— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 1/11/03
Útrás

Í stað þess að fá útrás á ykkur kæru vinir, ákvað ég að fá það í þessu félagsriti.

Nú ætla ég að gagnrýna ýmsa hluti sem fara í taugarnar á mér og lýsa yfir hatri mínu.

Ég hata jólaljós í október
Ég hata jólalög í nóvember
Ég hata fólk sem frussar á mig þegar það talar
Ég hata fólk sem fær þráhyggju fyrir mér
Ég hata hunda og kattarhár sem telja sig eiga bústað á fötunum mínum
Ég hata eigingjarna olíufursta og aðra stórkarla sem stela pening af saklausu fólki bara til að bæta við milljarðana sína
Ég hata ælupest
Ég hata lykkjufall
Ég hata karlmenn sem telja rassinn á mér almenningseign
Ég hata raðir óhappa
Ég hata gelgjur og FM hnakka
Ég hata óréttláta fordóma (þó svo að ég geri mér grein fyrir því að enginn er algjörlega fullkomlega fordómalaus)
Ég hata fólk sem ryðst fram fyrir mann í röðum
Ég hata hvað allt gott er fitandi
Ég hata fólk sem finnst gaman að pirra mig
..og.. ég hata umfram allt hatur.

Takk fyrir mig.
Útrás lokið.

   (79 af 83)  
1/11/03 08:01

Tannsi

Hvað finnst þér um tannlækna?

1/11/03 08:01

Tigra

Þeir eru bara allt í lagi.. aldrei lent illa út úr þeim.

1/11/03 08:01

Tigra

Þeir eru bara allt í lagi.. aldrei lent illa út úr þeim.

1/11/03 08:01

Júlía

Ó, loksins einhver sem skilur mig! Ég HATA nefnilega líka jólaljós í október (og reyndar líka nóvember, ef aðventan er ekki byrjuð), jólaauglýsingar og jólalög (nema í desember). Verst af öllu eru þó fíflin sem setja aðventuljós út í glugga í október. Já, ég er að tala við þig, fokkings fífl, sem býr við hliðina á mér!! Mig langar mest að kasta múrsteini í gluggan hjá þér, HÁLVITI!!!
AÐVENTUljós eiga að vera uppi á AÐVENTUNNI! (Æ, nú er blóðþrýstingurinn rokinn upp úr öllu valdi)

1/11/03 08:01

Skabbi skrumari

Ég elska að lesa þessa gagnrýni

1/11/03 08:01

Urmull_Ergis

-Það er gott að elska.

1/11/03 08:01

Finngálkn

Var einhver fjölþreyfinn að leyta á þig andlega og líkamlega?

1/11/03 08:02

Finngálkn

En þér eruð sjálf gelgja og fm-hnakki, pakki, bakki með snakki, sprellinn er í hakki, þótt ég lakki ógeðið áður en hún það smakki!!! Og svo mætti lengi telja.

1/11/03 08:02

Finngálkn

Ég er fmlífstíls-stuðningsmaður, hatarðu mig? Þótt ég sé með aflitað hár og gangi stundum í buffalóskóm og hlusti á RNB er ég þá sjálfkrafa fífl?

1/11/03 08:02

Finngálkn

Annars var ég að rista mér brauð - það var vont. Var líka keyrt yfir mig í fyrragær - það var líka vont.

1/11/03 08:02

Finngálkn

Hvað? - Ég er líka lesblindur - hatarðu mig útaf því? Það að fjölskylda mín hafi afneytað mér fer líklega einnig illa í þig! Fröken Þráhyggja.

1/11/03 08:02

Finngálkn

Fyrirgefðu en hinir þrír persónuleikar mínir tóku aftur völdin. Það sem ég ætlaði að segja þér til þess að lina kvalir þínar er að ég þjáist líka af þvagleka og þunglyndi, svo bara GO GIRL!

1/11/03 08:02

Hóras

Það var einu sinni útvarpsstöð sem hét Útrás

1/11/03 08:02

Tannsi

Sendi hún ekki úr kjallaranum á sundlaugarhúsi?

1/11/03 08:02

Finngálkn

Jú gott ef ekki, mig minnir það.

1/11/03 08:02

Tigra

Finngálkn:

Ég er fmlífstíls-stuðningsmaður, hatarðu mig? Þótt ég sé með aflitað hár og gangi stundum í buffalóskóm og hlusti á RNB er ég þá sjálfkrafa fífl

Elsku karlinn minn.. Já.

1/11/03 08:02

Tigra

Eins og ég sagði þá hafa allir einhverja fordóma.

1/11/03 08:02

Finngálkn

Sjúgðu þá þetta, druslan þín! Nei, nei ég hlusta á rás 2 og er rokkari, er ég þá kúl? Eða eins og fallna mikilmennið orti hér um árið: Me kúl, - fukk skúl...

1/11/03 08:02

Rýtinga Ræningjadóttir

úúú, mér finnst gaman að lesa gagnrýni annarra. Góð gagnrýni, þó mættir þú breyta 'fordómar' í 'órettlátir fordómar'. Þannig er málið leyst og þú þarft ekkert ap afsaka þig.

1/11/03 08:02

Urmull_Ergis

-Þráhyggjur eru skemmtilegar, -gott mál.

1/11/03 08:02

Tigra

Já.. Nokkuð til í þessu hjá þér Rýtinga... ég hata óréttláta fordóma.. breyti þessu sem snöggvast

1/11/03 08:02

Tigra

Já.. Nokkuð til í þessu hjá þér Rýtinga... ég hata óréttláta fordóma.. breyti þessu sem snöggvast

1/11/03 09:00

EyjaSkjeggur

Glæsilegt, ég styð þetta félagsrit.

1/11/03 09:00

krumpa

Ok., er sammála þessu með jóladót fyrir aðventuna. Annars reyni ég að hata sem fæst - það er slæmt fyrir blóðþrýstinginn !
Funngálkn, minn kæri, ertu á túr ? Voða ertu að láta smáhlutina pirra þig...

1/11/03 09:00

Limbri

He he, ég hélt það mætti ekki spyrja að þessu.

-

1/11/03 09:00

Barbie

Nú bý ég á Húsavík tímabundið. Hér eru engin jólaljós, enginn að skreyta með aðventuljósum og bara almennt séð enginn að eyðileggja jólin. ,,Lágvöruverðs"-verslunin í bænum sér sig hins vegar knúna til að hafa smá jólaskraut frammi en horfi maður á kaffið/ávextina má alveg missa af því... Spurning um að hætta að versla hjá þeim sem skreyta of snemma? Hvað er þetta annars með IKEA, ætla þeir næst að skreyta í ágúst?? Annars gott að sjá að þú hatar sömu hluti og ég.

1/11/03 10:01

Klaus Kinski

Það var einu sinni hljómsveit sem hét Útrás.

1/11/03 12:02

Tigra

Já og hún átti eitt lag sem heitir "Förum alla leið" ef ég man rétt

2/11/05 01:01

Hvæsi

[Laumast aftanað Tigru og botnar FM 957]

Skál.
[Leggst niður og sofnar]

3/12/06 03:00

krossgata

[Böar Hvæsa...... aftur]
BÖÖÖÖÖÖ

3/12/06 09:02

krossgata

[Slekkur á FM 957 og botnar Marilyn Manson]
Hvað er fólk að stofna þræði og sinna þeim ekki? Ég botna ekkert í þessu.

4/12/06 02:00

krossgata

Til hamingju með rafmælið Tigra mín!
[Klórar Tigru bak við eyrun]

1/11/06 06:02

Tigra

Takk með rafmælið. (4)

1/11/06 08:00

krossgata

Fannstu fleiri en fjóra?

1/11/06 11:00

Hvæsi

<Læðist inn>

Nohh, er ég bara einn með stelpunum ?

<Setur brilljantín í hárið og úðar á sig Old Spice>

Hvort eruð þið hrifnari af Old Spice eða Tabac ?

1/11/06 16:00

krossgata

Nei sko! Fann Hvæsi þráðinn sem hann var búinn að týna.

1/11/06 18:00

Hvæsi

Kanski...
Og kanski rétti mér einhver kort af staðnum.
<Fer úr öllum fötunum og kúrir sig undir sæng>

2/11/06 02:01

krossgata

Er þetta innrás í útrásinni?

1/12/07 15:02

Hvæsi

<Kíkir undan sænginni>
Já, og ?
Hvað ertu að tala um ? Ég er orðinn alveg ruglaður.
Er ég kanski fullur ? Æj, ég veit það ekki.

2/12/07 02:01

Tigra

Ertu nakinn á félagsritinu mínu?!

3/12/07 09:00

krossgata

Má það?

4/12/07 22:01

Álfelgur

Hæ!

6/12/09 10:01

Hvæsi

Ég er ber að neðan !

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.