— GESTAPÓ —
Nýliða-Ninjan
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 1/11/06
Næturför

Nóttin hún er niðdimm fljótt,
Ninju augu leita.
Lævís reikar læðist skjótt,
Laumast milli reita.

Snögglega hún skundar skart,
Skafla veður léttfætt.
Aldrei hennar verður vart,
Verkin hennar óbætt.

Næturgöltsins ljúfa ljós,
Lifir enn í glugga.
Liggja póar, lands og sjós,
Í ljúfu rúmi ´og rugga.

Albin stendur ennþá vörð,
Augu hans hún varast.
Græna tröllið treður jörð,
Tætir og offarast.

Stenst hún ekki, blútsins bál,
Berst hún aftur röltinn.
Frækin Ninju för svo, Skál!
fyrst á Næturgöltinn.

   (5 af 5)  
1/11/06 01:00

Upprifinn

fínt hjá þér

1/11/06 01:00

Skabbi skrumari

Já bara nokkuð gott hjá nýliðanum... Skál

1/11/06 01:00

Dula

Þetta er nú ekki nýliði fyrir fimmaur.

1/11/06 01:01

B. Ewing

Jeminn. Ruglaðist á þessum meinta nýliða og Óskari. Wilde.

Viljiði síðan gera svo vel og nota myndir sem ekki voru hjá öðrum í síðustu viku!

1/11/06 01:01

Huxi

Enn einn geðklofinn að yrkja, og það ekkert sérstaklega vel. Ég er ekki búinn að fyrirgefa þér að hafa lamið mig með prikinu sem þú kallar sverð, um daginn.

1/11/06 01:01

Dexxa

Þetta er nú bara helvíti flott!!

1/11/06 01:01

Nermal

Þetta er ekkert alslæmt. Smávægileg ofstuðlun þó.

9/12/07 18:01

Jónzerinn

Engin ofstuðlun hér..

Nýliða-Ninjan:
  • Fæðing hér: 29/10/07 21:26
  • Síðast á ferli: 20/11/09 23:39
  • Innlegg: 79
Eðli:
Er Ninja. Rosalega fær. Hef gaman af hestamennsku og útivist.
Fræðasvið:
Ninjun