— GESTAPÓ —
Garún
Fastagestur.
Dagbók - 4/12/07
Ljúffengur fiskiréttur

Sandsílin komu yfirleitt upp í sandinn í apríl með loðnunni þegar loðnan var ekki búin að hrygna, þ.e. er enn með gómsætum hrognunum í. Þetta gerðist á hverju ári í mínum uppvexti, ég er fædd 1763, sandsílin sem eru mikið mjórri og minni og ljósgrárri en loðnan voru gefin kindunum og ef loðnan var ný (með rauðun tálknum) var hún notuð til manneldis fyrsta og annan daginn eftir að hún rak. Ef hún var dauð þá var hún gefið kindunum og niðursetningum. Þessu var safnað í vaðmálspoka og látið liggja í fersku straumvatni svo hún skemmdist ekki. Ég veit ekki til þess annað en að þetta gerist enn, það var hægt að sjá það á fuglunum ef fiskinn rak að lendi því þeir fóru strax í fiskinn.
Tekið er hnakka megin í hausinn á loðnunni (kallað að sneypa hana) þar fylgdi slorið (innyfli) með þunnildunum og hausnum, svo voru þau soðin í 5 mínútur eða eins og linsoðin egg.
Gott að bera með þessu nýr reittan arfa og hundsúrur.

   (8 af 8)  
4/12/07 07:02

Kargur

Ég vissi bara ekki að það mætti kalla nokkurn fiskirétt ljúffengan. Ætan, kanski, en aldrei ljúffengan.

4/12/07 07:02

Upprifinn

sleikir út um.

4/12/07 07:02

Herbjörn Hafralóns

Fróðlegt.

4/12/07 07:02

Ívar Sívertsen

Er Gestapó að breytast í matreiðsluþátt með sögulegu ívafi?

4/12/07 01:00

Offari

Til hamingju með myndina. Hvenær ætlarðu að elda handa mér?

4/12/07 01:00

Andþór

Gaman að þessu!

4/12/07 01:00

Regína

Hundasúrur í apríl?

4/12/07 01:00

Garún

Það kemur alltaf eitthvað nýtt með nýju fólki, og Regína, það er hægt að flytja inn ferkst grænmeti.

4/12/07 01:01

Garbo

Kallar þú þetta nýtt?! Þetta eru fornbókmenntir. [ glottir]

4/12/07 01:01

Kiddi Finni

Namm...

4/12/07 01:01

Günther Zimmermann

[Sýpur á súru skyri]

Mjólkurmaturinn hefur nú nægt mér, heillin mín.

4/12/07 01:01

krossgata

Til hamingju með myndina.

4/12/07 01:02

Garún

Takk fyrir innlitið, það er dýrmætt að geta miðlað til vina sinna slíkan fjársjóð á þessum síðustu og verstu tímum. Með sígandi krónu og hækkandi matarverði er gull í gildi að kunna að verða sér út um ódýrann og hollan mat.

4/12/07 01:02

Huxi

Mér þykir myndin flott... en samt dulítið draugaleg. Og ég tel það einsýnt að loðna er er best sem fóður fyrir þorska og húsdýr...

Garún:
  • Fæðing hér: 1/3/08 23:10
  • Síðast á ferli: 3/9/08 22:43
  • Innlegg: 558
Eðli:
Ég geng á vatninu eins og Kristur, enda er fjörðurinn frystur.
Fræðasvið:
Ég er doktor í fáfræði, sérfræðingur á mínu sviði.
Æviágrip:
Ég fæddist í grænni lundu í fríðri sveit sunnan heiða og nam fræði við mikið fræðasetur á vestfjörðum og fluttist því næst á mölina og hef æ síðan haldið mig við stórborgina.