— GESTAPÓ —
Villimey Kalebsdóttir
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/08
Brjóstahaldarar!

Í dag fór ég í nokkrar búðir að leita að góðum brjóstahaldara.

Brjóstahaldarar eru einstaklega skemmtilegt fyrirbæri. Þeir eru til í fáranlega mörgum stærðum, gerðum, litum og sniðum en þrátt fyrir það, þá finn ég aldrei til brjóstahaldara í minni stærð. Þeir haldarar sem ég á, hef ég keypt í útlandinu.
La Senza t.d. á ekki stærðir sem passa á mig, en stærsta stærðin þeirra er 38FF (og þau fá þá stærð samt eiginlega aldrei senda). En, þau selja samt frekar litlar stærðir.

Ég hefði svo viljað kaupa mér.. þann skærbleikasta brjóstahaldara sem ég hef á ævi minni séð en nei.. Þá eru þessir örfáu haldarar sem ég passa í eru í svo hræðilega ljótu sniði að það er varla hægt að ganga í þessu!.... ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

En, sniðið er þannig að brjóstin eru klesst niður og í sitthvora áttina. Þá erum þau bara komin undir handakrikana og þvælast fyrir. Þannig að þá höfum við skerta hreyfigetu. Þannig þetta snið er augljóslega hannað af karlmanni. Þess má geta að í þessir illa gerðu brjóstahaldarar skemma líka brjóstaskoruna alveg og gera brjóstin asnaleg í laginu.
Hvar eru bara venjulegir brjóstahaldarar ? Sem hafa brjóstin bara falleg og eðlileg.

Gera búðareigendur sér ekki grein fyrir því að það eru til kvenmenn sem eru ekki bara í B eða C.. já eða D..

Svo bara verð ég að bæta því við.. að ég veit fátt sniðugra en brjóstahaldara með einhverju sem virkar eins og .. Royal búðingur inní.

Brjóstunum okkar verður að líða vel og vera í fallegum skálum.

Takk, knús og bless. ‹Flassar skorunni›

   (11 af 25)  
4/12/08 06:02

Litla Laufblaðið

Ég finn aldrei neina fallega í réttri stærð. Á reyndar einn afskaplega flottan ..en strákar virðast ekki fílann. Rífa mig alltaf úr honum um leið og við komum heim. [Dæsir]

4/12/08 06:02

Villimey Kalebsdóttir

Já, það er nú undarleg hegðun. [Hrökklast afturábak og hrasar við]

4/12/08 06:02

albin

Hahhh... mér finnast greinilega allir haldarar þá ljótir. [Glottir hæð sína]

4/12/08 06:02

hlewagastiR

Tvíburahúfa!

4/12/08 06:02

Galdrameistarinn

Ég vil bara lítil brjóst og enga haldara.

4/12/08 06:02

Offari

Þú talar í svo ruglingslegum tölum sem ég skil ekki geturuð ekki bara sagt mér hvort þú ert með stór eða lítil brjóst. Þar að auki finnst mér kvennfólk alltaf fallegra án brjóstahaldara.

4/12/08 06:02

Vladimir Fuckov

Miðað við það sem fram er komið í athugasemdum hjer fyrir ofan gæti hugsanlega verið mjög erfitt að finna karlkyns Gestapóa sem ekki finnast allir brjóstahaldarar ljótir og/eða óæskilegir. Þetta er þó ekki alveg öruggt sökum lítillar stærðar á úrtaki. Væri því e.t.v. ráð fyrir sem flestar Gestapíur að hefja þegar í stað umfangsmiklar rannsóknir til að finna út hvort þetta er rjett [Glottir eins og fífl].

4/12/08 06:02

Galdrameistarinn

Vladimir.
Er þetta þín aðferð til að biðja um stripp?
[Glottir kvikindislega]

4/12/08 06:02

Kveifarás

Það er ekki það að brjósthaldarar séu ljótir, heldur finnst manni oft sem að þeir geymi eitthvað spennandi. Þar með er komin ástæða tæta þá af ykkur um leið. Þó svo að oft er alveg í lagi leyfa þeim að halda hita á mjólkurílátunum á meðan aðrar æfingar eru framkvæmdar.
Bottom lææn: Það eru ekki höldin sem menn vilja, heldur brjóstin sem þau hylja.![Brosir út að eyrum]

4/12/08 06:02

Álfelgur

Ok, ég kaupi alltaf Valensia brjóstahaldara nú til dags. Til í öllum stærðum, reyndar bara svörtum og hvítum lit. Brjóstin á manni eru eðlileg í þeim en ekki eins og keilur eða perur eins og stundum getur gerst og þeir eru þykkir þannig að það sést ekki í geirvörturnar á manni í gegn.
Og til að gera þá ennþá meira aðlaðandi fyrir nýska þá kosta þeir bara 2000 kall og fást í öllum Hagkaupsbúðum.
Ég skil einfaldlega ekki hvers vegna aðrar brjóstahaldarategundir seljast ennþá.

4/12/08 06:02

Texi Everto

Ég kaupi "hattana" mína alltaf í La Sensa, stærð 40g (g fyrir gallon)

4/12/08 06:02

Regína

Ég átti lengi vel í vandræðum með að finna rétta stærð, en en svo náði ég upp í B. Annars finnst mér þetta óþægilegar flíkur.

4/12/08 06:02

Dula

Ég er nú bara B og passa samt ekki í neitt [öskar hæð sína]

4/12/08 06:02

Upprifinn

Ég er ekki viss um að ég ætti að tjá mig hér.

4/12/08 07:00

Texi Everto

Jú upprifinn, sýndu þinn innri mann. Íííííííhaaaa!

4/12/08 07:00

blóðugt

Í búðinni Misty á laugarvegi eru yndislegar konur sem hjálpa manni að finna haldara í réttri stærð og með réttu sniði (maður er sko mældur!) og þær kenna líka hvernig á að stilla hann svo hann passi best. Og bílív jú mí... þær eiga stórar skálastærðir!
Soffía hjá undirföt.is á líka stundum flotta, en ég myndi reyna að komast á kynningu frekar en að kaupa af vefsíðunni.

En Misty, ofarlega á Laugarvegi, er búð minna drauma!!! (Fer aldrei út með færri en þrjá!).

Hjá konum sem þurfa stærra en C þá er þetta ENDALAUST vandamál, og ég var nákvæmlega eins og þú! Alltaf svekkt yfir því hvað allt var ljótt og passaði illa. Þar til ég fann Misty...

4/12/08 07:00

B. Ewing

Af hverju veit ég þetta ?

Ertu búin að far í HB búðina í Strangötu Hafnarfirði ?

4/12/08 07:00

Kveifarás

B.Ewing, þetta er eitthvað sem er gott að vita.´Við erum að tala um aðaláhugamál manna og kvenna frá fæðingu.
Ég gæti alla vega ekki verið með júllur, ég væri bara alltaf káfandi á mér.

4/12/08 07:01

Dexxa

Ég er nú með frekar lítil, jah, eiginlega bara mjög lítil, en samt gengur A ekki, er oftast í 70-75B en flest snið passa mér ekki.. ég hef reyndar tekið uppá því að breyta haldaranum svo hann passi, kannski er ég bara svona asnaleg í laginu.. svo það er ekki bara vandamál að finna haldara þegar um stórar stærðir eru að ræða..

4/12/08 07:01

Texi Everto

Hún Skjalda mín er með svo stór júgur að ég þarf að hafa hana í haldara til að þau rifni hreinlega ekki af. En hinar ganga bara frjálsar og kvarta ekki. Skil ekki þessa baráttu ykkar við skaparann og hönnun hans.

4/12/08 07:01

Garbo

Það er leiðinda vesen að kaupa brjóstahaldara en ekki um annað að ræða. Bestu haldarana mína hef ég keypt í Isaellu á Akureyri. Þar er mikið úrval og góð þjónusta. Með stærðirnar veit ég ekki enda í einhverri meðal stærð en það getur þó verið erfitt að finna það sem manni líkar.

4/12/08 07:01

Dula

Kveifi, þú getur nú alveg káfað á þér þó þú sert bara í b skálum sko

4/12/08 07:01

Villimey Kalebsdóttir

Blóðugt ; nei ég hef aldrei prófað að fara í þessa búð, takk fyrir það.

Bjúing ;Ójá, ég hef sko heyrt um HB búðina. Fór þangað í gær einmitt og það eina sem þær áttu voru gasalega sætar Helló Kittý nærbuxur og margt fleira. En ekki brjóstahaldara í minni stærð. Bara eittthvað sem passar á minni brjóst en mín.. og síðan eitthvað sem er ætlað konum sem eru með brjóst niður á hné.
Það er enginn millivegur. [dæsir mæðulega]

4/12/08 07:01

Texi Everto

Stækkaðu þá (eða minnkaðu) á þér brjóstin kona og hættu þessu kvarti.

4/12/08 07:01

Regína

Ósköp eiga allir bágt hérna, nema Galdri. Hann er með næstum engin brjóst og notar ekki haldara, alveg eins og hann vill hafa það.

4/12/08 08:00

Dula

Ég fann gasalega góða í la senza í dag og þeir voru í F, alveg æðislegir

4/12/08 08:00

Kveifarás

F?!! já sæll.
Týndistu ekki í honum?

4/12/08 08:01

Texi Everto

Þau voru fljót að stækka á þér brjóstin Dula. Í fyrradag varstu með B og í gær varstu komin með F.

4/12/08 08:01

Regína

Hún hefur kannski meint að þeir væru til í F. A stærðinni er svo stillt út í gluggana, eða er ekki svo?

4/12/08 08:01

Dula

Ég hef alltaf haldið að brjóstastærð mín væri innan eðlilegra marka en í gær kom í ljós að áðurnefnd stærð B væri bara allsekki nóg fyrir júgrin á mér og ég var mæld F, ég hef aldrei vitað að það væri til F stærð !

4/12/08 08:01

Nornin

Enn og aftur.
HB búðin í Hafnarfirði. Það eina vitlega.

4/12/08 08:01

U K Kekkonen

Brjóstahaldarar, já mikið er nú gaman að klæða dömur úr svoleiðis flíkum.

4/12/08 08:02

Kargur

Haldinu kenna illar túttur.

4/12/08 08:02

Fitta

Naivt hjal um ekki neitt

4/12/08 08:02

Upprifinn

Vissulega Kekki er gaman að klæða þær úr slíkum flíkum þó að mér finnist brækurnar skemmtilegri ef út í það er farið.

4/12/08 10:00

krossgata

Ég tek undir með blóðugu, Misty er málið.

4/12/08 10:00

Jarmi

Ég tek undir hjá blóðugt.

4/12/08 10:00

U K Kekkonen

Þú mælir af visku, bróðir Upprifinn

4/12/08 10:01

Villimey Kalebsdóttir

Já, ég get kannski tjáð mig um brækur seinna.

4/12/08 13:01

Aulinn

Bara skella sér í ræktina þrisvar í viku og vittu til þú átt eftir að passa í minni brjóstarhaldara... [bölvar því að brjóstin minnka fyrst]

4/12/08 13:01

Aulinn

Já og bæðevei ég fór í brjóstamælingu um daginn og kellingin vildi meina að ég væri 70 E... þú ættir EKKI að fara til hennar, ég held að það finnist ekkert í Ö.

4/12/08 14:01

blóðugt

Piff, það eru til haldarar í öllum stærðum.

4/12/08 15:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

[Býður sig fram sem brjósta-haldara]

4/12/08 15:01

blóðugt

[Flissar]

4/12/08 15:01

Texi Everto

[Heldur í brjóst]

ÍÍÍÍÍHA!!

Villimey Kalebsdóttir:
  • Fæðing hér: 31/8/08 22:59
  • Síðast á ferli: 26/10/16 22:05
  • Innlegg: 8300
Æviágrip:
Er af ætt Ísfólksins. Pínulítið göldrótt.