— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/04
Ok.. ég fer að verða hrædd

Um ævina hef ég átt þó nokkra sem ég gæti nefnt "stalkers" en þeir hafa þó aldrei hrætt mig eins og einhver virðist vera að gera núna...

Ég sat við tölvuna í makindum mínum, þegar ég hrökk við háan hvell í glugganum og átta mig á að einhver var að kasta einhverju í hann.
Ég kíki út, en sé engan (er með svaladyr, en nenni ekki út á svalir, því ég er ekki fullklædd)
Ég sest aftur, hugsa að þetta séu bara krakkar að fíflast.. en eftir smá stund er öðrum kastað.. og að lokum þriðja.

Þetta gerðist í fyrradag... núna í kvöld, sit ég enn við tölvuna mína.. en hrekk aftur við að einhverju (líklega snjó) er kastað í gluggann.
Þetta er endurtekið nokkrum sinnum, en aldrei sé ég neinn þegar ég kíki út.
Þess má geta að ég er með dregið fyrir gluggana og ég bý uppi á þriðju hæð, þannig að ekki nokkur maður ætti að geta séð mig hér, eða vitað af mér.

Undanfarna daga hef ég líka verið að fá undarleg sms.. en viðkomandi vill ekki segja mér hver hann er (segir að ég þekki hann ekki, en hann þekki einhvern sem ég þekki) og númerið finnst ekki á netinu.

Ég veit ekki hvort sami aðili er hér að verki, en ég er svolítið fríkuð út.
Það er mjög óþægilegt að vita af einhverjum fyrir utan húsið manns, alltaf í kringum miðnætti rétt áður en ég fer að sofa.

‹Grúfir sig ein undir sæng og felur sig›

   (54 af 83)  
4/12/04 12:00

Ívar Sívertsen

Þá þarftu að flytja í rólegra hverfi!

4/12/04 12:00

kolfinnur Kvaran

Hvurslags tígrisdýr ert þú eiginlega?

4/12/04 12:00

Tigra

Ívar: Ég hugsa að ég búi í einu af rólegasta hverfinu á höfuðborgarsvæðinu...

4/12/04 12:00

Isak Dinesen

Hvað er þetta eiginlega með suma kynbræður mína og "stalk"? Þeir virðast telja svona barnaskap voðalega rjómó!

4/12/04 12:00

Þarfagreinir

Þetta er einhvers konar tilraun til að apa eftir hetjudáðum Rómeós og félaga ... nema munurinn er að þeir voru búinn að kynnast dömum sínum á hefðbundari máta og hljóta samþykki þeirra fyrir!

4/12/04 12:00

Isak Dinesen

Líkast til rétt, þetta er svona bókmenntalegur misskilningur. Sumir eru nú bara fábjánar, úr því verður seint bætt.

4/12/04 12:00

Klobbi

Að verða hrædd segirðu.

Óttinn er munaður hinna veikgeðja

4/12/04 12:00

Litla Laufblaðið

Ég myndi nú bara skríða undir rúmið, og taka sængina með til að kreista.

4/12/04 12:00

Enter

Fyrirgefðu, ég skal hætta þessu.

4/12/04 12:00

Bismark XI

Ég held að ég eigi alveg rétta hlutin til þess að lána þér. MWAhahahaha
Hringdu bara í mig á eftir.

4/12/04 12:00

Lómagnúpur

Þetta er líklega s.k. hrekkjalómur. Láttu mig þekkja þá.

4/12/04 12:00

Skabbi skrumari

Já, er ekki einhver vinur þinn bara að stríða þér... en til öryggis held ég að þú ættir að brýna klærnar allverulega...

4/12/04 12:01

Heiðglyrnir

Kæra Tigra, vonandi hafa þeir rétt fyrir sér sem halda að þetta séu saklausir hrekkir. En ef að þetta heldur áfram án einh. skýringa. Hikaðu þá ekki við að leita þér aðstoðar. Jafnvel, ef að þú telur ástæðu til, lögreglu. Held að þú getir líka haft samband við viðkomandi símafyrirtæki og kvartað undan þessu númeri, þá senda þeir eiganda þess aðvörun. Alveg er ólíðandi að láta hræða sig svona. Taka strax á málunum og láta viðkomandi vita að þú látir það ekki yfir þig ganga.

4/12/04 12:01

Hakuchi

Lögreglan getur rakið þetta en þeir láta ekki uppi hver þetta er. Þeir tala hins vegar við viðkomandi. Ef þetta er einhver unglingsandskoti þá gæti það verið ágætt ef löggan bankar upp á hjá foreldrum hans og biðja um að tala við soninn.

4/12/04 12:01

Lómagnúpur

Það er ekki óalgengt að svona hrekkjalómar séu stokknir út úr höfðinu á manni. A.m.k. ef eitthvað er að marka amerískar bíómyndir.

4/12/04 12:01

Tigra

Ég komst að því í dag að sms-in eru ekki frá þeim hinum sama og hefur verið að sniglast fyrir utan hjá mér.
Hver það er.. veit ég ekki.

4/12/04 12:01

Ívar Sívertsen

er ekki hægt að rekja það líka?

4/12/04 12:01

Hakuchi

Löggan getur rakið sms-in. Indíánar rekja sporin í garðinum.

Það er naumast hvað þú ert vinsæl hjá andlega örkumla karlmönnum sem þora ekki að tjá sig við kvenfólk og grípur því til fábjánalegra örþrifaráða. Heldur þú að það sé eitthvað í ilmvatninu þínu? Hárgreiðslan kannske?

4/12/04 12:01

Tigra

Ég þarf að athuga málið.. kannski skipta um ilmvatn og krúnuraka mig.

4/12/04 12:01

Júlía

Þetta hljómar eins og draugagangur. Hún Guðrún (Garún) lenti í þessu sama.

4/12/04 12:01

Smábaggi

Hjá föður mínum heyrðist alltaf einkennilegt hljóð, eins og tíst, þegar gengið er fram hjá ákveðnu málverki um miðnætti. Þegar það var fjarlægt hætti hljóðið að heyrast. Mjög dularfullt.

4/12/04 12:01

Texi Everto

Ég skal reyna að hafa augun opin, ég er oft þarna á ferli...

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.