— GESTAPÓ —
Einn gamall en nettur
Heiðursgestur.
Sálmur - 6/12/07
Til þeirrar sem mig baðar

Þig ég vil um versta kaflan leiða
og vernda þig svo ekkert slæmt þig hendi.
Til þín ég aðeins allt það besta sendi.
Með yður gerði almættið mér greiða.

Lengi geta augun þín mér yljað
og alltaf verður þú í huga mínum.
Í draumum jafnt sem dásamlegum sýnum
dvelur þú, allt sem ég hef hér viljað.

Kossar þínir kynda í mér bál
og kátína þín vekur hug úr dvala.
Má ég eldast ástin mín með þér?

Þína mun ég mestu drekka skál
og mæra á alveg nýjum stærri skala.
Allt sem munt þú þurfa, það er hér.

   (6 af 11)  
6/12/07 06:02

Wayne Gretzky

"Konan sem baðar kroppinn minn"

6/12/07 06:02

Upprifinn

Bravisimó.

6/12/07 06:02

Regína

Flott hjá gamla manninum.

6/12/07 06:02

Günther Zimmermann

Var ekki búið að yrkja sonnettu á íslenzku? Hnuss.

En það er gott'íessu, sei sei jú.

6/12/07 06:02

Einn gamall en nettur

Kisulóran mín vildi sonnetu og það sem kisulóran mín vill það fær hún! (Innan skynsamlegra marka þó)

6/12/07 07:00

krossgata

Ekki dauður úr öllum æðum enn.

6/12/07 07:00

Garbo

Bara flottur á´ðí!

6/12/07 07:00

Einn gamall en nettur

Þokkalegur!!!

6/12/07 07:00

Jóakim Aðalönd

Voðalega er þetta væmið! Össs...

6/12/07 07:00

Upprifinn

Æi Jóki, bíttu í punginn á þér.
Eða betra.
Bítt´ ann af.
nei bara grín.
Auðvitað er þetta væmið. Þetta er ástarljóð.

6/12/07 07:00

Jóakim Aðalönd

Já, auðvitað afsakar það allt...

Auk þess sem ,,pungurinn" á öndum er innandyra og því ómögulegt að bíta í hann. Hehe, nei bara grín...

6/12/07 07:02

Huxi

Mikið er þetta fallegt ljóð. En hver er þessi kisulóra sem þú ert að tala um. Eini kötturinn sem hér gengur laus er Tigra og mér skilst að þekktur leirgerðarmaður sé búinn að lokka hana inn í búr... Eða er það hún sem er með hann í búri..? [Huxi gerist huxi]

6/12/07 08:02

Tigra

Má hann ekki semja ljóð til mín þótt ég sé í leirbúri?
Mér fannst þetta æði.
Knús!

6/12/07 09:01

Dexxa

Mjög fallegt.

6/12/07 09:02

Skabbi skrumari

Flott... Skál...

6/12/07 11:01

Jarmi

Nú, svo þetta er ekki til Tígra?
Flott stöff samt. Svona fyrir kellingar meina ég.

Einn gamall en nettur:
  • Fæðing hér: 23/4/08 15:27
  • Síðast á ferli: 24/2/11 10:54
  • Innlegg: 1106