— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 5/12/04
Ég elska þig

Ég velti því stundum fyrir mér... hvernig það er, að vera elskaður.

Auðvitað elska foreldrar mínir mig.. og systkini.. en þau eru öll svo lokuð.. að þau sýna það aldrei.. og ekkert þeirra hefur nokkurtíman sagt við mig: "Ég elska þig"
Þegar ég hugsa út í það, hefur enginn nokkurntíman sagt við mig "Ég elska þig"
Enginn minna kærasta hefur elskað mig, svo mikið veit ég.
Kannski þótt vænt um mig, en ekki mikið meira en það.
Mig langar að finna hvernig það er að vera elskaður.

Er ástin til í alvörunni?
Ég veit það ekki.
En ég velti því samt fyrir mér... hvernig það er, að vera elskaður.

   (45 af 83)  
5/12/04 14:00

Ívar Sívertsen

Að vera elskaður er góð tilfinning! Þú veist það þegar þú ert elskuð! Þú finnur það á þér. Þú getur ekki útskýrt það en þú finnur það svo sterkt!

5/12/04 14:00

Ísdrottningin

Það að elska og vera elskaður gefur lífinu gildi.
Ég skal elska þig, elsku Tigradúllan þín.
*Sendir koss og knús með*

5/12/04 14:00

Hakuchi

En hefur þú elskað? Á þann hátt að þú getur með öryggi greint það frá væntumþykju?

Chet Baker söng eitt sinn:

You don't know what love is
Until you've learned the meaning of the blues
Until you've loved a love you've had to lose
You don't know what love is

5/12/04 14:00

Heiðglyrnir

Það að vera elskaður hefur bara ekki neitt með neitt að gera ef það er ekki endurgoldið af okkur sjálfum. 100 og 10 manns geta elskað okkur og við ekki einu sinni viljað af því vita, jafnvel bara pirrandi. En rétta ástin sem við elskum, hennar endurgoldna ást er meira virði en allt annað. Það gerir lífið og ástina örlítið flóknari.
Við elskum vini, við elskum ástvini, við elskum börnin okkar, sem reyndar er eina óeigingjarna ástin sem til er í lífinu og við myndum ganga fyrir byssukúlu alla daga fyrir þau. Síðan er það þessi ást á milli tveggja aðila"efnafræði, viðhald stofnsins"þessari ást hefur verið reynt að lýsa með orðum í bundnu og óbundnu máli, með tónlist, með myndlist. Allt þetta fær hana fangað og jafnframt ekkert af því, Sú upplifun er engu lík að elska persónu og vera á sama tíma elskaður af þeirri sömu persónu. Það að hafa átt slíkar stundir í lífinu er það sem gefur tilverunni gildi og það sem krefur mann um gildi tilverunnar, magnað og ólýsanlegt. Ást er bara hægt að gefa, stundum kemur hún ljúfmannlega til baka og stundum ekki. Ef ekki væri til ást, ást okkar á foreldrum okkar bræðrum og systrum, vinum, mökum, börnum og öllum öðrum sem við kjósum að elska þá væri lífið harla lítils virði eða þar um bil...!

5/12/04 14:00

Nornin

Nú er Nornin vöknuð eftir djamm á Akureyri (þó klukkan sé ekki nógu margt til að vera komin á fætur í rauninni, en það eru þrír gríslingar hérna sem eru að horfa á barnaefnið í botni) og hún er þunn og svartsýn.

Ástin er til og hún sökkar.
Mér var sagt upp af kærastanum í mars og ég er ennþá algjörlega miður mín yfir því. Hann var nefnilega búinn að sannfæra mig um að hann elskaði mig og við vorum að skipuleggja framtíðina saman.
Svo hryggbraut hann mig og ég er enn að ná mér.

Mikið er ég pirruð yfir ástinni.

5/12/04 14:00

Texi Everto

Ég elska beljur.

5/12/04 14:00

Limbri

Í dag er kærastan mín (líklega ætti ég að venja mig á að nota orðið fyrrverandi) að flytja út frá mér. Fyrir svona mánuði síðan vorum við að skipuleggja sumarið okkar saman. Mikið hlýt ég að vera grimmur fyrst mér tekst ekki að halda í konuna sem ég elska.

-

5/12/04 14:00

Litla Laufblaðið

Að vera elskaður er yndislegt, og ég held að þú vitir allveg að þú sért það Tigra mín. Stundum verður maður bara að ríða á vaðið og segja það á undan hinum aðilanum. Maður veit aldrei nema hann sé bara ekki að þora því og þurfi smá hvatningu. Og Limbri ef þú elskar þessa konu skaltu berjast fyrir henni(ábyggilega búinn að því samt) Þá veistu allavegana að þú reyndir eins og þú gast og getur ekki verið vondur út í sjálfan þig.

5/12/04 14:01

Ívar Sívertsen

Norn: Þegar maður hefur fundið ástina einu sinni er mjög líklegt að maður finni hana aftur. Hitt er annað mál að maður veit aldrei hvort sú ást verður minni eða meiri.

Limbri: Leitt að heyra. Ég geri ráð fyrir að hér sé um (að nafninu til) tímabundinn aðskilnað að ræða svo þið getið áttað ykkur á ykkur sjálfum. En það hefur í flestum tilfellum algeran aðskilnað í för með sér. Það verður bara að líta fram á veginn og reyna að gera það besta úr aðstæðunum.

Við ykkur bæði segi ég: Vissulega skiptir máli hversu lengi samband hefur varað í því tilliti hvernig gengur að ná sér. En því lengur sem samband hefur varað, því lengur eru mann að finna ástina á ný. Ég þekki þetta ekki af eigin raun en ég á einmitt vin sem stendur í skilnaði akkúrat núna, ég þekki pör sem hafa hætt saman eftir mörg ár og það virðist taka þau yfirleitt lengri tíma að ná sér heldur en pörin sem eru stutt saman.

Nú er bara málið að falla ekki í þunglyndi heldur reyna að njóta þess að vera út af fyrir sig og þó það hljómi kannski asnalega þá eruð þið svolítið frjáls. Nú hafið þið ykkar dynti í friði um sinn.

Gangi ykkur vel í baráttunni.

5/12/04 14:01

RokkMús

Auðvitað elska ég þig Tigra frænka [Faðmar Tigru]

5/12/04 14:01

Limbri

Þakka ykkur fyrir Litla Laufblaðið og Ívar Sívertsen. Ég gæti kannski bætt því við að við erum búin að vera saman í rúm 4 ár.

-

5/12/04 14:01

Ugla

Já Tigra mín...maður þurfti nú aldeilis að kyssa heilu bílfarmana af froskum hérna í denn áður en draumaprinsinn fannst.
En hann er líka sá eini sem ég hef elskað.

Svo seinna þegar þið eruð gift og búin að eignast börn og komið í ljós að það er oft táfýla af draumaprinsinum og hann hrýtur og er stundum hundleiðinlegur, þá fyrst reynir á ástina!!

5/12/04 14:01

Nornin

Allt saman góðar ráðleggingar.
Ég er aðeins betur stemmd núna en í morgun, en ástin er samt sár.

Ég skildi við eiginmann minn síðasta haust og er því ennþá að takast á við höfnunina sem fylgdi því.
Ætli þessi síðasti kærasti sé mér svona mikilvægur vegna þess að ég var að vona að hann gæti "læknað" mitt beyglaða sjálfstraust og brotna hjarta? Svo þegar hann gat það ekki þá upplifði ég höfnunina úr skilnaðinum aftur?
Kannski er ég þess vegna svona lengi að ná mér eftir hann.
Þetta er sjónarhorn sem ég hef ekki skoðað áður...
[kafar í sjálfið]

5/12/04 14:01

Litla Laufblaðið

Það var lítið Limbri minn, vona bara að þú verðir hamingjusamur bráðum. Og Norna...þú veist allveg hvað mér finnst

5/12/04 14:01

Þarfagreinir

Ég þekki það mjög vel að elska. Veit hins vegar ekki með að vera elskaður, nema að foreldrar mínir hafa báðir einhvern tímann sagt þetta við mig, meira að segja oftar en einu sinni.

5/12/04 14:01

Isak Dinesen

Ætli menn þurfi ekki að líta á summuna af því hversu mikið þessi "ást" sem ykkur verður tíðrætt um, gefur manni mikið jákvætt og mikið neikvætt (sérstaklega þegar hún endar.) Ef summa þessi hefur tilhneygingu til að vera hærri en núll er skynsamlegt að halda áfram að leita að ástinni. Ef hún er hins vegar venjulega lægri en núll skal loka sig inni og gera sem minnst í þessum efnum þaðan í frá. Miðað við þann fjölda fólks sem ekki lokar sig inni þrátt fyrir mörg hjartasár, geri ég ráð fyrir að þetta sé (í það minnsta stundum) að borga sig. Ég biðst afsökunar á þessari vísindalegu nálgun.

5/12/04 14:01

Limbri

Vísindaleg nálgun getur stundum hentað sumum betur en öðrum. Ég get alveg séð punktinn sem þú ert að leggja fram.

Það er jafnvel spurning um að opna þráð á akademíunni þar sem ást er tekin fyrir á vísindalegan hátt.

-

5/12/04 14:02

Skoffín

Ég er löngu búin að komast að því að fyrirbærið ást er að meiri hluta þjáning. Verði maður ástfangin og fái það ekki endurgoldið er það svo óendanlega sárt að mér finnst eins og einhverjir strengir inni í mér titri svo sterkt að þeir séu við það að slitna. En nautnin sem einnig felst í því er hins vegar svo ljúfsár og masókísk að það eiginlega getur ekki annað en höfðað til mín. Fegurð ástarinnar er nefnilega ekki síst fólgin í ástandinu sem skapast þegar þjáningin nær hámarki. [Skríður undir sæng með HIM í eyrunum]

5/12/04 14:02

Rasspabbi

Ég hef aldrei elskað og ekki verið elskaður nema þá af foreldrum mínum (og nálgast það að ég fylli upp í part af öld).

Þá held ég að of nánar samræður um ást og fleirra tengt henni geti leitt til ófremdarástands á Lútnum...
Við ættum kannski að fara varlega í þessu máli.

[Hleypur í var]

5/12/04 14:02

Tigra

Ég held að mitt vandamál er að ég er ástfangin af ástinni sjálfri.
Svo virðist ég vera að leita mér að einhverjum sem passar við þessa ást.. en það er bara allt annað en auðvelt.

5/12/04 14:02

Gísli Eiríkur og Helgi

om jag inte får älska denn jag vill
vill jag då älska denn jag får

5/12/04 14:02

kolfinnur Kvaran

Once upon a time I was fallin in love, but now I'm only falling apart. There's nothing I can do, total eclipse of the heart.

5/12/04 14:02

RokkMús

Ég elska þig Tigra, núna áttu að vera glöð.

5/12/04 14:02

Sæmi Fróði

Ástin er góð, en ef hún er ekki endurgoldin er ekkert annað að gera en að skella sér í líkamsrækt, raka sig (hér á ég við karlmenn), setja á sig góðan rakspýra (hér líka), fara í sín fínustu föt og drekka sig fullan.

5/12/04 15:00

Hexia de Trix

Tigra mín, ástin getur komið úr óvæntustu átt. Líttu bara á mig, ég eyddi rúmlega tveim árum í að reyna að hrista greyið hann Ívar af mér. Sem betur fer hafði hann langlundargeð, blessaður, og að lokum opnuðust augu mín.

Besta ástin - held ég - er sú sem er sprottin af góðri vináttu. Þegar hveitibrauðsdögunum er lokið og mesti ljóminn farinn af skotinu, þá er eins gott að sá sem maður elskar sé líka góður vinur. Þetta er sérstaklega gott að hafa í huga ef maður hugsar nokkra áratugi fram í tímann. Ég mæli með því að sem flestir spyrji sjálfa(n) sig:
„Er þetta manneskjan sem ég vil vakna við hliðina á þegar ég verð sjötug(ur) - og alla morgna þangað til?“

5/12/04 15:01

Galdrameistarinn

Athyglisverðar pælingar. Galdrinn er kominn á fimmtugsaldur og hefur ansi oft orðið skotinn og oft orðið ástfanginn þó skotin og ástin hafi lifað mislengi og hjartabrotin eru því mörg.
Í dag er Galdri bara happí og sáttur þar sem hans ektakvinna er heilum átta árum eldri en sambandið er búið að þrauka í vel á sjötta árið og það sem gerir okkur hamingjusöm er að við erum bestu vinir hvors annars og svo erum við svo fjandi skotin hvort í öðru líka.
Við erum heldur ekkert feimin við að sýna það.

Sendi ykkur sem farið á mis við þetta samúðarkveðjur og stórt knúúúúúús!

5/12/04 15:02

Nafni

Ástin er eins og blóm...

5/12/04 15:02

Lopi

Það hefur einu sinni verið sagt við mig: "Ég elska þig" og í rauninni var það sagt í bríaríi. En áhrifarík voru orðin engu að síður. Skil ekkert í því hvers vegna ég nota þau aldrei sjálfur.

5/12/04 16:00

hundinginn

Ást, er að þegja og vakna á morgnanna og stunda sína vinnu þegjandi. Leggjast svo í Lasy Boy stólinn sinn að kveldi þegjandi og þiggja Blútinn sinn. Þegjandi. Hvert eitt orð glepur ástina hægt og bítandi. Gerum. En ekki hugsum, það er mitt mottó.

5/12/04 16:00

kolfinnur Kvaran

ástin er ímyndað hugarástand.

5/12/04 16:01

Limbri

hundinginn kemur með góðan punkt. Ég ætla að prufa þetta næst. Halda trantinum á mér saman einhverntíman, það gæti að öllum líkindum bætt margt.

-

5/12/04 16:01

dordingull

Frá og með deginum í dag hata ég lítersflöskur af Koníaki.

5/12/04 16:02

Texi Everto

Limbri, Norn.
Norn, Limbri.

10/12/07 02:00

Wayne Gretzky

Ást er bara fokkins bull.

1/11/07 03:00

Texi Everto

[Íhugar allt sem hefur gengið á í sápuóperunni Gestapó frá ritun þessa félagsrits og glottir ógurlega] Já, sumt er skemmtilegt að skoða í baksýnisspeglinum!

1/12/08 02:00

Villimey Kalebsdóttir

Gretzky!! Það má ekki segja svona. Skamm!

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.