— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/04
Hjarta vs heili

Einstaklega er mannveran flókið fyrirbæri.
Einum of flókið ef þú spyrð mig...
Það er ekki nóg að menn eigi í stríði við næsta mann, jafnvel í næsta landi, heldur þurfa margir, ef ekki bara flestir, að glíma við eitthvað innra stríð í sjálfum sér.

Tökum sem dæmi hjartað og heilann.
Einhvernvegin virðast þessi tvö ólíku líffæri ekki eiga heima í sömu lífverunni. Samt höfum við þetta bæði... og útistöðurnar geta orðið því líkar að það liggur við klofningi í sálartetrinu á fólki.
Hafið þið aldrei verið í þeirri krísu að heilinn segir ykkur eitt en hjartað annað?
Heilinn skipar manni að hugsa nú rökrétt og líta á alla kosti og galla málsins frá flestum mögulegum hliðum, þó svo að hjartað sé fyrir löngu búið að ákveða hvað það vill.
Hvoru á maður að fylgja? Á maður að vera raunsær eða rómantískur eins og bókmenntastefna? ..eða erum við örlítið flóknari en það?

Samskipti hjarta og heila eru jafn flókin og samskipti kynjanna.. ef ekki bara flóknari held ég.
Ef maður er alveg að fara yfirum á hinu kyninu liggur samkynhneygð alltaf sem kostur, en það er því miður ekki hægt í samskiptum hjarta og heila þar sem að manneskja með tvö hjörtu í stað heila eða öfugt, myndi bara ekki fúnkera, ef ég á að nota góða íslensku.

Oft forðar heilinn okkur frá skakkaföllum þegar hjartað ætlar að láta okkur ráfa út í einhverja vitleysu, en hjartað veitir okkur hinsvegar í flestum tilfellum miklu meiri gleði og hamingju en heilinn (en raunar sorg líka).
Heilinn á það til að skemma þessa gleði fyrir hjartanu, t.d. þegar menn eru ástfangnir eða bara skotnir í einhverjum.
Þá byrjar heilinn: "hvað ef þetta eða hitt.." ýmis paranoia og taugaveiklun fer af stað og skemmir gleðitilfinninguna sem hjartað var að veita manni.

Já.. mikið vildi ég að þessi líffæri gætu unnið betur saman.
Svona eins og fæturnir á mér. Þeim kemur fjarska vel saman. Þarfnast hvors annas við göngu og hlaup, og eru yfirleitt ekki ósammála um stöðu mála, nema í örfáum tilvikum, svosem eins og á sleipu svelli þegar annar vill til hægri en hinn vinstri.

En nóg af nöldri í bili. Það er nú fjarska gott að hafa þau bæði.. heilann og hjartað.

   (61 af 83)  
2/12/04 14:02

Þarfagreinir

Stundum vildi ég geta losnað við hjartað alveg. Það er svo skrýtið greyið og kemur mér alltaf í ógöngur. Enda reyni oftast að láta heilann stýra því eins og harðstjóri. Samt eru því miður bara vissar hneigðir hjartans sem verður ekki stjórnað með neinu móti.

Ég öfunda oft hjartalaust- eða lítið fólk sem getur látið stjórnast af skynsemi og 'óæðri' kenndum einum saman. Mér þætti allaveganna áhugavert að prófa að vera svoleiðis í smá tíma.

Jæja, óþarfi að kvarta meira. Lífið er eins og það er, og best að reyna bara að halda áfram að aðlaga sig eftir bestu getu.

2/12/04 14:02

Kuggz

Choo-choo heyrðist í lestinni í fjarska, sem færðist óðfluga nær Tígru og Þarfa með fullt farþegarými af fólki sem var ekki sama.

2/12/04 14:02

Kuggz

En annars ágætis rit og ekkert útá það að setja. Skál bæði tvö!

2/12/04 14:02

Þarfagreinir

Já, skál!

2/12/04 15:00

Gvendur Skrítni

Já, það má ekki gleyma þriðja valdinu í þessu samhengi. Valdið sem Þarfi á líklega við með "óæðri" kenndum. Það líffæri er líklega mesti vandræðapésinn...

2/12/04 15:01

Nornin

Ég er sammála. Öllu nema þessu um "óæðri" kenndir. Almennileg gredda er bara holl og góð. Spurningin er bara hvort hún stjórnar viðkomandi.
En mikið væri gott ef heilinn hætti að skipta sér af þegar maður er ástfanginn... Of mikil rökhugsun getur ekki verið góð fyrir sálartetrið.

2/12/04 16:00

Heiðglyrnir

Samlíkingin með fæturnar góð, þ.e. í góðu samstarfi nema á sleipu svelli. Er þetta ekki málið þ.e. að mannleg samskipti eru öll eins og að vera á sleipu svelli, þess vegna eru hjartað og heilinn ekki alltaf í jafnvægi.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.