— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/04
Rósir og kransar afţakkađir.

Í dag hef ég veriđ ađ meltast smám saman í magasýrum hins risavaxna og grimma skapara. Magasýrurnar steikja mig lifandi og valda hita sem lćtur beinin á mér öskra af sársauka og grátbiđja mig um hjálp.
En hvađ get ég gert? Ég er engu betri stödd en blessuđ beinin sem eiga ţó ađ teljast mikilvćgur ţáttur af heildinni "Tigra"
Augun svíđa út af sýrunni og höfuđiđ á mér ţrútnar allt út sökum hita og skyndilega kemst heilinn ekki fyrir inn í ţessari litlu höfuđkúpu sem annars átti ađ vera sniđin fyrir hann. Heilinn brýst um og reynir ađ komast út, međan ég reyni međ öllum lífs og sálar kröftum ađ halda honum inni, ţótt sársaukaminna vćri sjálfsagt ađ sleppa honum út.
Hálsinn á mér lćtur ekki kyrrt liggja heldur, sökum hvatningar og hópţrýtstings frá heilanum, vilja hálskirtlarnir út sömu leiđ og heilinn sem öskrar hervísur og hótar verkfalli ef ég hleypi honum ekki út.
Ekki eru nú magasýrurnar í mér skárri, ţví ţćr finna til vissra tengsla viđ magasýrur alheimsskaparans, enda bein afkvćmi ţess, og ólgar og sýđur í ţeim til ađ komast út og hjálpa til viđ ađ brenna skinn mitt, en láta sér duga í bili ađ brenna kviđ minn ađ innan og valda ógleđi og neita ađ taka viđ nokkru matarkyns.
Hrćddust er ég um ađ heilinn uppgötvi útleiđ gegnum eyrun og reyni ţá leiđina út, en ţá gćti reynst erfitt ađ halda honum inni. Ég hef ţví háriđ slegiđ til ađ ekkert ljós berist ţar inn. Gćti komiđ ađ ţví ađ ég grípi til eyrnaskjóla.
Ţetta veldur allt saman ţví ađ ég ţori varla í skólann. Sjáiđi ekki fyrir ykkur ef heilinn byrjađi ađ spýja út um eyrun á mér í tíma, utan í samnemendur mína... ég held ađ hvorki ţeir né ađrir myndu kćra sig mikiđ um ţađ.
Um leiđ og almćttinu hentar ađ fćra sig annađ eđa velta sér viđ, ţá verđ ég hressari.
Ef ég kem ekkert á Baggalút nćstu daga ţá hef ég falliđ frá, en afţakka allar rósir og kransa.

Annars er ég nú bara međ kvef... ţađ er samt pirrandi!

   (56 af 83)  
4/12/04 09:02

Smábaggi

Aumingja ţú. Ég reyni mitt besta til ađ vorkenna ţér, en lofa engu.

4/12/04 10:00

Heiđglyrnir

[Riddarinn fer á fund skaparans og öskrar hvern djö... á ţetta ađ ţýđa. Tigra svona veik međan allir ađrir eru bara kátir og hressir. Skaparinn lítur upp, sveiflar annari hendinni og öskrar á móti, JĆJA NÚ ERU ALLIR ORĐNIR JAFNVEIKIR, LÍĐUR ŢÉR BETUR ] Hmmm... [ţessir Guđir mađur lifandi.] Láttu ţér batna sćta kisa...*

4/12/04 10:00

Ívar Sívertsen

Já, dóttir mín er međ hita, kvef, beinverki og astminn er verulega erfiđur núna. Ég ţarf ađ fara međ hana á lćknavaktina á morgun til ađ athuga hvort um lungnabólgu sé ađ rćđa.

4/12/04 10:00

hundinginn

"međan ég reyni međ öllum lífs og sálar kröftum ađ halda honum inni"
Hvur öldungis...

4/12/04 10:00

Jóakim Ađalönd

Láttu ţér batna kisa mín. Ég er líka međ kvef sem hefur enst í 2 mánuđi.

Tigra:
  • Fćđing hér: 26/9/03 14:44
  • Síđast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eđli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hćttulegur tígur hér á ferđ, nema ţiđ reitiđ mig til reiđi auđvitađ.Ég hef enn minn kjaft og mínar klćr.. ţó svo ađ ég noti ţćr sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiđi til er erfitt ađ vera smyglađ tígrisdýr og ţessvegna ţarf ég ađ láta lítiđ fyrir mér fara.
Frćđasviđ:
Ormalífeđlisfrćđingur og formađur Grasormafélags Íslands, talsmađur fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Fćreyingarannsóknum.
Ćviágrip:
Ţiđ ţurfiđ ađ ferđast alla leiđ til Rússlands ef ţiđ viljiđ finna heimaslóđir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (ţá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfđum í Bengaltígrum)Ég ólst ţar upp í 5 hvolpa hópi og móđir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung ađ aldri tók ég upp á ţví ađ ferđast og var ţví miđur fönguđ í Indlandi og send í dýragarđ í Frakklandi.Ţar barđist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp ađ lokum og gerđi allt vitlaust í dýragarđinum. Ég flúđi land og laumađist til Bretlands og ţađan í skip sem var ađ flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifđi sćldarlífi á leiđinni en ţađ gekk mikiđ á ţegar skipverjar uppgötvuđu mig. Ţeir flúđu skipiđ af skelfingu en ég rak áfram og strandađi á Íslandi ţar sem ég hef lifađ góđu lífi síđan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.