— GESTAPÓ —
Heimskautafroskur
Heiđursgestur.
Saga - 1/12/09
Fyrsti hamborgarinn

Hér segir af ţví ţegar skásetjari fékk hamborgara í fyrsta sinn.

Á litlu sauđfjárbúi í harđbýlli sveit viđ utanverđan Eyjafjörđ var ég alinn upp af fátćku sveitafólki á sjöunda og áttunda áratug aldarinnar sem leiđ. Fátćku í ţeim skilningi ađ peningar sáust aldrei en viđ höfđum allt til alls; barnalániđ var mikiđ og gestanauđ um sumur. Nóg ađ bíta og brenna enda fjörđurinn fullur af fiski rétt viđ túngarđinn og fjárhús og fjöll full af kjöti. Kartölu- og kálgarđar.
En eitt var ţađ sem okkur skorti algerlega og mađur fór ađ hafa spurnir af í ćsku frá ćttmennum í Keflavík sem numiđ höfđu ameríska siđi á Vellinum. Hamborgarar.
Ţetta exótíska veislufóđur sveipađist dularfullum ljóma í huga lítils drengs enda var ţessi dýrđ óţekkt fyrir norđan, fékkst ekki einu sinni á Teríunni á KEA.

Svo gerđist ţađ á miđju sumri ađ áliđnum sjöunda áratugnum, ţegar amma og afi í Keflavík voru í sinni árlegu sumardvöl í sveitasćlunni, ađ sú gamla (sem hefur veriđ um fimmtugt ţegar ţetta var) tilkynnti ađ nú skyldi brátt haldin hamborgaraveisla í kotinu. Viđ krakkargrislingarnir hugsuđum ekki um annađ í tvo daga, spenningurinn var eins og fyrir jól eđa afmćli, og kvenfólkiđ rćddi framkvćmdina frá öllum hugsanlegum sjónarhornum. Ég átti erfitt međ svefn nóttina fyrir veisluna.

En upp rann hamborgaradagurinn – sólbjartur júlídagur í miđjum heyönnum og ćtlađi aldrei ađ líđa ađ kvöldi. Ţó fór svo ađ lokum ađ kominn var matur. Stórfjölskyldan rađađi sér á garđann í eldhúsinu međan ţrjár kynskóđir kvenna sveimuđu eins og flugnager framan viđ eldavélina og snarkađi í pönnunni. Og svo var maturinn borinn á borđ.

Ég vissi ekkert hvađ var í vćndum nema ađ ţetta vćru HAMBORGARAR! Maturinn mikli og góđi sem gerđi Bandaríkin ađ ţví stórveldi sem ţau voru og fór ekki framhjá manni í útvarpsfréttunum um hversu oft kjarnorkuvopnabúr heimsins dygđi til ađ eyđa öllu lífi á Jörđinni. Ađ ţetta vćri merkilegri og stórkostlegri matur en nokkuđ sem áđur hafđi ţekkst.

Ţegar krásirnar voru lagđar á borđ kom í ljós ađ ţetta voru flatar kjötbollur sem búiđ var ađ steikja á pönnu. Međ bollunum var tómatsósa og eitthvađ fleira ómerkilegt og ţetta síđan allt lagt milli tveggja franskbrauđssneiđa. Og hvílík vonbrigđi! Var ţetta allt og sumt? Og í ofanálag var ţetta ekki góđur matur.

Ég var nokkra daga ađ jafna mig á ţessum vonbrigđum. Ţađ liđu áratugir uns ég lét hamborgara inn fyrir mínar varir aftur og enn hef ég óbeit á ţessari guđafćđu. Varđ líka snemma í nöp viđ Keflavík og Bandaríkin og allt sem ţađan kom – gerđist byltingarsinnađur kommúnisti á unglingsárum og entist lengi. Allt helvítis hamborgurunum hennar ömmu ađ kenna.

   (24 af 35)  
1/12/09 22:01

Regína

Hehe, ţarna er hamborgurum rétt lýst!

1/12/09 22:01

Kargur

Prýđissaga. Ég man enn er ég fékk í fyrsta skipti hamborgara, ósvikinn Tommaborgara.

1/12/09 22:01

Prýđisfrásögn ţetta. Ég kom sjálfur heim frá minni fyrstu Bandaríkjaferđ í gćrmorgun og ţar úti fékk ég mér m.a. hamborgara. Og mikiđ ţykja mér hamborgarnir á American Style betri en ţeir í Bandaríkjunum.

1/12/09 22:01

krossgata

Skemmtileg saga og vel sögđ. Ég fann alveg fyrir spenningnum fyrir veisluna góđu. [Ljómar upp]

(Mér finnst reyndar hamborgarar ágćtir, en best ađ sleppa tómatsósunni sem mér finnst hálfgert óćti. Ţetta er svo sem bara hakk og mađur hlýtur ađ geta gert úr ţví sćmilegan mat hvort sem ţađ heita kjötbollur eđa hamborgarar.)

1/12/09 22:01

Madam Escoffier

Ţetta er skemmtileg lesning en viđ megum ekki forsmá hamborgarann um of, fyrst hann er hvatinn á bakviđ alvöru kommúnista og umbyltingarfólk.

1/12/09 22:01

Nermal

Ţetta hljómađi eins og Bjarnfređarson borgari..

1/12/09 22:01

Kiddi Finni

Mér hefur alltaf fundiđ hamborgari ofmetin fćđa. McDonalds er annars rekin međ tapi í Finnlandi.
En ţađ er vist óţarfi ađ ćsa sig um matvćli fram úr hofi.

1/12/09 22:01

Heimskautafroskur

Hehe. Bjarnfređarson-borgari var ţađ! Semsagt alls ekki „eins og á myndinni“. En ég var bara aldrei búinn ađ sjá fjandans myndina af hamborgaranum.

1/12/09 23:00

Billi bilađi

Nú hló ég.

En djöfull voru Tomma-borgarar góđir í denn. American Style kemst nćst ţeim í dag.

1/12/09 23:00

Valţjófur Vídalín

Aldrei hef ég bragđađ hamborgara og ekki vil ég byrja nú.

1/12/09 23:00

Billi bilađi

Má bjóđa ţér steikta nautakjötsköku á brauđi međ brćddum osti og ofurlitlu fersku og hollu grćnmeti?

1/12/09 23:00

Einn gamall en nettur

híhí

1/12/09 23:01

Offari

Mér finnst hamborgarar góđir. En hinsvegar fannst mér sulliđ frá Mc Dónanum vont. Svo ţađ er ekki sama hvort ţađ er hamborgari eđa séra hamborgari.

2/12/09 00:00

Garbo

Skemmtileg frásögn. Terían var nú góđur stađur og ekkert kom í hennar stađ.

2/12/09 04:02

Bleiki ostaskerinn

Var ţađ ekki Terían sem kallađist svo síđar Súlnaberg?

2/12/09 05:01

Heimskautafroskur

Jú, hárrétt. Terían var miklu minni stađur, örmjór og ógnarlagur stađur, eiginlega gangur. En ţađ er síđan á sjöunda áratugnum og líklega ađeins fram á ţann áttunda ef ég man rétt.

Heimskautafroskur:
  • Fćđing hér: 29/11/07 15:40
  • Síđast á ferli: 4/11/19 11:55
  • Innlegg: 2708
Eđli:
innrćti frosksins ber af útliti hans eins og gull af eiri
Frćđasviđ:
bókmenntir, myndlist og innsýn í skógrćkt. hefur gaman af ţví ađ hnođa saman vísum.
Ćviágrip:
klaktist út viđ Eyjafjörđ og ól ţar aldur međ nokkurra ára hléi í hálfan fimmta áratug ađ hann stökk til Reykjavíkur.