— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/04
óstöðvandi gleði

Nú held ég áfram þar sem frá var horfið og er næsta saga http://www.nulleinn.is/files/bloggpics/128200469040608.JPG [tengill] hérna [/tengill]

Annars vil ég benda þeim sem ekki hafa fylgst með frá byrjun að það eru fleiri sögur sem þið getið flett upp á í eldri félagsritum.

   (64 af 83)  
2/12/04 07:01

Tina St.Sebastian

Klapp! Klapp! Klapp! Hef ekki séð jafnsúrar sögur lengi. Mjögsvo viðeigandi á Þorra.

2/12/04 07:01

Finngálkn

ZZZ... Þetta hlýtur að vera það ömurlegasta sem ég hef séð hér á baggalút!!! - Nei þetta er það ömurlegasta! - Reyndu nú að draga sjálfa þig útúr þessari ultrahappy ömurlegu gerfiveröld sem þú lifir í. "Tímamótaverk þunglyndrar kattarlufsu sem hefur fengið yfirskammt af teiknimyndum". Éttu þinn eigin skít og drepstu... Þetta var svona dæmi um kaldhæðni, leiðilegt spaug sem enginn kann að meta nema maður sjálfur! - Farðu frama á gang og hugsaðu þinn gang!!!

2/12/04 07:01

Kuggz

Þá sjaldan að maður finnur sig með Finngálkni.

2/12/04 07:01

Limbri

Ágætis sögur svosem, en öllu má ofgera.

Mér þótti þetta sniðugt fyrst... nú er þetta orðið þreytt. (Sem Félagsrit á ég við.)

En þar sem það er búið að auka fjölda Félagsrita sem birtast á forsíðu angrar þetta mig ekkert, þar sem þetta er ekki að senda önnur mikilvægari rit út af valmyndinni.

Mín vegna máttu svosem alveg halda áfram.

-

2/12/04 07:02

Smábaggi

Mér finnst þetta fyndið, en ég er líka skrítinn. Ekki taka mark á mér, hlustaðu á hina.

2/12/04 07:02

Ívar Sívertsen

hihi...hehe...hmmm...

2/12/04 07:02

Kuggz

Samt sem áður, þá verð ég nú að leggja mín spil á borðið, þetta vekur nefninlega upp hugsun hjá mér. Ég hef frá hinu fyrstu kynnum af þessum teiknimyndasögum, þróað með mér ákveðnar skoðanir á þeim. Mér finnst þær illa gerðar, þar er engin áberandi hugsun þar á bakvið, þetta er tæpast hægt að telja sem abstract á nokkurn hátt o.sv.fr. Þó finn ég hjá mér kvöt til að svara þessum myndum, þrátt fyrir að með því sé enginn tilgangur, þar sem hún hefur ekki að mér vitandi óskað eftir álitum. Kannski er þar að finna tilgang með þessum teiknimyndum, að fá fólk til að svara fyrir eitthvað sem það hefur ekki nokkurn áhuga á. Til að mynda finn ég mig ekki knúinn til að hafa orð á því ef þroskaheftur maður kýs að teikna á blað mynd af tré eða einhverju sem að fyrir mér hefur þær útlínur sem ég myndi ætla að mynduðu tré, nema máske á þeim tíma hafi tré verið mér efst í huga og þar af leiðandi hafi hugsanaferlið mitt þróað með sér sjálfstæða ímynd af því sem mér bar fyrir sjónir hjá ofangreindum einstakling sem að vill svo til að var þroskaheftur. Nema kannski hafi á þeim tíma, minn hugsanaferill verið þannig, að ég ályktaði útfrá atferli sem ég hef skilgreint áður, að hann hafi verið þroskaheftur, þegar ég hef engar aðrar ályktanir en mínar eigin, sem að eru einungis huglægar. Það atferli sem dró skynjun mína að þeirri niðurstöðu að hann væri þroskahetur, máske á þeim tímapunkti hafi ég dregið þá ályktun að þetta væri tré og það væri fallegt að því gefnu að hann væri þroskaheftur. Hann gæti hafa verið stærðfræðingur, að teikna upp eitthvað sem hann taldi hafa dýpri merkingu en fyrir honum voru strik og pár sem að enginn utanaðkomandi hafði strúktúr um til að skilgreina. Kannski hafi hann verið þroskaheftur stærðfræðingur, sem að gerist öðru hverju. En þar er kannski hægt að draga að lokapunktingum, að við drögum flest ályktanir útfrá okkar eigin forsendum og efust ekki um réttmæti þeirra. Þarna er máske fundinn þráður sem ég kom ekki auga á aftur, þar sem mér upphaflega fannst vera mjög asnalegt krot, er í raun og veru orðið krot með þræði. En til að hafa bakvið þessa seríu, dýpri merkingu, er hægt að skilja það sem slíkt, að í fáum myndum fékk hún mig til að hugsa dýpra um efnið, þótt efni myndanna sé ekki til umræðu. Ég man ekki eftir myndunum, eina sem ég man eftir er þessi fyrirlitning mín á þeim. Nú, þegar ég hef ritað þetta er mér ljóst að myndirnar höfðu tilgang, ekki sem slíkar og efast ég um að Tígra hafi meðvitað gert þær slíkar. Nú ef hún hefur á annað borð gert það... þá er hægt að ganga útfrá því að á bakvið þessar myndir sé dýpri hugsun og við höfum þegar gengið útfrá því að í gegnum myndirnar sé þráður sem ég hef þegar komið á.

Nú, ég má til með að óska þér til hamingju Tígra... *SKÁL*

2/12/04 07:02

Skoffín

*Horfir á svarið hjá Kuggz og fær óbærilegan svima*

2/12/04 07:02

Skoffín

En þessi saga var frábær hjá þér Tígra - algjör nammilesning eins og venjulega. Og ekki taka marg á Marbendlinum eða Jólasveininum eða hvað þetta skrímsli nú heitir. *Fattar eigið skrímslaeðli og roðnar*

2/12/04 07:02

Smábaggi

Félagi Kuggz, geturðu nokkuð þýtt og stytt þetta svar handa okkur venjulega fólkinu?

2/12/04 07:02

Kuggz

Já félagi Smábaggi... þetta dróst kannski örlítið hjá mér. Í stuttu máli er þetta:
"blablablabla" ... "Ég fann þráð í myndefninu, sem telst merkilegt þar sem ég man ekki hvernig þær voru, eina tilfinningin sem ég hef fyrir myndefninu er fyrirlitning." ... "Þetta svar gerir þráð seríunnar augljósan að mínu mati" ... "blablablabla"

2/12/04 07:02

Smábaggi

Semsagt, <i>ég hata þetta en veit ekki út af hverju</i>?

2/12/04 07:02

Jóakim Aðalönd

Þetta er nú meira bullið í ykkur Kuggz og Limbri. Þetta er nákvæmlega það sem Baggalútur snýst um. Þetta og innihaldsríkar umræður og háfleyg orð og bögur. Kuggz tekur þetta allt of alvarlega eins og þetta séu m****n*in.com eða eitthvað í þá áttina. Endilega meira af þessu Tigra mín og sparaðu ekki sýruna!

2/12/04 07:02

Smábaggi

Ég skil ekki hvað þú ert að meina, Jói, með innihaldslausar samræður. [Lætur gúrku á höfuðið og hleypur í hringi í krigum félagsritið]

2/12/04 07:02

Tina St.Sebastian

[étur gúrkuna]

2/12/04 01:00

Jóakim Aðalönd

Ég veit ekkert hvað ég er að segja...
*Skýtur Skota úti í skoti með skammbyssuskoti*

2/12/04 01:00

Kuggz

"Kuggz tekur þetta allt of alvarlega eins og þetta séu m****n*in.com" Nei... þetta er ekki hægt.

2/12/04 01:00

Nornin

Ha?
Þetta eru teiknimyndasögur, látið ekki svona...

2/12/04 01:00

Barbapabbi

Skrípalegt skrípó!

2/12/04 01:00

Hermir

Mér finnst þetta voða fínt hjá þér Tigra. En væri ekki hægt að hafa þetta allt á sömu blaðsíðu svo maður geti lesið þetta í röð án þess að þurfa að vera að fletta á fullu?

2/12/04 01:01

Tigra

Ég veit ekki alveg hvort ég á að vera að halda þessu áfram eftir þessi viðbrögð..
En Hermir: ég er bara með ákveðna myndasíðu á netinu sem ég kann voða lítið á og get bara látið eina mynd inn á einn link. Ég er því miður ekki nægilega háþróuð til að gera eins og þú vilt.

2/12/04 01:01

Tigra

Heyrðu já.. ég var allt í einu að fatta hvað þú meintir Hermir *roðnar*
Þú meintir væntanlega í einu félagsriti.
En sumar sögurnar teikna ég jafnóðum svo að það yrði alltaf mjög löng bið ef ég ætlaði að koma alltaf með þær í einu félagsriti.

2/12/04 01:01

Bismark XI

Þessar sögur eru alveg frábærar hjá þér Tigra mín.

2/12/04 01:01

Fíflagangur

Þú stendur þig vel Tigran mín. Ég trúi því og treysti að þessar myndasögur eigi eftir að taka örum framförum og verði orðnar Moggafærar um heyannir.

2/12/04 01:01

Limbri

Jóakim : Ég endaði orðabelginn minn á "Mín vegna máttu svosem alveg halda áfram." Þetta gefur til kynna að þetta angri mig ekkert.

En þeirri skoðun, að þetta sé þreytt, hef ég fullan rétt á, sérstaklega þar sem þetta er eingöngu athugasemd.

Ég hvet þá sem telja við of harðorðann að lesa aftur fyrri orðbelg minn, hann er alls ekki svo harkalegur ef vel er að gáð.

-

2/12/04 01:01

Númi

Mjög flott.

2/12/04 01:02

Skabbi skrumari

Sammála Núma að sjálfsögðu, fjölbreytni í félagsritum er einmitt það sem þarf... haltu þessu áfram Tigra mín... salút

2/12/04 01:02

Jóakim Aðalönd

Limbri: Þeirri skoðun að þetta sé bull í þér hef ég rétt á líka. Ég sagði aldrei að þetta væri harðorða hjá þér. Annars angrar það mig ekkert heldur.

Tigra: Ekki láta hugfallast. Flestum finnst þetta bráðfyndið og skemmtilegt.

2/12/04 02:00

Ómagi

Þetta eru miklar umræður um lítið efni. Og ég aulinn tek þátt.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.