— GESTAPÓ —
Villimey Kalebsdóttir
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/07
Kreppupása

Ég held, að það sé mögulega kominn tími til að skrifa mitt fyrsta félagsrit..

En, hvað er það sem er efst í hugum manna þessa dagana ? Það mun vera keppan.
Eru fleiri en ég búin að fá ógeð á kreppunni ?

Ég hef ákveðið að í dag er ekki kreppa ! Í dag er allt yndislegt.
Í dag mun ekkert ganga á afturfótunum (og ef það gerist, þá bara látum við það sem vind um eyru þjóta og vinnum úr því á morgun)

Ég vil bara segja að þið eruð öll frábær !!
Gleðilega Kreppupásu

   (25 af 25)  
31/10/07 09:01

Galdrameistarinn

Til hamingju með fyrsta félagsritið og já, kreppupása. Sammála því.

31/10/07 09:01

Vladimir Fuckov

Strangt til tekið ganga öll dýr af tegundinni Homo Sapiens á afturfótunum þannig það er mjög ólíklegt að ekkert muni ganga á afturfótunum í dag.

Skál !

31/10/07 09:01

Hóras

Til hamingju með pásuna, það er jú hollt að fá smá hlé

Segðu mér - hvernig hefur þú upplifað kreppuna enn sem komið er?

31/10/07 09:01

krossgata

Það þýðir ekkert að fá ógeð á kreppunni svona á fyrsta degi. Kreppur standa alltaf yfir svolítinn tíma.
[Klappar kreppunni og klórar bak við eyrað]

31/10/07 09:01

Ívar Sívertsen

Heyrðu... kreppupása er fín hugmynd. ALLIR ÚT AÐ VERSLA

31/10/07 09:01

Vladimir Fuckov

[Fer í verslunarleiðangur og kaupir nokkra banka]

31/10/07 09:01

Tigra

Ég þarf ekki pásu frá kreppunni, því að hjá mér er engin helvítis kreppa. Hættið að velta ykkur upp úr þessu! Þið hafið ekkert upp úr því nema vanlíðan.
Eins og Norna orðaði það svo vel - þetta eru bara peningar!
Hamingjan kemur innan frá, með hugarfari og nægjusemi. Ég efast um að nokkur hérna sjái fram á að svelta.

31/10/07 09:01

Anna Panna

Það sem Tigra sagði!

31/10/07 09:01

Lopi

Stofnum hamingjubanka þar sem við leggjum inn hamingju okkar og tökum hana út aftur með vöxtum. Eingin hætta á að slíkur banki verði gjaldþrota.

31/10/07 09:01

Wayne Gretzky

Það er kreppa.

Hún er og verður í einhvern tíma, maður þarf bara að sætta sig við það.

31/10/07 09:01

Anna Panna

Já en Gretzky minn, málið er bara að það er kannski kreppa en heimurinn er ekki að farast, eins og sumir virðast halda...

31/10/07 09:01

Skabbi skrumari

[Hleypur um taugaveiklaður]... heimurinn er að farast... hann er að FARAST.... [rífur sig úr fötunum og styngur sér í G-streng einum fata út í brimölduna]

31/10/07 09:01

Wayne Gretzky

Nei ég veit það alveg að heimurinn er ekki að farast. Samt finnst mér lélegt að vera í algjörri afneitun og neita því að það sé kreppa. Það er bara staðreynd.

31/10/07 09:01

Vladimir Fuckov

Víst er þetta heimsendir, alveg eins og heimsendirinn sem varð 10. september sl. Viljum vjer hjer með nota tækifærið og mótmæla því formlega hvað stutt er milli heimsenda þessa dagana. Oss finnst lágmark að það líði um 5 ár á milli þeirra en núna er tíminn milli þeirra innan við mánuður.

31/10/07 09:01

Tigra

Gretzky ég er ekkert í neinni afneitun. Það er bara engin kreppa hjá mér. Ég hef ekki tekið eftir neinu sem hefur truflað mig í mínu daglega lífi. Ég á enn nægan pening og mig vantar ekki neitt til neins. Ég á engin lán sem eru að fara fjandans til og ég sé ekki að þetta eigi eftir að snerta mig á margan hátt. Mér finnst bara hræsni að kalla þetta kreppu þegar kreppur hér áður fyrr voru svo slæmar að fólk þurfti að betla sér mat. Við köllum þetta kreppu og förum svo á nýja Krepputorgið og kaupum jólagjafir fyrir fleiri tugir þúsunda. Hvar er kreppan í því? Auðvitað er fólk sem á eftir að koma illa út úr þessu - en afhverju í andskotanum eru allir hinir að væla?
Og segjum sem svo að við mér blasti gjaldþrot. Auðvitað er það slæmt. En er líf mitt þá bara búið með öllu? NEI! Maður stendur upp og heldur áfram. Byggir upp nýtt líf.

31/10/07 09:01

Vladimir Fuckov

Vjer erum að mestu sammála Tigru. Þetta ástand er ekki banvænt eins og t.d. spænska veikin 1918 (eða fuglaflensa ef hún kemur upp í framtíðinni).

Svo má benda á að ástandið hjer á landi hefur í rauninni verið mjög afbrigðilegt undanfarin ár. Það er ekki allt í einu núna orðið afbrigðilegt. Það er bara afbrigðilegt á annan hátt.

31/10/07 09:01

Garbo

Ástandið er mjög slæmt hjá mörgum, gleymum því ekki og enginn veit hvar þetta endar. Fólk er að missa vinnuna, ekki bara hjá bönkunum. Að stinga höfðinu í sandinn er ekki til neins.

31/10/07 09:01

Hvæsi

Við skulum sko ekki gleyma námsmönnum erlendis sem geta ekki snert reikningana sína. Nú eða þeim sem eiga krónur og þurfa að kaupa inn í evrum, þá skiptir engu máli hvað stendur á verðmiðanum í búðinni, því það verður breytt um það leyti sem maður kemur heim.
<Skoðar blútlausa ísskápinn sinn>

31/10/07 09:01

Vladimir Fuckov

Garbo: Vjer vitum vel að ástandið er slæmt hjá mörgum. Mágur vor missti t.d. vinnuna fyrir skömmu og vjer vitum um ýmsa fleiri sem hafa misst vinnuna - opinberar atvinnuleysistölur eru örugglega rangar. Það hefur hinsvegar áður komið upp mjög slæmt ástand hjer á landi (þó það sem nú er að gerast sje óneitanlega óvenjulegt).

31/10/07 09:01

Tigra

Garbo: Það er alveg rétt. En það stoðar samt ekkert að vera æpandi og veinandi yfir þessu. Áhyggjur aðstoða ekkert. Frekar að reyna að vera útsjónasamur og jákvæður. Það eru mun meiri líkur á að fólki sem er jákvætt gangi betur að ná sér á strik aftur heldur en fólk sem er neikvætt og grefur sig niður.

31/10/07 09:01

Regína

Ég hef ekki orðið vör við neina kreppu ennþá, frá hverju ætti ég þá að taka pásu?

31/10/07 09:01

Wayne Gretzky

Já já jákvæðni hjálpar , en ekki má gleyma því að margir eru í vondum málum og eiga skuldir til að borga sem hafa hækkað. Margir sem tildæmis voru heimskir og eyddu um efni fram eru núna í djúpum skít og eiga það í raun og veru alveg skilið. En þeir sem voru skynsamir og eyddu ekki um efni fram en eiga samt skuldir núna eru ekki í góðum málum og þurfa að lifa spart og eiga það ekki skilið.

31/10/07 09:01

Tigra

Það er enginn að gleyma því. En áhyggjur og neikvæði hjálpa bara ekkert. Bara nákvæmlega ekkert! Þær gera ekkert nema láta fólki líða illa.

31/10/07 09:01

Wayne Gretzky

Ég er ekkert að tala um áhyggjur og neikvæði. Fólk veit alveg að það þarf að lifa spart og kaupa lítið og það á bara að taka því með jafnaðargeði. En þetta er slæmt og fólk veit það - bara hefur engar áhyggjur af því, því það veit að það getur komist í gegnum það. Þetta er eins og margir hafa sagt, timburmenn eftir þetta 'eyða-um-efni-fram-og-eiga-meira-en-hinn'fyllerí , og enginn afréttari , fólk verður bara að bíða þetta af sér.

31/10/07 09:01

Tigra

Fólk veit það barasta ekkert. Það eru enn allir að kaupa kaupa kaupa. Þvílík stappa af fólki sem maður sá í sjónvarpinu að hafði mætt á opnun nýju verslunarmiðstöðvarinnar.
Ein kona trollaði út jólagjöfum að andvirði 25.000 krónur.
Til hvers? Er ekki einmitt málið að gefa ódýrari jólagjafir og vera hófsamur?
Margir virðast bara ekki ná þessu.
Svo er þetta krepputal bara orðið þreytt.
Það vita allir af þessu. Þetta hefur ekki farið fram hjá neinum. Það þarf ekki að minna mann á þetta hverja einustu mínútu af hverjum einasta degi.

31/10/07 09:01

Wayne Gretzky

Krepputalið er bara eins og veggjakrotið - það er slæmt en ekkert mun stoppa það að svo komnu.

31/10/07 09:01

Villimey Kalebsdóttir

Krakkar mínir!! Höfum ekki áhyggjur af þessu.. [klórar sér í höfðinu] Verum jákvæð og brosum..

Eru ekki öll dýrin í skóginum vinir ?

31/10/07 09:02

Texi Everto

Ég hef ekki áhyggjur af kreppu. Á hálendinu þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum..

[ríður inní sólsetrið á Blesa]

31/10/07 09:02

Huxi

Er þetta kallað kreppa...? Iss piss, það er engin kreppa hjá mér. Að vísu urðu kortaúttektir mínar í fríinu til þess að gjaldeyrisþurrð varð á innlendum mörkuðum og pundið rauk upp í 230 kr. Það hefur því valdið mér tímabundnum lausafjárskorti, en skítt með það. Ég hef vinnu og þak yfir höfuðið og Baggalútía er minn Gleðibanki. Þar er allt fullt af gleði, bæði gleðimönnum og gleðikonum.

31/10/07 10:00

Jóakim Aðalönd

Engin kreppa hjá mér!

[Telur allar evrurnar í peningatanknum]

31/10/07 10:00

Þarfagreinir

Jóakim á evrur! Stormum peningatankinn!

[Tekur sér heykvísl í hönd]

31/10/07 10:00

Texi Everto

[Tekur sér rakstrarvél í hönd]

31/10/07 10:00

Lopi

[Rakar á sér túnin]

31/10/07 10:00

Vladimir Fuckov

[Grípur hamar og sigð til að nota sem vopn]

31/10/07 10:00

Ívar Sívertsen

[Sækir Evrusuguna og fer í peningatankinn]

31/10/07 10:02

Herbergur

Í dag var margt sem gekk á afturfótunum en ég lét það sem vind um rass þjóta og gaf skít í það. Best að vera bara bjartsýnn einsog þunglyndissúklingurinn hann Bubbi Morthens.

31/10/07 11:02

Jóakim Aðalönd

[Lokar tanknum og grefur jarðsprengjur umhverfis hann]

31/10/07 12:01

Lokka Lokbrá

Ógeð á kreppunni! Hvað áttu við með því? Ertu að meina að menn seu búnir að fá yfir nóg af krepputali?
Er það kannske vegna þess að kreppan hefur ekki enn náð til almennings? Er hún (kreppan) enn þá angist braskara sem hafa tapað sínum gerfiauði?
Hefur þú sjálf upplifað kreppu? Foreldrar þínir? Afi þinn eða amma?
Hversu langt aftur í ættir þarftu að fara til að vita hvað raunveruleg kreppa er?

31/10/07 13:01

Skreppur seiðkarl

Samt svo fyndið að ekkert ykkar stafsetnigavilluóðra hafi viljað setja út á fyrstu málsgrein, aðra setningu.

"En, hvað er það sem er efst í hugum manna þessa dagana ? Það mun vera keppan."

Villimey Kalebsdóttir:
  • Fæðing hér: 31/8/08 22:59
  • Síðast á ferli: 26/10/16 22:05
  • Innlegg: 8300
Æviágrip:
Er af ætt Ísfólksins. Pínulítið göldrótt.