— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/12/04
Óráđ

Ég var ađ lesa upp úr bók sem geymdi ljóđ úr ţeirri rómuđu ljóđabók Svartar fjađrir, gefin út áriđ 1919 af Davíđi Stefánsyni.<br /> Eflaust hafa mörg ykkar lesiđ ţetta ljóđ, en ég skrifa ţađ ekki upp fyrir ykkur, heldur fyrir ţau hin sem hafa ekki lesiđ ţađ. <br /> Ţví mér finnst ţiđ eigiđ ađ gera ţađ.

Óráđ

Ha, ha - nú sofna ég,
fyrst svona er dauđahljótt;
svo hitti ég í draumi
drottninguna í nótt.

Ţá gef ég henni kórónu
úr klaka á höfuđ sér.
Hún skal fá ađ dansa
eins og drottningu ber.

Svo gef ég henni svarta slćđu
ađ sveipa um líkamann,
svo enginn geti séđ,
ađ ég svívirti hann.

Svo gef ég henni helskó,
hitađa á rist,
og bind um hvíta hálsinn
bleikan ţyrnikvist.

Svo rjóđra ég á brjóst hennar
úr blóđi mínu kross
og kyssi hana í Jesú nafni
Júdasarkoss.

Svo dönsum viđ og dönsum
og drekkum eitrađ vín.
... Ég verđ konungur djöflanna,
hún drottningin mín.

Davíđ Stefánsson frá Fagraskógi (1895-1964)

   (70 af 83)  
1/12/04 14:00

kolfinnur Kvaran

Ég er búinn ađ lesa

1/12/04 14:00

Skabbi skrumari

Ég líka, hann Davíđ hefur veriđ stórfurđulegur.. ánćgđur međ hann...

1/12/04 14:01

Gvendur Skrítni

Já, Dabbi Skrítni - ég ţekki hann.

1/12/04 14:01

Nornin

Mér finnst ţetta ótrúlega flott... svo skuggalegt en um leiđ erótískt...
En ţađ er náttúrulega bara ég...

1/12/04 14:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Fallegt & kraftmikiđ kvćđi.
Ágćtt hjá ţér ađ birta ţetta, hafđu ţökk fyrir.

1/12/04 14:01

víólskrímsl

Á hverju var fjandans mađurinn.

1/12/04 14:01

Ţarfagreinir

Massagott ljóđ.

1/12/04 14:01

Heiđglyrnir

Hafđi lesiđ ţetta tiltekna ljóđ eftir Davíđ áđur, en svakalega er nú langt síđan, magnađ ţakka ţér Tigra mín.

1/12/04 21:01

Bismark XI

mjög svo flott ljóđ ţetta. Gott framtak ađ far međ ljóđ eftir alvöru skáld hér.

Tigra:
  • Fćđing hér: 26/9/03 14:44
  • Síđast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eđli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hćttulegur tígur hér á ferđ, nema ţiđ reitiđ mig til reiđi auđvitađ.Ég hef enn minn kjaft og mínar klćr.. ţó svo ađ ég noti ţćr sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiđi til er erfitt ađ vera smyglađ tígrisdýr og ţessvegna ţarf ég ađ láta lítiđ fyrir mér fara.
Frćđasviđ:
Ormalífeđlisfrćđingur og formađur Grasormafélags Íslands, talsmađur fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Fćreyingarannsóknum.
Ćviágrip:
Ţiđ ţurfiđ ađ ferđast alla leiđ til Rússlands ef ţiđ viljiđ finna heimaslóđir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (ţá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfđum í Bengaltígrum)Ég ólst ţar upp í 5 hvolpa hópi og móđir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung ađ aldri tók ég upp á ţví ađ ferđast og var ţví miđur fönguđ í Indlandi og send í dýragarđ í Frakklandi.Ţar barđist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp ađ lokum og gerđi allt vitlaust í dýragarđinum. Ég flúđi land og laumađist til Bretlands og ţađan í skip sem var ađ flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifđi sćldarlífi á leiđinni en ţađ gekk mikiđ á ţegar skipverjar uppgötvuđu mig. Ţeir flúđu skipiđ af skelfingu en ég rak áfram og strandađi á Íslandi ţar sem ég hef lifađ góđu lífi síđan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.