— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Tigra
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/03
Stolt karlmanna

Nú langar mig að spurja ykkur karlmenn baggalúts, og jafnvel kvenmenn sem hafa meiri skilning á málinu en ég.....
Hvað er málið með stolt karlmanna?
Afhverju má ekki gefa sveltandi karlmanni að éta? Hversvegna er stoltið svo gríðarlegt að hann vill frekar svelta en að þiggja ölmusu, já ég tala nú ekki um ef að ölmusan kemur frá kvenmanni.

Er þetta einhver þörf fyrir að vera sterkari aðilinn og þurfa ekki að beygja sig undir góðgerðir kvenkynsins eða er þetta bara hrein og bein þrjóska?

Endilega látið í ykkur heyra.. ég er forvitin.

   (82 af 83)  
1/11/03 03:02

Skabbi skrumari

Þú mátt endilega elda ofan í mig tigra mín, því sjaldan hef ég nefnilega flotinu neitað...

1/11/03 04:00

Tigra

Ég skal gera það karlinn minn, við tækifæri.
Fyrir utan þá staðreynd að tígrisdýr elda sjaldnast matinn sinn, þá skal ég samt sem áðu reyna.

1/11/03 04:00

Vladimir Fuckov

Eigi könnumst vér við það sem lýst er í dagbókarbroti þessu, þ.e.a.s. ef vér skiljum rétt við hvað er átt.

1/11/03 04:00

Urmull_Ergis

-Ég skil þetta, en ég get ekki útskýrt það, þetta er mögulega samofið þörfinni fyrir að standa á eigin löppum.

1/11/03 04:00

Tigra

Ég skal gera það karlinn minn, við tækifæri.
Fyrir utan þá staðreynd að tígrisdýr elda sjaldnast matinn sinn, þá skal ég samt sem áðu reyna.

1/11/03 04:00

Tigra

Jahérna.. þetta átti ekki að koma tvisvar..
En já Urmull_Ergis það gæti verið e-ð svoleiðis.. en mér finnst samt sem áður mönnum vera verr við að kvenfólk hjálpi þeim heldur en karlar.

1/11/03 04:00

Barbapabbi

Vér hyggjum að þetta eigi sér dýpri rætur en jafnvel almen skynsemi í nútímaskilningi. Þetta varðar eðli og uppruna mannkindarinnar. Eins mætti inna eftir því hví konum þyki laglegri menn sem eru hreistilegir en þeir er hoknir og pervisnir eru á að líta - svarið er jú það að hinn hreistilegi með óinnfallna brjóstkassann var líklegri til að vera betri skaffari. Þess vegna var hann fremur forðum álitinn meiri maður (og oft enn í dag), betri kostur, þ.e.a.s. líklegri til að koma erfðaefni konunnar áfram. Enn eimir eftir af þessu í eðli mannsins og nokkuð freklega, ef hann þarf að þyggja, þá upplifir hann sig ekki mikinn skaffara og eðlið segir honum (andstætt öllum jafnréttissjónarmiðum og flestum nútímaviðmiðum) að hann sé ekki almennilegt karlmenni. Þannig er nú það - þetta er s.s. djúpt í eðlinu að ég held.

1/11/03 04:00

Limbri

Lausnin er að gabba manninn til að halda að hann hafi á einhvern hátt útvegaðs ölmusina. Þeas að hún sé einhverskonar laun fyrir vel unnið starf. Sveltandi karlmaður gæti tildæmis verið fengin til að skipta um ljósaperu. Eftir það þiggur hann dýrindis máltíð sem laun fyrir dugnað sinn á sviði rafvirkjunnar. Sama leik er hægt að leika með bílaviðhald, negla nagla í vegg eða bara að láta lyfta einhverju þungu. Láttu karlinn halda að hann hafi svo sannarlega unnið fyrir matnum.

-

1/11/03 04:00

hundinginn

Viltu ekki henda í mig beinunum, þegar þú ert búin að naga tígra mín.

1/11/03 04:00

Coca Cola

neineinei, þið eruð alveg að rugla. Málið er það að eðli manneskjunnar byggir á hjarðarfyrirkomulagi með ráðandi karldýri. Ráðandi karlinn eignar sér allar apakellingarnar og ef þær fara að sína öðrum öpum vinarhót þá er honum að mæta. Þetta vita hinir aparnir og þiggja því ekki mat frá apakellingum sem þeir eiga ekki af eðlislægum ótta við að vera lamdir í hlaup.

1/11/03 04:00

Frelsishetjan

Ég leyfi mínu stolti að ganga kvennsa á milli. Ég sé ekkert hvað matur kemur þessu við...

1/11/03 04:00

feministi

Það er mín trú og reynsla að þeir sem láta ofurstolt sitt fara út í öfgar, skorti vilja og þor til að líta á aðra menn og ekki síst konur sem jafningja.

1/11/03 04:00

Nafni

Þetta snertir held ég stöðu einstaklingsins í goggunar röðinni og hvernig sá einstaklingur sem "þiggur" gerir ráð fyrir að sá sem "gefur" höndli "valdið" sem fórninni fylgir. Traust er lykilorðið í þessu sambandi eins og í farsælum mannlegum samskiptum öllum. Hvort grynnra sé á þessu trausti milli safnara og veiðimanna er ekki gott segja það er þó ekki ósennilegt.

1/11/03 04:01

Tigra

Jahérna.. þetta átti ekki að koma tvisvar..
En já Urmull_Ergis það gæti verið e-ð svoleiðis.. en mér finnst samt sem áður mönnum vera verr við að kvenfólk hjálpi þeim heldur en karlar.

1/11/03 04:01

Þarfagreinir

Þetta er fyrir utan minn reynsluheim. Ég þigg persónulega mjög fúslega ýmiss konar aðstoð frá einstaklingum af báðum kynum. Svo reyni ég auðvitað að veita aðstoð sjálfur eftir megni.
En nú er ég auðvitað sérstaklega meir og mjúkur maður og uppalinn í ströngum feminisma, þannig að ég er kannski ekki dæmigert karlmenni ...

1/11/03 04:01

Tigra

Já.. ég ætla að prófa að gera eins og Limbri segir.. gabba hann í að halda að hann hafi unnið fyrir mat sínum

1/11/03 04:01

Órækja

Annar möguleiki er að passa uppá að matarboðið komi alls ekki fram sem einhverskonar ölmusa, heldur bara matarboð matarins vegna. Fáir karlmenn slá hendinni á móti góðum mat, en við þurfum enga hjálp fjandinn hafi það!

1/11/03 04:01

Hakuchi

Ég tek við mati frá kvennmanni hvaða dag sem er. Verst að það eru ekki margir kvenmenn að bjóða manni mat. Því miður.

9/12/06 07:01

Hvæsi

<Ljómar upp>

Laumupúkaþráður settur !

<Sest niður og bíður eftir næsta manni>

9/12/06 12:00

Útvarpsstjóri

Má laumast hér?

10/12/06 02:02

krossgata

Það er prýðilegt að laumast á rafmælum.

1/11/06 06:02

Tigra

Annar laumupúkaþráður á mínu félagsriti!
[Sópar og gerir fínt]

1/11/06 08:00

krossgata

Geysilega er nú huggulegt hérna.

1/11/06 15:00

Tigra

Jáh. Svo er þetta náttúrulega líka flott nafn á laumupúkaþræði.

1/11/06 16:00

krossgata

Já, alls ekki svo slæmt. [Pússar fyrirsögnina]

3/12/07 09:00

krossgata

Allt í góðu?

4/12/07 22:01

Álfelgur

Fína hjá mér sko...

1/11/07 09:01

Tigra

Söp.

3/12/14 09:02

Vladimir Fuckov

Skál fyrir laumupúkum Gestapósins ! [Skálar í tilefni af hátíðardegi laumupúka, 9. mars]

Tigra:
  • Fæðing hér: 26/9/03 14:44
  • Síðast á ferli: 8/7/15 13:56
  • Innlegg: 11354
Eðli:
Ég er nú bara saklaus kisa... ekki mjög hættulegur tígur hér á ferð, nema þið reitið mig til reiði auðvitað.Ég hef enn minn kjaft og mínar klær.. þó svo að ég noti þær sjaldnar en flestir af mínum kynstofni. Á íslandi sjáiði til er erfitt að vera smyglað tígrisdýr og þessvegna þarf ég að láta lítið fyrir mér fara.
Fræðasvið:
Ormalífeðlisfræðingur og formaður Grasormafélags Íslands, talsmaður fyrir tígrisdýr á Íslandi, framúrskarandi í Færeyingarannsóknum.
Æviágrip:
Þið þurfið að ferðast alla leið til Rússlands ef þið viljið finna heimaslóðir mínar. Ég er nefnilega Síberíu tígur (nei síberíutígrar eru ekki hvítir, hvít tígrisdýr eru í einstaka tilfellum albínóar (þá án randa) en hvíti liturinn á hinum eiginlega hvíta tígri stafar af genaerfðum í Bengaltígrum)Ég ólst þar upp í 5 hvolpa hópi og móðir okkar mjög ástrík en jafnframt ströng.Ung að aldri tók ég upp á því að ferðast og var því miður fönguð í Indlandi og send í dýragarð í Frakklandi.Þar barðist ég fyrir frelsi mínu í 2 ár og slapp að lokum og gerði allt vitlaust í dýragarðinum. Ég flúði land og laumaðist til Bretlands og þaðan í skip sem var að flytja ýmsar kjötvörur til Bandaríkjanna (heppin ég). Ég lifði sældarlífi á leiðinni en það gekk mikið á þegar skipverjar uppgötvuðu mig. Þeir flúðu skipið af skelfingu en ég rak áfram og strandaði á Íslandi þar sem ég hef lifað góðu lífi síðan.Íslendingar eru gott fólk... ekki of saltir.