— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/03
Hreindýrahorn og græn eyru..... ég segi ekki frá fleiru

Þar sem jólin eru á næsta leiti kemur hér jólasaga.<br /> Athuga skal að hún er skrifuð í leikritaformi.

Um það er þessi litla saga
um það sem dreif á Dóra daga
Liðið var á desember
já, rétt svona eins og núna er.
Dóri lista skrifar langan,
því í jólagjöf langar angann.
Bíl og hjól og loðinn rakka,
allt í einum jólapakka.
Í umslag síðan listinn fer
en bíddu, eitthvað vantar hér.
Frímerki ei Dóri hefur
en meðan mamma Dóra sefur,
Dóri labbar út af stað,
Jóli skal fá bréfið það.
Í Esjunni býr jólasveinn
og Dóri heldur þangað einn.
Dóri gengur langa leið
en leiðin sú var ekki greið.
Er Dóri af staðnum lagði,
Dóri sagði:
Dóri: Þarna er drengur og lítill hvutti,
en honum mætti miðjuputti.
Er Dóri áfram hélt
heyrði hann lítið hundagelt.
Eitthvað lítið og blautt hann Dóri sá
en heyrði ei meira hunds gá.
Framundan var drengurinn með miðjuputtann,
en hann var ei lengur með litla hvuttann.
Dóri:Hvar er hvuttinn þinn litli drengur?
Erpur:Ég hef ekki hundinn minn lengur
Dóri:Nú hvar er hann, stakk hann af?
Erpur:Já ofan í vatnið, á bólakaf.
Dóri:Ég sá eitthvað blautt skjótast burt,
hefði ekki verið betra að láta puttann kjurt.

Þeir héldu af stað að leita að hundi,
en það varð ekkert af þeim fagnaðarfundi.
Þeir gengu lengi
og fengu mikla strengi
loks komu þeir að stóru engi.
Drengirnir voru komnir í mikla sátt,
er sáu þeir hús er var appelsínugrátt.
Erpur: Ég heiti Erpur Sagði vinurinn nýji
Erpur: og yfir mér vakti engill á skýi,
En nú er hann horfinn, farinn á brott

Dóri: Æ, það var nú ekki nógu gott.
Þeir gengu að húsinu og á dyrnar börðu,
kona þeim svaraði með orðunum hörðu.
Farið þið burt af mínu landi,
ég vil engin afskipti af ykkar hlandi.
Dóri Okkur er ekki mál en spyrja við þurfum,
Hvernig komumst við að Esju urðum?

Konan: Hvað hafið þið þangað að gera?
Dóri: Við höfum skilaboð að bera
Erpur: Mig vantar rakka, hann vantar pakka
æ góða gerðu það, við munum þér þakka

Konan: Farið norður og niður og beygið til vinstri
fylgið þessu skrýtna mystri

Þeir þökkuðu fyrir sig og héldu af stað
í fórum sínum voru með mystrað blað
Þeir mættu indælum Frakka er í fjallgöngu var
Frakkinn: Bonjour, I broke my car.
Þeir hjálpuðu honum og löguðu bílinn,
svo héldu þeir áfram litlu krílin
Að fjallsrótum drengirnir komust mjög skjótt
Dóri Ég vissi ekki að við gætum komist svo fljótt.
Það sem Dóri ei skildi var að liðnir væru dagar.
Og svangir voru orðnir þeirra litlu magar.
Erpur: Æ ég er svo svangur stundi Erpur.
Erpur: [/b]Maginn minn er svo herptur
Við skulum reyna mat að finna
svo ég kveljist minna.[/b]
Er þeir gengu af stað, þeir sáu hana Grýlu
og fundu um leið alveg ofboðslega fýlu.
Leppalúði á eftir gekk
af honum fýlan hékk.
Grýla bauð þeim strax í mat
svo þeir gætu étið á sig gat.
Grýla: Komið drengir heim til mín
ég skal gefa ykkur brauðin fín.

Leppalúði brosti breitt
en sagði ekki neitt
Hjónin vísuðu veginn heim
og drengirnir fylgdu á eftir þeim.
Er heim í hellinn komið var
þá gauluðu í þeim garnirnar.
Leppalúði hvíslaði lágt:
Leppalúði: Uss.. ekki hafa hátt.
Stingdu þeim Grýla ofan í pott,
svo í matinn við fáum gott.

Drengirnir óvart heyrðu þetta
og ákváðu úr spori að spretta
Þeir ruddust út og hrintu Grýlu um koll
sem datt beint ofan í drullupoll.
Erpur: Hlauptu hratt!!
En Dóri datt
Hann stóð upp og fann mjög til
en kunni ekki á því skil
Hann reyndi að hlaupa en voðinn var vís
þetta var engin paradís
Leppalúði: Þarna misstum við af góðum bita
Grýla: Ég vil ekki af því vita
Leppalúði: Fyrirgefðu heimsku mína
í samanburði við snilli þína

Dóri settist þreyttur niður
og þótti þetta mikið miður.
Jólasveinninn loksins kom
er þeir höfðu gefið upp alla von.
Dóri: Þarna ertu jólasveinn
En ég er orðinn alltof seinn
Þú ert sjálfsagt búinn að bera
út þær gjafir sem eiga að vera
Hjá börnum um landið vítt og breitt
Æ,þá fæ ég ekki neitt

Jólasveinninn: Kvíddu ekki kæri drengur
Þú þarft ekki að örvænta öllu lengur
ég búinn er að gefa þér
það sem að þér vera ber.

Erpur: En ég kom hérna á þinn fund
til að sjá hvort þú hefðir séð minn hund.

Jólasveinninn: Heima situr hundur þinn
Kvíddu ekki drengur minn.
Ég skal skutla ykkur heim á hlað
Ef þið drífið ykkur í bað

Rúdolf: Drífið ykkur ég er að verða þreyttur
og þá verð ég sko illskeyttur
Nef mitt hættir brátt að glóa
og því má engum tíma sóa

Þeir héldu núna heim á leið
eftir þeim þeirra mamma beið.
Þannig endar þessi saga
er tók þá drengi marga daga
Heima þeir fóru beint í bað,
þeir höfðu jú lofað að gera það.

   (75 af 83)  
2/11/03 06:01

Heiðglyrnir

Ég er orðlaus Tigra, enda þú búin að nota upp öll orðin, Vá! hvað þú er flínk.

2/11/03 06:02

Þarfagreinir

Ég efast um að Mr. Dickens hefði getað gert betur.

2/11/03 06:02

Nornin

Húrra! ég elska þig kisa mín!!!

2/11/03 06:02

Skabbi skrumari

Flott tigra... þetta er efni í metsölubarnabók fyrir næstu jól... salút...

2/11/03 06:02

Rýtinga Ræningjadóttir

íhíhí, Skapbráður Rúdólf!

2/11/03 06:02

Vladimir Fuckov

Glæsileg jólasaga og endaði öðruvísi en vér höfðum búist við.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.