— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 1/11/03
Það sem ég vissi ekki hvað ætti að verða, en varð svo snjór.

Vér ákváðum að skrifa félagsrit, þó málefni þess séu með öllu óákveðin. Látum þetta bara koma á óvart.

Ég lít út um gluggann og þá flýgur mér allt í einu í hug eitthvað sem ég vil skrifa um.
Snjór.
Ég elska snjó.
Jújú hann er kaldur og blautur og hryllilegur að fá inn á sig, en ég elska hann samt.
Elska að heyra brakið þegar ég geng í honum, elska að horfa á snjóflygsur dansa í loftinu áður en þær leggjast í sína hinstu hvíld á jörðinni, elska að horfa á þær í nálægð, listasmíðina í snjókristöllunum og horfa á þá bráðna á heitri húðinni.
Ég elska sérstaklega svona blautan snjó sem er auðvelt að hnoða í snjóbolta og ég elska að búa til snjókarla og snjóhús!
Svo er svo yndislegt að henda sér í snjóinn, búa til snjóengil og horfa svo upp í stjörnurnar. Ég get legið svoleiðis endalaust!
Skítt með kuldann. Klæddu þig bara vel.
Verst er kannski haglél eða þegar það er mjög hvasst.. en ég elska þetta samt.. allt hefur sína galla en snjór róar mig bara óneitanlega mikið.
Vetur er greinilega mín árstíð.
Auk þess held ég því fram að ég líti betur út þegar það er mikill snjór og í rólegri snjókomu, með örlítin snjó í krullunum og kannski snjókorn á nefinu.
Ahh... ég elska snjó.
Best er svo að koma inn.. fá sér kakó og horfa á snjókomuna út um gluggann. Hvað er rómantískara en kvöldstund með ástinni sinni, bara þessvegna fyrir framan sjónvarpið eða hvað sem er, bara vera saman inni í hlýjunni eftir mikinn snjóslag úti?
Ahhh.. ég er að spá í að fara út í göngutúr með hundinn í snjókomuna.
Veriði sæl að sinni.
(Þetta félagsrit vegur upp á móti Útrás minni á þeim hlutum sem ég hata)

   (77 af 83)  
1/11/03 14:02

Hilmar Harðjaxl

Ég hata snjó. Um leið og það kemur snjór koma hálfvitar sem hafa ekkert betra að gera en að kasta honum í fólk.
Svo er kalt að labba í gegnum hann, eitthvað sem ég þarf að gera töluvert af. Það versta er þó að hann skuli alltaf bráðna strax. Að labba í gegnum bráðinn snjó er með því óþægilegra sem maður getur gert.

1/11/03 14:02

Nornin

Mér finnst snjór ágætur en flúði norðurlandið vegna of mikils snjós.
Ég er ein af þeim sem er hættuleg í umferðinni í snjó. viðurkenni það fúslega. leiðist líka að keyra í snjó.

1/11/03 14:02

Tigra

AH! Þetta var frábært! Æðislegt! Unaðslegt!
Ég fór út með hundinn eins og fyrr sagði og þetta var æði! Ég var búin að gleyma hvað það er fallegt að horfa á nýfallna snjóbreiðuna og sjá skuggann af milljónum snjókorna þjóta um.
Hundurinn kippti of snöggt í ólina og ég endasentist á rassgatið og ég gat ekki annað en farið að hlæja. Svo sat ég þarna á rassinum og skellilhló og hundurinn horfði á mig eins og ég væri gengin af göflunum.
Ég var líka búin að gleyma hvað það er gaman að finna sleipa bletti og hlaupa og renna mér og láta hundinn draga mig áfram.
Ég var búin að gleyma hvað feit snjókorn grátbiðja mann um að láta éta sig, koma fljúgandi í átt að opnu gininu á manni en sveigja svo framhjá rétt í tæka tíð til að skella á nefinu á manni.
Ég var líka búin að gleyma hvað hundurinn minn er fyndinn, búinn að þefa af einhverju og kemur svo aftur með snjóflóð á nefinu.
Ég gekk góðan hring, var úti í klukkutíma, og á meðan hætti að snjóa, þá fór að skína í karlsvagninn og fleiri stjörnur. Þá tók ég líka eftir því hvað jörðin er falleg. Hvað það glitrar fallega á snjókristallana í nýföllnum snjó, fegurra en nokkur jólasería... ef maður aðeins tekur eftir því.
Ég held ég hafi ekki skemmt mér svona vel lengi!
Sá einhvern gúmmí töffara hringsnúast í heilan hring þangað til hann lennti upp á gangstétt.
Enginn slasaðist svo að ég leyfði mér að hlæja að aðförunum.
Svo, eftir að það var búið að snjóa dágóðan slatta í hárið á mér, fraus það auðvitað, svo ég gat tekið það og látið standa eins og skrúfu beint upp í loftið. Bráðfyndið.

1/11/03 14:02

Tigra

AH! Þetta var frábært! Æðislegt! Unaðslegt!
Ég fór út með hundinn eins og fyrr sagði og þetta var æði! Ég var búin að gleyma hvað það er fallegt að horfa á nýfallna snjóbreiðuna og sjá skuggann af milljónum snjókorna þjóta um.
Hundurinn kippti of snöggt í ólina og ég endasentist á rassgatið og ég gat ekki annað en farið að hlæja. Svo sat ég þarna á rassinum og skellilhló og hundurinn horfði á mig eins og ég væri gengin af göflunum.
Ég var líka búin að gleyma hvað það er gaman að finna sleipa bletti og hlaupa og renna mér og láta hundinn draga mig áfram.
Ég var búin að gleyma hvað feit snjókorn grátbiðja mann um að láta éta sig, koma fljúgandi í átt að opnu gininu á manni en sveigja svo framhjá rétt í tæka tíð til að skella á nefinu á manni.
Ég var líka búin að gleyma hvað hundurinn minn er fyndinn, búinn að þefa af einhverju og kemur svo aftur með snjóflóð á nefinu.
Ég gekk góðan hring, var úti í klukkutíma, og á meðan hætti að snjóa, þá fór að skína í karlsvagninn og fleiri stjörnur. Þá tók ég líka eftir því hvað jörðin er falleg. Hvað það glitrar fallega á snjókristallana í nýföllnum snjó, fegurra en nokkur jólasería... ef maður aðeins tekur eftir því.
Ég held ég hafi ekki skemmt mér svona vel lengi!
Sá einhvern gúmmí töffara hringsnúast í heilan hring þangað til hann lennti upp á gangstétt.
Enginn slasaðist svo að ég leyfði mér að hlæja að aðförunum.
Svo, eftir að það var búið að snjóa dágóðan slatta í hárið á mér, fraus það auðvitað, svo ég gat tekið það og látið standa eins og skrúfu beint upp í loftið. Bráðfyndið.

1/11/03 14:02

Nornin

Falleg lýsing Tigra.
Mig langaði hálft í hvoru að drífa mig út að labba þegar ég hafði lesið þetta. En ég er innipúki að venjast nýju íbúðinni minni og elska að vera heima. Kannski verður ennþá snjór á morgun til að leika í. Krakkarnir í vinnunni verða sennilega glaðari en hann Loki minn sem vill bara sitja í glugganum og horfa á snjóinn og er svo drullufúll við mig (því hann vill ekki fara út) og lætur eins og það að það snjói sé mér að kenna!!!

1/11/03 14:02

Limbri

Loki? Gáfaðasti köttur í heimi?

-

1/11/03 14:02

Haraldur Austmann

Þetta var fallega skrifað tigra. Mér finnst það jafnvel þó mér sé meinilla við snjó.

1/11/03 15:00

Skabbi skrumari

Gaman að þessu tigra... hef sjálfur minnst á snjóinn í félagsriti hérna, erum á svipaðri skoðun... salút tigra

1/11/03 15:00

Nornin

Já Limbri... Loki er gáfaðasti köttur í heimi... hvernig vissir þú það???

1/11/03 15:00

Jóakim Aðalönd

Það bezta við snjó er, að hann er ókeypis.

10/12/05 05:01

Vladimir Fuckov

Eigi er það alveg víst. Í Noregi var maður nokkur eitt sinn kærður af nágranna sínum fyrir að stela frá honum snjó.

1/11/05 05:01

Texi Everto

Norðmenn eru líka klikk! Er þetta annars þráðurinn sem allir eru að leita að?

1/11/05 04:00

Tigra

Hvurn grefilinn eruð þið að þvælast hér?

1/11/05 10:01

Stelpið

Segi það...

1/11/06 06:02

Tigra

7? Samt frekar dauður.

1/11/06 08:00

krossgata

Nei sko, einn enn! 7? Hvar er 6?

3/12/07 09:00

krossgata

Er ekki nóg komið af snjó í vetur?

4/12/07 22:01

Álfelgur

[Lítur út um gluggann] Það er enginn snjór!

31/10/07 02:02

Vladimir Fuckov

[Lítur út um gluggann og fær deja vu tilfinningu]

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.