— GESTAPÓ —
Geimveran
Heiðursgestur.
Dagbók - 6/12/07
Hjólreiðar

Ég sá í morgun hvað veðrið var rosalega gott og ákvað að fara út að hjóla. Ég bý í Vesturbænum og ég hjólaði á Ægisíðunni framhjá Nauthólsvík og niður í Fossvoginn. Þar fór ég í heimsókn hjá fólki sem ég þekki og sneri svo við og hjólaði til baka. Á heimleiðinni tók ég eftir því að ótrúlega margir gangandi vegfarendur gengu akkúrat þar sem hjólin áttu að vera jafnvel þótt enginn væri þeim megin þar sem fólk átti að ganga. Þetta var frekar óþægilegt vegna þess að ég þurfti alltaf að bremsa og hjóla framhjá fólkinu.
Ég las í blöðunum um daginn að fólk væri í vandræðum á stígum sem væru ekki merktir en ég hélt að á merktum stígum væri þetta ekki svona mikið vesen. Annars fagna ég því að það eigi að gera aðstöðu hjólreiðamanna betri.

   (3 af 3)  
6/12/07 03:01

Wayne Gretzky

Til hamingju með fyrsta félagsritið, feiti. Nú finn ég óstjórnlega löngun til þess að fara út að hjóla. Kemurðu í kapp?

6/12/07 03:01

Geimveran

Takk fyrir það en ég nenni varla út að hjóla núna.

Og ég er ekkert feitur eins og þú kannski veist. Ætli það sé ekki þannig að þú getir ekki hrósað mér nema þá að móðga mig í leiðinni.

6/12/07 03:01

Wayne Gretzky

Þetta er ættað frá Tedda og Jonna , er það ekki? Svo ertu alveg hnöttóttur. Nei, grín. Þetta bara er vani sem maður venur sig ekki af einn tveir og þrír. Þú mætir svo á eftir er það ekki?

6/12/07 03:01

Geimveran

Hvert?

6/12/07 03:01

Wayne Gretzky

Þangað.

6/12/07 03:01

Geimveran

Ég veit ekkert um hvað þú ert að tala.

6/12/07 03:01

Skrabbi

Þetta félagsrit er einlægt og blátt áfram og ég styð aukna hjólreiðamenningu heils hugar. Hér á Íslandi eigum við þó líklega óskilvirkustu og lötustu pólítukusa og embættismenn sem um getur svo ég er ekki yfirmáta bjartsýnn á að ástandið lagist með hraði. E.t.v. er þetta spurning um að einkavæða gerð hjólreiðastíga og selja aðgang? Þá gætu hjólin farið að snúast.

6/12/07 03:01

Wayne Gretzky

Ekki ég heldur.

6/12/07 03:01

krossgata

Er þetta eitthvað msn-spjall?

6/12/07 03:01

krossgata

Já gleymdi...
[Hrökklast afturábak og hrasar við]

6/12/07 03:01

Geimveran

Gretzky bara veit ekkert hvað hann er að gera.

6/12/07 03:01

Wayne Gretzky

Geimveran bara veit ekkert hvað hún er að gera.

6/12/07 03:01

Ívar Sívertsen

G-bletturinn er greinilega orðinn eitthvað mis...

6/12/07 03:01

Regína

Geimveran ætti að laga stafsetningar- og innsláttarvillurnar hjá sér. Þetta er ekki nógu gott svona.

6/12/07 03:01

Wayne Gretzky

2 villur.

6/12/07 03:01

Ívar Sívertsen

Við þriðju villu er brottrekstur eins og í handbolta.

6/12/07 03:01

Wayne Gretzky

Reyndar er það 3 tveggja mínútna brottrekstrar. 5 villur = útaf í Evrópukörfu, 6 í Ameríku. Við þriðja vindhögg ertu úr í hafnabolta.

6/12/07 03:01

Geimveran

Ég var búinn að gera þetta ljómandi fínt áðan en svo var eitthvað vesen með tölvuna svo ég gat ekki sett það inn. Þá þurfti ég að skrifa allt aftur og vandaði mig ekki eins mikið þá. Svo er þetta ómögulegt lyklaborð sem ég er með. Ég þurfti að laga helling af innsláttarvillum í þessum texta. Þetta gengur ekki.

6/12/07 03:01

Wayne Gretzky

Geimur, ég er farinn út að hjóla, gáum hvernig þetta er.

6/12/07 03:01

Regína

Flott hjá þér.

6/12/07 03:01

Jóakim Aðalönd

[Afturábak hrasar og við hrökklast]

Ég hélt að þetta félaxrit fjallaði um konur sem væru alveg hjólreiðar út í einhvern...

6/12/07 03:01

Nermal

Ég hef nú hjólað í vinnuna annars lagið núna undanfarið. Ég finn þokkalegann mun á sjálfum mér. Hef misst slatta af fitu og allt. Það er allveganna varla hægt að hugsa sér ódýrari samgöngumáta.

6/12/07 03:02

Skabbi skrumari

Já og þakka þér fyrir innlitið... Skál...

6/12/07 03:02

Offari

Hjólið mitt brann :(

6/12/07 04:00

Jóakim Aðalönd

Hvað var þetta Offari?! Broskall?!! Það er BANNAÐ HÉR!!!

Annar fær Nermal mínus fyrir það að raunverulega missa kíló og Offari fær ekkert nema slef, brund og ælu fyrir þessi skítainnlegg...

Kúkalabbar sem þið eruð!

Geimveran:
  • Fæðing hér: 22/5/08 14:58
  • Síðast á ferli: 25/11/10 21:33
  • Innlegg: 1294
Æviágrip:
Sástu ekki heimildamyndina sem gerð var um mig?