— GESTAPÓ —
Huxi
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 5/12/09
Besti vinur mannsins

Ekki hestur eða hundur

Til að ná fullkominni hugarró er gott að sitja með köttinn sinn í kjöltunni og klappa honum mjúklega. Ef vel er slakað á, þá nærðu þeirri værð og afslöppun sem aðeins kötturinn hefur yfir að ráða. Kötturinn getur því hjálpað okkur til að ná því sem okkur er mikilvægast í hraða og streitu nútímans. Frið í sál og sinni.
Því er kötturinn besti vinur mannsins.

   (8 af 35)  
5/12/09 00:01

Isak Dinesen

Rétt.

5/12/09 00:01

hlewagastiR

Mæltu manna heilastur! Þetta er einfaldlega sannleikur í sinni hreinustu mynd. Ef menn halda öðru fram þá kemur bara tvennt til greina sem skýring. Annað hvort hefur viðkomandi aldrei þekkt kött eða viðkomandi er haldinn geðsjúkdóm.

5/12/09 00:01

Skabbi skrumari

Ekki gleyma blessaðri sauðkindinni...

5/12/09 00:01

Hvæsi

Einsog sumir vita er ég svolítið fjarri mínum heimkynnum.
En þegar ég fór af stað í ferðalagið fyrir næstum 2 árum, gat ég ekki hugsað mér að skilja kisu eftir, því hefur kisi ferðast með mér mörg þúsund kílómetra um 3 evrópulönd. Geri aðrir betur.
Það er bara svo notalegt að leggjast uppí rúm á kvöldin með litla skinnið malandi á bumbunni minni, það róar mig og vinnur á heimþrá.

5/12/09 00:01

Skabbi skrumari

Hvæsi: Ekki kallarðu litla skinnið þitt kisa?

5/12/09 00:01

Upprifinn

ég ætla ekki að segja orð.

5/12/09 00:02

Kargur

Kettir eru handbendi djöfulsins.

5/12/09 01:00

Herbjörn Hafralóns

Kettir eru óútreiknanlegir, undirförulir og lúmskir.

5/12/09 01:00

Huxi

Kargur: Þó að kötturinn hafi andlega yfirburði yfir þig á tilfinningalegu sviði, þá er algjör óþarfi að fara í vörn og breiða út óhróður um blessað dýrið.
Herbjörn: Þessir eiginleikar sem þú ert að ætla kettinum stafa einfaldlega af vantrausti og eðlislægri varfærni kattarins. Til að kötturinn geti verðið algerlega afslappaður og geti sýnt sitt rétta eðli, verður hann að vera algerlega öruggur um sig og treysta fólkinu sem hann býr með. Þá kemur líka í ljós hversu mikil tilfinningavera kötturinn er, hvað hann er næmur á líðan fólksins síns og hversu gjarnan hann vill vera góður vinur þess. En þau samskipti eru samt alltaf á jafnréttisgrundvelli.

5/12/09 01:01

Jarmi

Ég var, síðast þegar ég gáði, með ofnæmi fyrir köttum. En þeir eru voða ljúfir og blíðir sem kettlingar.

Mig langar í mörð.

5/12/09 01:01

Kífinn

Eitthvað hafa konurnar leikið ykkur kattkynhneigðu menn grátt.
Og stoltur lýsi ég því yfir að eiga eitt stykki geðsjúkdóm, hann heitir háskólanám.
Í framhaldinu álykta ég að lúmska, undirferli og óútreiknanleiki séu einhverra hluta vegna taldir kostir af ykkur. Það er miður.
Voff.

5/12/09 01:01

Bakaradrengur

Piparkakan er bezti vinur mannsins, og hana nú!

5/12/09 02:00

Villimey Kalebsdóttir

Fyrst að Upprifinn þegir þá tjái ég mig.

Hundurinn er besti vinur mannsins!

Kettir eru samt góð dýr.

5/12/09 02:00

Galdrameistarinn

Tek 100% undir síðasta innlegg Huxa og nú langar mig óstjórnlega mikið í kött.
Hund vil ég ekki sjá því þá get ég alveg eins náð mér í kellingu sem á krakka því hundar þurfa álíka mikla athygli og umhirðu og kelling og krakki.

5/12/09 02:00

Megas

Ég er Megas.

5/12/09 02:00

Hvæsi

Skabbi, nei kisinn minn heitir Snati.

5/12/09 02:01

krossgata

Kettir geta verið óútreiknanlegir, en þeir eru hvorki undirförulir né lúmskir. Þeir koma til dyranna eins og þeir eru... hærðir og ekkert undirferli þar í gangi. Þeir eru liprir og hljóðlátir og fólki bregður kannski þegar kisi er allt í einu mættur til að strjúka sér við ykkur - og kallið það undirferli og lúmsku. Það myndi því vera streita ykkar sem þið eruð að klína upp á hana kisu.

5/12/09 02:01

Hugfreður

Kisur eru æði.

5/12/09 02:02

Madam Escoffier

malar

5/12/09 06:01

Hrútaberið

Kettir eru mun betri dýr til eignar en hundar, hér í borginni að minnsta kosti. Þeir sjá um sig og sýnar hægðir sjálfir, eru sjálfum sér nógir í allt að 3 daga (ef nægilega mikill matur er skilinn eftir hjá þeim) þeir koma til þín þegar þér hentar en hundar eru bara eitthvað allt allt annað. Geltandi, slefandi óféti sem skíta risahlunks kúk sem þarf að taka upp og henda. Koma til þín óumbeðnir og slefa á þig og reyna að sleikja þig í framan með tungunni sem sleikti afturenda hundsins rétt áður. Horbjóður !

31/10/09 05:01

Sannleikurinn

Bölvað kjaftæði er þetta.
Helltu heitu kakói yfir lyklaborðið hjá þér maður!!

2/11/09 16:02

Agnes_Rjúpa

Ég get ekki verið á móti þessu, en það er samt smá við ketti sem maður þoli ekki(sorry)
En fólk bara sumir taka ekki á mark á þeim, eins og það er köttur í götuni minni hann á heima í götuni og það gefur eingin hounm að borða, það er sleði sem hefur frotsnað klakki á og bráðnað og alltaf til skiftis og hann kemur reglulega á viku klukkan þetta og fær sér sopa, ef að fók kaupir sér dýr skal það drullast að hugsa um það.

Huxi:
  • Fæðing hér: 20/9/07 20:16
  • Síðast á ferli: 19/5/20 12:12
  • Innlegg: 8180
Eðli:
Alltaf gapandi. Óáreiðanlegur tækifærissinni og pólitískur ójafnaðarmaður. Besti vinur þess sem er við völd eða á péning.
Fræðasvið:
Doktor í fáfræði. Ónytjafræðingur með sundrunarlíffræði sem sérgrein. Veit allt um ekki neitt...
Æviágrip:
***Top secret***
[Ritskoðað]
Huxi var fæddur að -----------------þann ------- og ólst upp að -------------------- Eftir nám -------------------------------------- sem -------------------------------------------------------- en þar var þá kennari --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hann fór síðan til starfa að ------------------- en ---------------------------------------------- Ekkert varð úr frekari ------------------------------------------------------------------- ------------------------------ Hann kynntist fljótlega ------------------------------------------------------------------------------ en ekki varð það henni til framdráttar. Huxi flutti þá til ---------------------------------og þar skrifaði hann sín helstu verk um ---------------------------------------------------------------------. Eftir komu sína til ---------------------------------------------------- hefur hann ekki getað á sér setið að blanda sér í umræður ----------------------------- og ------------------------------ en yfirleitt með -----------------------. Huxi er nú í sambúð með Færeyingnum og hefur undanfarið helst skipt sér af því hvernig sá sakleysingi lifir lífinu ásmt með því að tjá sig á hinum ýmsustu vefsíðum s.s.-----------------------------------------------Þar er ekki tekið mark á honum þar ferkar en annarstaðar samkvæmt áætlun sem ---------------------------------------------------------------------