— GESTAPÓ —
Bleiki ostaskerinn
Heiðursgestur með  ritstíflu.
Dagbók - 2/12/09
Gleymum ekki gæfunni.

Ég á litla elsku sem er að lifa sinn þriðja vetur. Hann er öllu jafna ansi glaðvær og hamingjusamur mannsungi og veitir hlutunum mismikla athygli bara eins og gengur og gerist. Síðastliðin áramót fannst honum sérlega skemmtileg því þá var hann orðinn nógu stór til að vaka eftir flugeldunum og horfa á allar flottu sprengingarnar. En sjái hann ekki litadýrðina þá getur hávaðinn hrætt agnarsmátt hjartað hans og það var síðan raunin á td þrettándanum og kvöldin þar í kring þegar ein og ein sprengingin vakti hann frá værum blundi.

Á hverju kvöldi þegar hann fer að sofa spyr hann mig hvort það komi sprengjur, og ég svara: "Nei elskan, engar sprengjur". Og hvert sinn sem þetta svar veltur af vörum mér hugsa ég til þess hversu margir foreldrar einhversstaðar úti í heimi sem geta engan vegin lofað börnum sínum að það séu engar sprengjur að koma, og hvað þá huggað þau með því að sprengingarnar séu meinlausar.

Við búum í skjóli frá harðari heimi en nokkurt okkar getur ímyndað sér. Vissulega veit ég að fólk hefur það misgott, og mjög margir komnir í slæm mál fjárhagslega en við höfum þá ekki enn skelfilegri vá sem vofir yfir landi og þjóð.

Við kjósum frá hvaða sjónarhorni við viljum horfa á okkar eigin líf og lífsgæði og hvort við þökkum fyrir það sem við höfum eða kvörtum yfir því sem okkur skortir.

   (1 af 2)  
2/12/09 06:01

Regína

Orð að sönnu. Ég óska unganum þínum til hamingju með þig.

2/12/09 06:01

Villimey Kalebsdóttir

Mjög gott.

2/12/09 06:01

hlewagastiR

Gleymum heldur ekki kæfunni. Hún gerir blessuðum börnunum gott.

2/12/09 06:01

Bleiki ostaskerinn

Járnrík og stútfull af orku.

2/12/09 06:01

Heimskautafroskur

Takk fyrir þessa áminningu. Hef lengi verið talsmaður þessara viðhorfa. Þ.e.a.s. að eina raunverulega vandamál Íslendinga er að eiga ekki við nein raunveruleg vandamál að stríða.

2/12/09 06:02

Kargur

Íslendingar hafa ekki hugmynd um hvað þeir hafa það gott.

2/12/09 06:02

Barbapabbi

og munum svo bara eftir lýsinu í tilverrunni.

2/12/09 06:02

Huxi

"Count your blessings" segja þeir Bandaríkjahrepp. Þar rataðist kjöftugum satt á munn.

2/12/09 06:02

Nermal

Mér datt nú í hug hvað við værum að kvarta þegar ég sá myndir og fréttir frá Haítí.

2/12/09 07:00

Fallegur pistill, þörf og góð áminning. Takk fyrir mig.

2/12/09 07:00

Grágrímur

Gott félagsrit, ég huxa stundum bara við að lesa blöðin hér í danmörku, hvað íslendingar eru heppnir.

2/12/09 01:00

Lopi

Já við höfum það gott hérna í fámenninu.

2/12/09 01:00

Valþjófur Vídalín

Þörf og góð áminning frú Ostaskeri. Hafið þökk fyrir þetta.

2/12/09 01:01

Þarfagreinir

Svona reyni ég einmitt iðulega að hugsa ef ég leyfi mér að verða fúll yfir einhverju. Það virkar oftast.

2/12/09 01:02

Grýta

Góð ábending.

2/12/09 01:02

Bleiki ostaskerinn

Ástarþakkir.

2/12/09 02:01

Skoffín

[Ber í bakkafullan lækinn]
Góð og þörf hugleiðing hjá Bleiku.

2/12/09 02:01

Garbo

Góð hugvekja. Það er svo margt sem við getum verið þakklát fyrir.

2/12/09 02:01

krossgata

Það er gott fyrir sálina að þakka fyrir það sem gott er og Pollýannast svolítið. Það á þó ekki að verða til þess að maður kyngi einhverjum viðbjóð, sem hellt er yfir mann, þegjandi og hljóðalaust.

2/12/09 02:02

Dula

Takk fyrir mig.

2/12/09 03:00

Kiddi Finni

Kiitos.

2/12/09 03:01

Þarfagreinir

Góður punktur krossgata - þarna kemur inn hæfileikinn til að greina muninn á því sem maður getur breytt og því sem er breytingaþolið.

Bleiki ostaskerinn:
  • Fæðing hér: 6/3/08 12:36
  • Síðast á ferli: 2/2/12 22:13
  • Innlegg: 1119
Eðli:
Bleikur með svörtu skafti.
Fræðasvið:
Ýmiskonar ostur, 11%, 17%, 26% já og geitaostur.
Æviágrip:
Framleiddur í Kína, fluttur í gámi ásamt fleyrum, sem þó eru ekki bleikir, í heildverslun í Evrópu. Pantaður til Íslands og þaðan stefnt að því að STJÓRNA HEIMINUM!