— GESTAPÓ —
Villimey Kalebsdóttir
Heiðursgestur.
Dagbók - 2/12/08
Ég vil.. ég skal..

ég ætla!!!

Ég lá uppí rúmi í gærkvöldi og átti frekar erfitt með að sofna. Ég hugsaði heilmikið og hugur minn reikaði að því sem ég hef hugsað mikið um undanfarna daga. Mig langar að hætta að reykja. Þannig ég tók þá ákvörðun að sú sígaretta sem ég hafði reykt ca. korteri áður mundi verða mín síðasta.

Strax í morgun fór ég og keypti mér tvo poka af extra tyggjói og einn pakka af nikotíntyggjói. Ég er búin að smakka þetta nikótíntyggjó og það brennir á manni tunguna!

Mig langar svo í sígó núna. ‹Brestur í óstöðvandi grát›
En, ég ég get þetta alveg. Mig langar það svo. Ég ætla að hætta að reykja.

   (12 af 25)  
2/12/08 10:00

Regína

Já auðvitað. Þú þarft ekkert að reykja. Þér finnst það bara.

Þú getur verið án þeirra.

2/12/08 10:01

Texi Everto

Þú getur.

2/12/08 10:01

Hugfreður

Gvöð ég er svo feiginn að hafa aldrei byrjað á reglulegum reykingum. Fyrir utan einstaka sígó eða vindill með bjór stundum þegar ég dett almennilega í það þá einhvern veginn varð þetta aldrei að venju hjá mér.

2/12/08 10:01

Texi Everto

Hugfreður, þú keðjureykir !!

2/12/08 10:01

Ívar Sívertsen

Þú getur þetta og ekkert kjaftæði!

2/12/08 10:01

Litla Laufblaðið

Vei! Sígarettur eru óbjóður. Ég er súper stolt af þér!

2/12/08 10:01

Texi Everto

Uppgjafastelpa.

2/12/08 10:01

Upprifinn

Til hamingju, það er viljinn sem þarf.
kannski er aðferðinn ekki rétt en þá er bara að prófa þá næstu.
Ég var búinn að prófa þær margar áður en að mér tókst þetta á endanum.

2/12/08 10:01

Kiddi Finni

Áfram Villimey! Maður getur alveg verið án tóbaks.

2/12/08 10:01

krossgata

Ég hef heyrt þessu líkt við að vera eins og að missa góðan vin. Ég samhryggist og vona að þú eigir góða að í sorgarferlinu.

2/12/08 10:01

Hexia de Trix

Dugleg stelpa!

Amma Draumþrúður hætti að reykja fyrir skrilljón árum, á fyrsta reyklausa deginum. Þau voru tvö í vinnunni sem höfðu reyklausan dag... vinnufélagi ömmu var byrjaður að reykja strax daginn eftir en amma hefur ekki snert sígó í meira en þrjátíu (ehm, skrilljón) ár. Þetta hefst á þrjóskunni! (Tökum við svo kókið saman, eða...?) [Glottir]

2/12/08 10:01

Hvæsi

Iss þetta er ekkert mál.
Komið eitt ár hjá mér, eftir 15 ár af reyk.
Gerðu lista yfir kostinn og gallana, gerðu fjárhagsáætlun, leggðu fyrir ca 10-15 þús á mánuði og farðu í utanlandsferð næsta sumar, 2010 fyrir reykpeninginn.
Með þetta í vasanum er þetta ekkert mál !

2/12/08 10:01

Garbo

Þú getur þetta! Gangi þér vel.

2/12/08 10:01

Huxi

Þetta er það gáfulegasta sem þú hefur skrifað hér á Lútinn frá upphafi. Og láttu mig vita það. Ég hef lesið allt sem þú hefur ritað hérna...

2/12/08 10:01

En það er svo kúl að reykja ...

2/12/08 10:01

Kífinn

Sko, fyrst engum utan Pó (í kaldhæðni að vísu) dettur í hug að verja reykingar þá vissulega tek ég hlutverkið að mér. Þessi ritgerð gæti þó frekar átt heim í félagsriti:

Mér datt í hug að hætta að reykja í galsanum sem fylgir betrumbættum vilja í upphafi nýs árs. Sem betur fer þreytti ég þá raun ekki, að hluta til vegna hljómútgáfu Baggalúts.

Það gleymist oft í samfélaginu að nautnir er ekki gefið að komast yfir. Og það er vissulega gott að reykja. Hvort maður er saddur, glaður, fullur, spenntur, kvíðinn, að vakna, að fá sér kaffi, að tala, að labba, að standa eða liggja, sitjandi eða nýbúinn að fá fullnægingu þá er sígarettan þvílík nautn að lykt, hætta á krabbameini og einstaka lag sungið af tíu ára stelpum stenst engan samanburð. Peningarnir gætu þó sett lítið strik í reikninginn.

Ég lifi lífinu lifandi og ætla mér að deyja lifandi líka.

Um þessar mundir les ég illa þýdda skáldsögu er nefnist á frónversku Litla stúlkan og sígarettan og er ádeila á heilsusamfélag þar sem gengið er út fyrir öll mörk. Keimlíkt þeim siðferðisárasum sem Gestapóar viðhafa hér á þitt eigið sálarlíf. Reyktu, njóttu, lifðu og vonandi deyrðu ekki af áhættunni sem fylgir smóknum.

Annars skaltu íhuga þitt mál og hætta að keyra, borða rautt kjöt, hætta í sykrinum, drykkjunni....o.s.frv.

Njótum lífsins, verum glöð, reykjum. Að öðrum kosti þökkum við loks líkkistunni sem loks hvílir okkur frá annars innantómu, haftalífi. Það er kreppa í hagkerfinu, sleppum sálinni við kreppunni.

2/12/08 10:01

Blöndungur

Vissulega er ekki glæpur að reykja. En vilji einhver hætta því, þá er ekkert að því að styðja hann í því, enda mun víst vera mjög erfitt að hætta.

2/12/08 10:01

Tina St.Sebastian

Tek undir með næstsíðasta ræðumanni.

2/12/08 10:01

Wayne Gretzky

Tek undir með næstnæstsíðasta ræðumanni ( kannski ekki alveg með litlui stúlkuna og sígarettuna) og þeim næstnæstnæstnæstsíðasta.

Burt með þessi upphrópunarmerki.

2/12/08 10:01

Wayne Gretzky

Misskildi þig aðeins Kífinn. Auðvitað er ég sammála.

2/12/08 10:02

Upprifinn

Þarna tala Kífinn og fleiri eins og þeir eru heimskir til.
Það er vissulega óstjórnlega gott að reykja svo óstjórnlega gott að með tímanum skemmir það fyrir manni allar aðrar nautnir.
Svo sem að drekka, ríða og éta .
Það er ótrúlegt hvað vínflaska veitir miklu meiri nautn þegar bragðlaukarnir eru ómengaðir af hinu alltumlykjandi tóbaksbragði sem deyfir blæbrigði og eftirkeim þannig að allt vín verður nánast eins og eitthvað drasl frá Chile
Það má kalla það kraftaverk en ég held að núna einu og hálfu ári eftir að ég hætti að reykja er úthaldið í rúminu aftur orðið eins og það var fyrir tuttugu árum þegar ég var tiltölulega nýbyrjaður að reykja.
Og maturinn, maturinn.
Þvílík nautn að éta án þess að ´þurfa´ að hlaupa út á milli rétta til að reykja, að finna allt bragðið af matnum en ekki bara það sterkasta.
Vissulega er einn vindill með Koníaki eftir vel útilátinn kvöldverð mikil nautn.
En það að ´þurfa´ sígarettu eða vindil með reglulegu millibili allan liðlangan daginn, það hefur ekkert með nautnir að gera heldur er til merkis um þrælslund þess sem reykir.

2/12/08 10:02

Hvæsi

Líklega það gáfulegasta sem Uppi hefur sagt frá komu sinni á Gestapó.
Þetta er ekki nautn eða gott.
Þetta er hreinlega nauðsyn fyrir þann sem háður er.
Aðrar nefndar nautnir einsog rautt kjöt, sykur ofl, er hægt að njóta í hófi, td á laugardögum.
Er hægt að reykja bara á laugardögum ?
Nei því segi ég burt með þennan djöful og helst banna þetta.

2/12/08 11:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

- Gangi þér þetta í haginn -

Það er fínt að hætta að reykja. Einkum ef maður vill það sjálfur, & finnst maður knúinn til þess á eigin forsendum. Vissulega er hið ágætasta mál að hvetja opinberlega til að sem flestir reykingamenn reyni að hætta. Hægt & bítandi virðist sigur reykleysisins í sjónmáli, & því ber að fagna. Hinsvegar er ekkert unnið með því að reka fólk til þess með fortölum, dónaskap & svívirðingablöndnum áróðri.

2/12/08 11:01

Skabbi skrumari

Gangi þér vel... hef fulla trú á þér.

2/12/08 11:01

Villimey Kalebsdóttir

Ég vil þakka FLESTUM ykkar!

Reyklausi dagur nr 2 er hafinn!

2/12/08 11:01

Sundlaugur Vatne

Þetta er örugglega enginn vandi... Það sagði Mark Twain allavega. Hann orðaði það svo að það væri enginn vandi að hætta að reykja, hann hefði sko gert það hundrað sinnum.

2/12/08 11:02

Wayne Gretzky

Í Enters almáttugs bænum ekki skrifa pistil þegar þú ert alveg hætt ( ef það gerist ).

2/12/08 11:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég hætti fyrir tveimur árum síðan með hjálp af töfrapillum
Champix . sem læknirinn gaf mér.

2/12/08 11:02

Einstein

Mér finnst nú gott að troða tóbaki í pípuna öðru hverju og reykja það meðan ég spekúlera í atómunum. Hvernig væri ef þú byrjaðir bara að reykja pípu Villimey?

2/12/08 11:02

Villimey Kalebsdóttir

Gretzky! Ég skrifa bara það sem ég vil, þegar ég vil.

Einstein.. veistu.. neeeeeeij ég held ekki. En takk samt.

2/12/08 11:02

Aulinn

Pff, lífið er nú alveg nógu leiðinlegt svo maður þarf ekkert að hætta að reykja!

En ef þér tekst þetta þá ertu hetja. Ég var hætt í alveg tvo og hálfan dag en ég var bara svo pirruð og leiðinleg að ég byrjaði aftur. Svaf líka helminginn af tímanum. Og ef ég myndi hætta reykja veit ég ekkert hvað ég myndi fá mér í morgunmat!

2/12/08 12:00

Steinríkur

Ef tyggjóið brennir á þér tunguna ættirðu að prófa að snúa logandi endanum út.
Var ekkert erfitt að kveikja í því?

2/12/08 12:01

Offari

Villimey það er ekkert vandamála að hætta að reykja. Ég ætti að vita það því ég hef margoft hætt að reykja.

2/12/08 12:01

Regína

Það er örugglega auðveldara að hætta að reykja en að hætta á Gestapó.

2/12/08 12:01

Hexia de Trix

Sammála Regínu!

2/12/08 13:00

Bleiki ostaskerinn

Ég hætti að reykja þegar ég var ólétt og tók þá ákvörðun að byrja ekki aftur þegar ég væri búin að eiga. Ég fann aldrei fyrir neinni löngun í sígarettu, vernartilfinningin yfirgnæfði öll möguleg fráhvarfseinkenni.

Mér finnst reyndar voða gott að fá mér eina og eina þegar ég er í glasi, og ég leyfi mér það vegna þess að það virðist ekki vekja neina frekari löngun í reykingar þegar ég er edrú.

Stærstu ástæðurnar sem ég sé fyrir því að sleppa þessu er fyrst og fremst fjárhagslegar, það er rugl hvað þetta kostar. Og svo lífsgæði síðustu daga æfinnar. Það er ekki nóg með að reykingar stytti líf manns heldur auka þær líkurnar á að maður þurfi að þola vítiskvalir til lengri eða styttri tíma áður en maður loksins fær að drepast. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst ekki aðlaðandi að draga á eftir sér súrefniskút.

2/12/08 15:01

Kífinn

BO, þeir verða svo handhægir innan tíðar að það verður jafn mikið mál og að vera með farsíma.
Annars leikur mér stærri spurn á að vita: Hvernig gengur Villimey? Ekki einn smókur kominn?

2/12/08 15:01

Villimey Kalebsdóttir

Nei ég er ekkert búin að reykja!

2/12/08 17:00

krumpa

Mér fannst Litla stúlkan og sígarettan bara ágætlega þýdd - en mikið er ég stolt af þér! Er alveg að fara að gera þetta sjálf....

2/12/08 19:01

Kífinn

Já, þetta er áfangasigur, reiknist mér rétt til eru um 10 dagar liðnir. Þá hlýtur eftirleikurinn að vera laufléttur. [Fær sér tyggjó í tilefni dagsins og ímyndar sér hvernig lífið hinu megin skjás sé] Japl japl japl.

3/12/08 07:00

Elvíra

Gott með þig !

Villimey Kalebsdóttir:
  • Fæðing hér: 31/8/08 22:59
  • Síðast á ferli: 26/10/16 22:05
  • Innlegg: 8300
Æviágrip:
Er af ætt Ísfólksins. Pínulítið göldrótt.