— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/03
Hugleiðingar um hjartað

Öll höfum við hjarta... tjah.. allavega svona vel flestir. En hver er ástæðan fyrir því að þetta einstaka líffæri sé kennt við tilfinningar á borð við ástina?
Þetta er jú bara líffæri eins og mörg önnur sem við höfum í líkamanum.. afhverju þetta? Afhverju ekki lifrin eða gallblaðran? Jafnvel lungun, þá hefðum við tvö.
Ég er búin að brjóta heilann mikið um þetta og komist að niðurstöðu. Yfirleitt þegar við finnum til mikilla tilfinninga, t.d.ást, ástarsorg, spennu eða afbrýðissemi, þá fær maður einhverskonar tilfinningu fyrir miðju brjóstinu. Þar sem að hjartað hefur eft verið titlað að eigi þennan stað, þá tel ég það líklegast að fólk hafi verið sannfært um að þessar tilfinningar hlytu þá að búa í hjartanu. Til að undirstrika það þá slær hjartað oft hraðar þegar maður er að eiga við vissar tilfinningar, en það var auðvitað ekki tengt við efnaskipti í líkamanum, heldur notað til undirstrikunar á því að tilfinningar búi í hjartanu.
En þá leiðir hugsun mín að öðru. Hvaðan kemur þessi svokallaða hjartalögun? Hjartað er enganvegin hjartalaga. Þetta á engan fót fyrir sér. Kassi er kassalaga ekki satt? Afhverju í ósköpunum er hjartalögunin afskræmd svona?
Eftir því sem ég best veit, lítur hjarta um það bil

svona út.
Þetta er ekki hjartalaga. Í raun er hið týpíska hjartalag afskaplega undarlegt. Ég myndi ekki vilja hafa eitthvað svona oddhvasst innan í mér. Þetta myndi stingast ofan í maga eða eitthvað.
En já.. ég er hætt þessu þvaðri . Best að koma sér í föt og drulla sér út.

   (80 af 83)  
1/11/03 06:02

bauv

Hjartað er semsagt lítið x sem sekkur í magann góðar pælingar.

1/11/03 06:02

B. Ewing

Ég tel að þarna hafi orðið afar leiðinlegur misskilningur á ferð þegar farið var að bendla ást og fleira við hjartað.

Þetta er auðvitað vélindað sem veldur þessum tilfinningum í miðju brjóstinu. Staðsett þara rétt fyrir aftan, lætur lítið fyrir sér fara og þá gerist bara svona lagað.

1/11/03 06:02

Vímus

Hjartanlega sammála þér Tigra. Mínar tilfinningar má allar að finna í ákveðnu líffæri sem við karlmenn höfum fram yfir konur. Þá er það spurning með konurnar. Reyndar hefur mér alltaf þótt þær mun kaldari og grimmari, tilfinningalega séð. Þetta er staðreynd í öllu dýraríkinu. Kóngurló étur karlinn eftir mökun. Læður ljóna og tigrisdýra eru grimmari en karldýrið. Að vísu tel ég það vera sprottið af eðlislægri þörf þeirra að vernda afkvæmin. Á meðan fylgir karlinn þeim tilfinningum sem þessi ákveðni líkamspartur sendir til heilans.

1/11/03 07:01

Tigra

Já, Vímus, en það fer vitanlega eftir því hvað þú meinar með tilfinningar. Kvendýrin hafa miklu meiri "ást" í sér þegar viðkemur, einmitt eins og þú segir, afkvæmum þeirra. Á því sviði eru tilfinningar þeirra meðfæddar. Margir karlar í dýraríkinu eiga það meira að segja til að éta afkvæmi sín, en það er í flestum tilfellum til þess að þeir geti makað sig aftur... svo að það eiginlega undirstrikar orð þín.

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.