— GESTAPÓ —
Villimey Kalebsdóttir
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/09
Þá er komið að því.

Gleði.

Árshátíðin verður haldin þann 20 nóvember næstkomandi.
Hún verður haldin á lítilli sveitakrá. (sömu gömlu)
Það hefur verið pöntuð rúta og Búbbinn ætlar að vera ljúfmenni og ferja okkur milli staða.
Þarfagreinir ætlar að vera sjéntilmaður og bjóða gestum til sín fyrir hátíðina.
Texi bíður upp á þema kvöldsins.

Snið árshátíðar verður með svipuðu (ef ekki bara alveg nákvæmlega eins) móti og fyrri ár.
Þið fáið 3 áfengismiða þegar þið komið á staðinn. Það kostar ykkur 2500 krónur.
Ef þið óskið eftir því að taka rútuna bætist við rútugjald. Ég er bara að bíða eftir því heyra í B.Ewing í síðasta sinn til að fá verðið þar.
(en ætla má að lokatalan verði um 3500 krónur fyrir áfengi og rútu, Kannski 3600)

Nú, ef viðkomandi er ólétt kona og ætlar þar af leiðandi ekki að neyta áfengis, þá þarf hún bara að borga sig inná staðinn. Það kostar litlar 500 krónur.

Síðan er árshátíðarnefnd búin að koma sér saman um nokkur verðlaun sem verða afhent.

Ef það er einhver sem þarf að láta sækja sig á einhverja sérstaka staði þá þarf að láta mig vita sem fyrst!
Það má ennþá skrá sig á árshátíð. Nóg er plássið. En ef þið ætlið að nota rútuna, gera það sem fyrst.

Fyrir þá sem ekki taka rútuna, þá er ágætt að vera mætt/ur um níuleitið.

Kv. Árshátíðarnefndin.

   (2 af 25)  
1/11/09 16:02

Upprifinn

Ef einhver er í vafa um það hvort viðkomandi eigi að mæta, þá tilkynnist það hér með opinberlega að ég ætla að mæta þannig að ykkur ætti að vera óhætt að mæta líka.
Ég vil einnig minna gestapíur á viðeigandi klæðnað.

1/11/09 16:02

Regína

Ég hlakka til að hitta þig Upprifinn, og viðeigandi klæðnaður er þá hneppt upp í háls, er ekki svo?

1/11/09 17:00

Hvæsi

Ég reikna nú ekki með að koma.
Annars verð ég að keyra um á laugardag, ef ég kíki við í 10 min, verð ég rukkaður um aðgangseyri ?

1/11/09 17:00

Texi Everto

Ég ætla að mæta, bæði á árshátíðina og á Þarfaþingið! En ég þarf ekki pláss í rútunni, því að Blesi minn ætlar að sjá um að flytja mig á milli staða!
Jííhaaa!

1/11/09 17:00

Galdrameistarinn

Rúta já?
Sækja mig á Jarnebanegade 10, 7700 Thisted DK.

1/11/09 17:00

hlewagastiR

Galdri: Samnorræna stoppistöðin er í Tromsø. Þú verður að labba þangað fyrst.

1/11/09 17:01

Litla Laufblaðið

Hvæsi, þú dulbýrð þig bara sem ólétta konu. Ég ætla að gera það.

1/11/09 17:01

Grágrímur

Fer rútan ekki bara á undan manni þó maður sé kominn á réttum tíma?

Það er mín reynsla allavega.

[Glottir eins og fífl]

1/11/09 17:01

Sannleikurinn

Vegni ykkur öllum sem best og megi gæfan blasa við ykkur og hamingja og velgengni á öllum sviðum það sem af er árinu og á árshátíðinni.

1/11/09 17:01

Ísdrottningin

Verður nýliðabann á árshátíðinni?
Ef svo er þá gæti ég hugleitt mætingu...

1/11/09 17:01

Villimey Kalebsdóttir

Held það verði bara einn "nýliði". Og hún er búin að vera skrifandi í ár. Þannig ég veit nú ekki hvort hún teljist nýliði.

1/11/09 17:01

Goggurinn

Texi, tjóðraðu bara Blesa við rútuna og komdu með! Hann hlýtur að ná að hlaupa jafnhratt og ein skitin rúta!

1/11/09 17:01

Hvæsi

Hahahahaaha
Þessi mynd er enn í huga mér.
Grágrímur hlaupandi á eftir rútunni fyrir hvað 3-4 árum ?

1/11/09 17:01

Grágrímur

3 ár... verður og alltaf fyndnara með hverju árinu...

1/11/09 17:02

Upprifinn

Regína! Þú veist vel hvað ég meina.

1/11/09 18:00

Arne Treholt

Er ekki hægt að fresta hátíðinni um eitt ár? Þá kæmist ég örugglega.

1/11/09 18:01

B. Ewing

Rútusætið verður á þúsundkall báðar leiðir.
Staðfestið í síðasta lagi í kvöld, eða eldsnemma í fyrramálið !
Ekki er hægt að tryggja þeim sæti sem vilja rútufar eftir þann tíma.

1/11/09 18:01

Þarfagreinir

Þrjú ár já - djöfull er þetta fljótt að líða.

1/11/09 18:01

Vladimir Fuckov

Ætli hann sje kannski enn að elta rútuna ?

1/11/09 18:02

Línbergur Leiðólfsson

Og þarfaþingið hefst klukkan hvað?
Það er nauðsynlegt fyrir okkur úti-á-landi-liðið að fá að vita þetta til að við getum gert ferðaáætlun.

1/11/09 18:02

Þarfagreinir

Ah já. Ég er reyndar ekki kominn með rútuplanið í hendur, en ég held það sé alveg óhætt að láta þingið hefjast svona um 18.

1/11/09 18:02

B. Ewing

Rútuplanið er í smíðum... [slekkur á fræsaranum] ...og verður annað hvort opinbert eða háleynilegt. Það fer eftir því hvort fólk svarar póstinum sínum samviskusamlega eða ekki...

1/11/09 18:02

Sundlaugur Vatne

[Hrökklast aftur á bak og hrasar við] Verður haft áfengi um hönd? Á þetta ekki að vera bindindismót?

1/11/09 18:02

Vladimir Fuckov

Eina mögulega skýringin er að áfengismiðar þessir hafi verið gerðir upptækir í því skyni að forða einhverjum frá áfengisdrykkju. Miðana má síðan t.d. nýta í skreytingar á árshátíðinni.

1/11/09 18:02

Sundlaugur Vatne

Það lízt mér vel á. Það er betra að nota pappírinn í músastiga en áfengismiða.

1/11/09 19:00

Villimey Kalebsdóttir

Við erum að reyna að drekka allt áfengið svo að börnin drekki það ekki.

þetta er bara björgunarátak.

1/11/09 19:00

Sundlaugur Vatne

Ahh... það er ýmislegt á sig leggjandi.

1/11/09 19:00

Ísdrottningin

Upprifinn, ég fékk engann minnismiða. Hver er viðeigandi klæðnaður gestapía?
Svona ef ég skyldi þora að líta við...

1/11/09 19:01

Hvæsi

Viðeigandi klæðnað er auðvelt að finna.
Það eru 2 meiginreglur varðandi klæðnaðinn.
STUTT & FLEGIÐ !

1/11/09 19:01

Ísdrottningin

Stutt og flegið, ég fer létt með það.

Ég var nú einhvern tíman búin að tilkynna að ég kæmi ekki aftur á árshátíð nema að ég yrði heiðruð fyrir að finna upp skálina góðu sem notuð er þegar gestapóar skála í blút.
Þannig að það er spurning hvort ég á að brjóta odd af oflæti mínu að þessu sinni?

1/11/09 19:01

Heimskautafroskur

Æi, nú er fiðringurinn að gera mann galinn. Mikið djöfull vildi ég að ég væri að fara á árshátíð á morgun. Sem er eiginlega óvinnandi vegur.
En... ef svo ólíklega fer að ég ráði ekki við mig annað kvöld, væri mjög dónalegt að mæta bara á staðinn svona upp úr þurru? Eða jafnvel fá að stökkva um borð í prjónandi rútuna einhvers staðar?

1/11/09 19:01

Upprifinn

Komdu bara á árshátíð. Mér er sama hvort þú kemur með prjónandi rútu/langferðabifreið eða bara aftan á hjá Texa.

1/11/09 19:01

Hvæsi

Mín kæra ísdrottning, á krepputímum telst það sjálfsagt að hver og einn brjóti lítinn odd af sínu oflæti.
Því efast ég ekki um að þú farir létt með að leggja stóra skálamálið
til hliðar svona rétt yfir árshátíð.

1/11/09 19:01

Grágrímur

Ég óska öllum góðrar skemmtunar og vona að ég komi næst.

1/11/09 19:01

Ísdrottningin

Hvæsi minn, þá er svo best að ég skelli mér í stutt og flegið og komi og gleðjist í góðra vina hópi.

1/11/09 19:01

Tigra

Víí!

1/11/09 19:02

Sundlaugur Vatne

Hvernig var það annars, var búið að ákveða eitthvurt "þema"?

1/11/09 19:02

Villimey Kalebsdóttir

Texaþema! Betur þekkt sem kúrekaþema!

1/11/09 21:00

Ísdrottningin

Mér finnst nú frekar sorglegt hvæsi minn að þú skulir ekki hafa látið sjá þig.

1/11/09 21:00

Villimey Kalebsdóttir

æj já mér líka.

1/11/09 21:00

Hvæsi

Ég var þarna í stutta stund, sat við barinn og drakk kók.
Þekkti engin andlit og fór aftur.

1/11/09 21:00

Ísdrottningin

Ég sat uppi á lofti í stuttu og flegnu og beið eftir þér Hvæsi minn

1/11/09 21:01

Regína

Ég sá engan drekka kók við barinn, ég held þú sért að skrökva Hvæsi.

1/11/09 21:01

Hvæsi

Já ég var að skrökva.
Ég var fastur á gömlu og kunnuglegu horni allt gærkvöld.

Villimey Kalebsdóttir:
  • Fæðing hér: 31/8/08 22:59
  • Síðast á ferli: 26/10/16 22:05
  • Innlegg: 8300
Æviágrip:
Er af ætt Ísfólksins. Pínulítið göldrótt.