— GESTAPÓ —
Heimskautafroskur
Heiđursgestur.
Sálmur - 1/12/09
28. JÚNÍ 2006

Ort međ söng í huga til elskunnar minnar sem ég hitti fyrst á 17. júní 2006.<br /> Um miđja nótt horfir ljóđmćlandi í sólskini yfir lygnan Akureyrarpoll og inn á Garđsárdal.<br /> <br /> Bragreglur eru ekki virtar heldur hvađ hentar ţessari upplifun til söngs.

Reynitrén í bćnum standa í blóma í kvöld og sóln skín.
Gluggarnir austur á Garđsá loga líkt og gjörvöll vitund mín.
Síđan ég sá ţig fyrst á sautjánda júní.
Síđan ég sá ţig fyrst um sumarnótt.

Á Pollinum dró gamli Maxim Gorkí áđan akkerin um borđ.
Reykurinn stígur til himins og hverfur svona eins og ósögđ orđ.
Ég hef hugsađ til ţín síđan sautjánda júní.
Ég hef hugsađ til ţín síđan sá ég ţig fyrst.

Í heiđinni hafa fannirnar nú hopađ fyrir sumargrćnum kjól.
Og björgin fyrir handan eru bleik um miđja nótt af ungri sól.
Ég hef saknađ ţín síđan sautjánda júní.
Ég hef saknađ ţín síđan ţú kvaddir mig fyrst.

   (25 af 35)  
1/12/09 05:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ávallt kemur bitastćtt efni úr smiđju Frosksins. Skál !

1/12/09 05:02

Huxi

Froskurinn klikkar ekki. Virkađi kvćđiđ ekki annars fullkomlega?

1/12/09 06:00

Garbo

Ţađ er fjári fallegt á Akureyri...[dćsir mćđulega]

1/12/09 06:00

Upprifinn

Svo ég vitni í heimsbókmentirnar: Ţetta var falleg vísa.

1/12/09 06:00

Einn gamall en nettur

Mikiđ ertu nú fallegur froskur.

1/12/09 06:00

Kiddi Finni

Falleg vísa og vel kveđin. Ţessa ćtla ég ađ prenta út.

Heimskautafroskur:
  • Fćđing hér: 29/11/07 15:40
  • Síđast á ferli: 5/6/23 18:54
  • Innlegg: 2708
Eđli:
innrćti frosksins ber af útliti hans eins og gull af eiri
Frćđasviđ:
bókmenntir, myndlist og innsýn í skógrćkt. hefur gaman af ţví ađ hnođa saman vísum.
Ćviágrip:
klaktist út viđ Eyjafjörđ og ól ţar aldur međ nokkurra ára hléi í hálfan fimmta áratug ađ hann stökk til Reykjavíkur.