði

Leti er lúxus sem gott er að láta eftir sér annað slagið.

5/12/04 17:01

Limbri

Mitt ráð við leti er að kveikja á tónlist og hækka og hækka þar til skrokkurinn fyllist af orku. Tónlist er eina bensínið sem virkar á mig.

-

5/12/04 17:01

Lómagnúpur

"Hvíldu þig, hvíld er góð," sagði skrattinn.

5/12/04 18:01

Nornin

Ég er líka löt.
En vinna og líkamsrækt minnkar letina. Ég fer þá út úr húsi á meðan ég er að vinna og hressist óendanlega við að fara í ræktina.
Mæli með vinnu gegn leti.

5/12/04 18:01

Tigra

Haldiði svo ekki að mín hafi verið líka svona dugleg í gær! Fór í ræktina og eftir það labbaði ég úti með hundinn í 3 klukku tíma!

5/12/04 18:01

Ísdrottningin

Öfundast, langar út að ganga...

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.