— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/04
Rannsókn málsins

Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með; sjá seinasta félagsrit á undan.<br /> þess má geta að sms þrjóturinn hefur verið uppgötvaður, en það var til að byrja með fylleríisprakkarastrik (eins og hjá Skabba) sem endaði svo í einhverju rugli.

Ég hætti mér út á svalir áðan, og þá komst ég að því hvað það er sem er búið að vera að grýta í gluggann minn.
Það er pappír. Blautt tissue sem er búið að kuðla saman í svona blauta bolta sem skella á bæði rúðunni og húsveggnum.
Þess má geta að ein pappírsklessan var ennþá á veggnum við hliðina á glugganum mínum, en um 4-5 slíkar lágu á svala gólfinu.

Svo virðist sem einhver fari út í þeim tilgangi að kasta þessu í rúðuna hjá mér, því þetta er ekki á öðrum gluggum eða svölum í öllu húsinu. (en ég bý á efstu hæð í þríbýli)
Viðkomandi hefur orðið að taka þennan pappír með sér út og þess má geta að þetta hefur hent tvisvar, að þessu sé grýtt í rúðuna mína, og í bæði skiptin á sama tíma, eða í kringum miðnætti.

Segið mér foreldrar, hvað eru börnin ykkar lengi úti?
Eru þetta kannski einhverjir óknytta unglingar?
Afhverju bara glugginn minn?!

   (53 af 83)  
4/12/04 12:01

Smábaggi

Ég hef stundað þetta hjá flestum gestapóum, sérstaklega eftir að þeir fóru að kalla mig fýlupúka. Afgangurinn þorir greinilega ekki að kjafta frá.

4/12/04 12:01

Litla Laufblaðið

Spilar þú ef til vill mjög háværa músík?

4/12/04 12:01

Þarfagreinir

Blautur pappír ... úff. Ekki vil ég vita hvað viðkomandi notaði til að bleyta hann.

Hvílík endemis vitleysa!

4/12/04 12:01

Tigra

Nei.. ég spila reyndar tónlist, en mamma fer oft að sofa kannski um 11, og þá lækka ég alltaf og hef hana mjög lágt spilaða.

4/12/04 12:01

Coca Cola

Ætli einhverjir strætóbílstjórar gangi fram hjá glugganum þínum þegar þeir koma heim af vaktinni sinni?

4/12/04 12:01

Litla Laufblaðið

Kannski er þetta einhver sem hatar móður þína?

4/12/04 12:01

Tigra

Haha.. það stórefa ég.. þar sem að móðir mín er enganvegin manneskja sem eignast óvini.

4/12/04 12:01

Fíflagangur

Stendur eitthvað á blöðunum? Er Fréttablaðið nokkuð hætt að koma í lúguna?

4/12/04 12:01

Tigra

Stendur ekkert á þessu.. hefur verið of blautt.
Þetta eru 6 samtals.. sem gerir 3 fyrir hvort kvöld.

4/12/04 12:01

Litla Laufblaðið

3 er náttúrulega ákaflega merkilega tala í t.d. íslendingasögunum og biblíunni

4/12/04 12:01

Júlía

Kemur þrjóturinn alltaf á sama tíma segirðu? Gætirðu ekki samið við einhvern vin þinn um að fylgjast með mannaferðum í götunni þinni á þessum tíma, svo lítið beri á? Svona 'stakeout'?

4/12/04 12:01

Tigra

Júlía: Við vorum einmitt nokkur að ræða um þetta í skólanum í dag. Það væri kannski hugmynd.
Ég man ekki hvort að fyrsta skiptið var á lau eða sun. en hann kom allavega í gær.. svo það getur vel verið að hann endurtaki leikinn í kvöld.

4/12/04 12:01

Júlía

Þú ættir í alvöru að fá hóp af vinum þínum til að sitja fyrir ófétinu. Svona eiga menn ekki að komast upp með.

4/12/04 12:01

Vladimir Fuckov

En er þetta e.t.v. um kvöld/nótt, þjer nátthrafn og gluggi yðar sá eini þar sem ljós er kveikt er þetta gerist ?

4/12/04 12:01

Lómagnúpur

Þarna eru sannkallaðir bellibragðarefir á ferð. Hættu að spekúlera í þessu og sökktu þér í málverkið.

4/12/04 12:01

Tigra

Vladimir: Ég er ekki alveg viss.. Það gæti líka verið ljós í herbergi systur minnar, og ef til vill í kjallaraíbúðinni í kringum miðnætti, plús hinm húsunum í kring... klukkan er ekki orðin það seint.. ég sjálf er yfirleitt á leiðinni að sofa.
Auk þess er ég með dregið fyrir gluggana.. en það er svosem möguleiki að ljósið sjáist á milli rifanna.
Gallinn er bara að þar sem ég er á 2-3 hæð (kjallaraíbúð, fyrsta hæð og svo mín hæð) ..þá skil ég ekki afhverji einhver ætti að leggja þetta á sig.. svona hátt upp.

4/12/04 12:02

Hakuchi

Móðir þín fer að 'sofa' kl. 11 eh? Hver veit nema þetta sé móðir þín. Ekki treysta neinum.

Þetta er furðulegt háttarlag. Því verður ekki neitað. Hefur viðkomandi séð þig koma út í gluggann til að tékka á þessum köstum? Hafa köstin haldið áfram eftir það?

Þú ættir endilega að láta félaga/ættingja fylgjast með í nótt. Ekki hika við að segja foreldrum þínum frá þessu. Fátt er t.d. hættulegra og meira fráhrindandi en reiður faðir að vernda dóttur sína.

Kannski er bragðarefurinn misheppnaður Rómeó sem er að reyna að fanga athygli þína svo þú farir út á svalir svo hann geti sungið amorssöngva til þín með banjó. Veit ekki. Aðalatriðið er að láta svona fífl ekki raska ró þinni. Svo ég vitni í Kris Kristófersson: Don't let the bastards get you down.

4/12/04 12:02

Tigra

Ég kíkti út um gluggann í fyrra skiptið.. sá engan.. kíkti tvisvar ef ég man rétt.. því að köstin héldu áfram.
Ég viðurkenni það að ég myndi ekki vilja vera karlmaður að hitta pabba minn reiðann að reyna að vernda mig... pabbi varð einu sinni brjálaður og hótaði að snúa nokkra stráka úr hálsliðinum ef þeir myndu svosem einu snini snerta mig..
Hinsvegar þá býr pabbi minn ekki lengur hérna.. og hann býr frekar langt í burtu, þannig að hann er eiginlega ekki valkostur akkúrat núna.

Ég þori eiginlega ekki út á svalir, ef það er það sem viðkomandi vill að ég geri, því ég vil ekki eiga það á hættu að fá blauta klessu framan í mig.

4/12/04 12:02

Hakuchi

Taktu með þér nokkra grjóthnullunga og geymdu þá á svölunum. Þá gætir þú svarað fyrir þig. Eða jafnvel vatnsfötu. Útvegaðu þér vasaljós og vertu bara tilbúin. Um leið og sletta kemur á glugga, skjótast út með ljósið leita viðkomandi uppi og síðan hella yfir.

4/12/04 12:02

Lómagnúpur

Er ekki best að kalla út heimavarnaliðið?

4/12/04 12:02

Isak Dinesen

Þú gætir líka bara farið út á svalir og notað hótunina sem pabbi þinn notaði. Ég held að ég yrði hræddari við konu sem öskraði á mig að hún ætlaði að snúa mig úr hálsliðnum en karl. Þetta væri tilvalið í bland við síðasta ráð Hakuchi.

4/12/04 12:02

Nafni

Hvað ef stalkerinn er héðan af Lútnum?

4/12/04 12:02

Isak Dinesen

Þá er illt í efni, þá getur viðkomandi verið að gefa ráð sem hjálpa honum að vinna þennan furðulega eltingaleik. Væri reyndar góð hugmynd í einhverja heimskulega hollívúd-plotmynd.

4/12/04 12:02

Ólafur

Ég hef nokkra reynslu af rannsóknum af þessu tagi frá mínum yngri árum og get bent þér á ólíkt þægilegri valkost en að láta vini og kunningja sitja úti og bíða - það myndi aðeins fæla viðkomandi frá.
Hafðu kveikt bjart ljós inni hjá þér þegar kvöldið rennur upp. Farðu svo inn í annað herbergi með glugga sem vísar í sömu átt en hafðu þar allt slökkt. Ef þú heldur þig meira en fet fyrir innan rúðuna getur þú fylgst með öllu úti án þess að til þín sjáist.

4/12/04 12:02

Heiðglyrnir

Já. Vá! hvað ef Játningin hans ENTER er rétt, og við þurfum að velja á milli Tigru og Baggalústs [Horfir brostnum skelfingar augum í tölvuskerminn]

4/12/04 12:02

Fíflagangur

Ég held mig við þá kenningu að þarna fari fram óhefðbundinn útburður Fréttablaðsins. Blöðullinn hefur verið að horfa á amrískt bíó og er að bera út á hjóli í rigningu.

4/12/04 12:02

Skabbi skrumari

Ég legg til að gildran hans Ólafs verði notuð...

4/12/04 12:02

Tigra

Eini gallinn við gildru Ólafs er, eins og fyrr sagði, að þá bý ég á efstu hæð í þríbýli, og ef ég stend feti frá glugganum, þá sé ég bara alls ekki neitt hvað er í gangi á jörðinni.
Ég þarf að klessa mér alveg upp við gluggann til að sjá á jörðina.
Svo vil ég minna á að hér eru svalir sem viðkomandi getur falið sig undir.

4/12/04 13:00

Fíflagangur

Settu svartan nælonsokk á hausinn, þá geturðu kíkt.

4/12/04 13:00

Fíflagangur

Er hann kominn?

4/12/04 13:00

Amma-Kúreki

Nú ef allt bregst þá er ég tilbúin að standa strípuð á svölunum hjá þér eina kvöldstund eða svo það ætti að nægja til að fæla fjandann sjálfan á brott ef því væri að skipta

4/12/04 13:00

Bismark XI

gerðist þetta aftur í nótt? Ég skal fela mig leður klæddan í skugga og stökva á hann og ógna með göngustaf.

4/12/04 13:01

Ívar Sívertsen

ÉG veit enn betra. Er til bíll á heimilinu? Ef svo er, leggðu honum svolítið frá húsinu en samt það nálægt að þú getir séð hver er á ferð og nappað viðkomandi. Þetta er ráð sem virkar! Og svona for the record þá var einhver að vísa í strætóbílstjóra á leiðinni heim af vaktinni... þeir eru sjaldnast á ferðinni fyrr en 00.45.

4/12/04 13:01

Guðmundur

næst þegar þetta gerist skaltu stökkva með myndavélina út um gluggann og smella af nokkrum myndum. (Má ekki vera gler á milli)
Jafnvel þó ekkert sjáist á myndunum þá hugsar viðkomandi sig kannski tvisvar um áður en hann heldur þessu áfram.
Ef þú vilt vera drastíkari mæli ég með að fela þig þar sem þú getur séð hvar viðkomandi fer um og hafðu með þér loftriffil.

4/12/04 13:01

Tigra

Ívar: Svalirnar mínar vísa út í bakgarðinn, svo að ég sæi ekkert á bíl.

4/12/04 15:00

Limbri

Eða bara lofa kvikindinu kasta pappír. Þetta er klassískur TC, vill athygli og þrífst af henni. Þegar hann/hún er búinn að kasta eins og 18 kílóum af pappír án þess að fá nokkurt svar þá gefst hann upp... já eða klifrar upp. Þar kemur hann að læstum dyrum, svo hann brýtur þær og sker sig á hendi um leið. Í reiði sinni yfir að hafa skorið á sér hendina ræðst hann inn, öskrandi og æpandi. Við það stekkur þú til og reynir að hlaupa út úr herberginu og ... hmmmm... lofaðu mér að huxa þetta aðeins betur.

-

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.