— GESTAPÓ —
Huxi
Heiðursgestur.
Pistlingur - 6/12/08
Í ruglinu

Minnimáttakennd Landans sýnir sig oft.

Það hefur löngum loðað við okkur mörlandann að láta minnimáttakennd vora í ljósi með stórmennskulátum af ýmsu tagi. Það kom því ekkert tiltakanlega á óvart þegar að einn af falsspámönnum falsmiðilsins Ruv Sjónvarp fór að gapa því að lundapizzur þær sem listamennið Curver framreiddi fyrir gesti og gangandi á Bjargtöngum, væru vestustu pizzur Evrópu. Hverkonar dómadags rugl og þvaður er þetta í manninum. Borðar fólk ekki pizzur á Asoreyjum. Asoreyjar eru hluti af Evrópu og liggja mun vestar en Bjargtangar, svo munar mörgum gráðum.
Og fyrst ég er byrjaður, þá vil ég benda á annað stórmennskurugl sem landinn hefur belgt sig út af svo áratugum skiptir, þ.e. að Vatnajökull sé stærsti jökull Evrópu. Vatnajökull er EKKI stærsti jökull Evrópu! Austlandsfönnin á Svalbarða er töluvert stærri svo munar a.m.k. 5-600 ferkílómetrum. Svalbarði tilheyrir Evrópu ekki síður en Ísland. Svo má benda á þá leiðinda villu sem oss hefur verið kennd, að Leifr Eiríksson hafi verið fyrstur nafngreindra Evrópumanna til að finna og nema Ameríku. Það er nú ekki aldeilis svo. Það var Eiríkur Rauði, faðir Leibba sem fann og nam Grænland og stofnsetti það nýlendu norrænna manna sem var við líði a.m.k. 450 ár. Það er næstum því eins langur tími og seinni bylgja evrópumanna hefur búið í Ameríku. Og Grænland er, eins og allir vita hluti af Ameríku. Og ekkert fara að röfla um að hann hafi ekki fundið meginlandið... Kólumbus steig heldur aldrei fæti sínum á það og er hann samt talinn vera fullgildur landafundamaður.
Að lokum vil ég svo minna norðlendinga á að Akureyri er ekkki höfuðstaður norðurlands. Það er Reykjavík sem er höfuðstaður Íslands alls og norðurlandsins líka... Svona alveg í lokin vil ég biðja Vestmannaeyinga að hætta að halda því fram að stærsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum heiti Ísland...

   (14 af 35)  
6/12/08 03:00

Vladimir Fuckov

[Veltir fyrir sjer hvort Huxi eigi á hættu að verða ákærður fyrir andíslenskan áróður]

6/12/08 03:00

hlewagastiR

Þetta er stórmerkur og fróðlegur pistill, sannkallað úrvalsrit. Ég má til með að reyna að trompa þetta. Naddoddur var fyrstur nafngreindra manna til að finna Ameríku. Ameríka og Evrópa mætast á flekaskilunum sem ganga gegnum Íslands. Þess vegna mega Austfirðingar og Sunnlendingar mín vegna ganga í ESB. Sjálfur ætla ég að búa áfram í Ameríku. Hvað flatbökurnar á Bjargtöngum varðar þá eru þær sum sé servéraðar í Ameríku. Nú gæti einhverjum framtakssömum Þineyingi dottið í hug að selja lausgöngufólki (ferðamönnum) flatbökur á austasta útnára Ameríku - en þeir verða að bíta í það súra rassgat að Grænland teygir sig lengra í austur en Ísland.

6/12/08 03:00

Regína

[Fær sér flatböku vestast í Baggalútíu, leggur af stað gangandi til að fá sér sultutau syðst í Baggalútíu ...]

6/12/08 03:00

Billi bilaði

Afar skemmtilegur pistill. <Ljómar upp>

6/12/08 03:01

krossgata

[Bræðir mörinn]
Á þetta svo að fara út í landann?
[Klórar sér í höbbðinu]

6/12/08 03:01

Golíat

Orð í tíma töluð!
Er það þetta sem þú ert búinn að vera svona huxi yfir allan þennan tíma?

6/12/08 03:01

hvurslags

Að lokum legg ég til að útreikningar miðað við höfðatölu verði lagðir niður.

6/12/08 03:01

Þarfagreinir

[Hrekkur við]

Ég var að taka eftir því að Huxi er með bláan ramma. Hvað veldur?

En að efninu - Íslendingar eru bæði í senn ein mikilmennskubrjálaðasta og ein lítilmennskubrjálaðasta þjóð heims.

6/12/08 03:01

Villimey Kalebsdóttir

Haha Ljúft! [Ljómar]

6/12/08 03:02

Garbo

Ég hélt að þú ætlaðir að afsaka fjarveru þína hér með því að þú værir lentur i ruglinu en svo hefurðu barasta verið að huxa!

6/12/08 03:02

Algjört afbragð, sem innlegg Hlebba fullkomnar. Þá sérstaklega þetta með súra rassgatið.

6/12/08 03:02

Isak Dinesen

Frábært rit og viðbót hlebba ekki síðri.

6/12/08 03:02

Jarmi

Jamms. Fjandi gott. Mér finnst bara súrt að ég hafi ekki eitthvað klámfengið til að bæta við og út frá því yfirtaka orðabelgina. Sem svo myndi leiða af sér yfirtöku gagnvarpsins, sem augljóslega leiðir af sér yfirvald Jarma gagnvart öllum þegnum skóstærða-meistaranna. Sem aftur leiðir af sér að ég myndi ráða yfir öllum kvenmönnum og þeirra ... jæja, best að fara að koma sér í bælið. Það er vinna á morgun.

6/12/08 04:01

Skabbi skrumari

Íslenskt - já takk...

6/12/08 05:00

Huxi

Ég þakka öllum skemmtileg viðbrögð við pistlingi þessum. Og það er mér ljúft að svara þeim sem lögðu fram spurningar og aðrar athugasemdir.
Vlad: Nei, því nú er ég inni, bæði hipp og kúl. Það er svo obboslega 2009 að rakka Ísland niður.
Hlebbi: Nú féllstu lóðbeint í gryfjuna kallinn minn. Að reyna að gera skerið eitthvað merkilegra en það er með þessu útspili þínu er etthvað svo mikið 2007... Þó svo að flekaskilin séu hér undir landinu einhvernstaðar þá er landið allt nýmyndun á jarðsögulegum mælikvarða og jarðfræðilega að öllu leiti óskylt Grænlandi og Noregi sem eru okkar næstu alvöru nágrannar í Ameríku og Evrópu. Það er því ansi langsótt að ætla að tengja vestari hluta landsins við Ameríku. Ísland er bara afleiðingar þess að flekaskil og svokallaður "Heitur reitur" slysuðust til að vera svotil á sama blettinum fyrir örfáum ármilljónum.
Krossa: Þú mátt alveg prófa, en ég mæli ekki með því. Betra að neyta þess í sitt hvoru lagi.
Golíat. Já.
hvurslags: Sammála.
Þarfi: Það er mér mikill heiður að blámenn Baggalútíu hafi gefið mér svona fallegan bláann ramma. [Glottir eins og hálfbjáni]. Lítlimennskan er okkur í blóð borin og því reynum við að breiða yfir hana með mikilmennskunni.
Garbo: Ég er alltaf í einhverju rugli en fjarvera mín hefur stafað af öðrum orsökum og alvarlegri. En þið eruð alltaf í huga mér.
Jarmi: Klámfengið eða ekki... Bara það að fá myndina af þér fyrir neðan félaxrit eftir sig er ákveðin stimpill. Það fær aðra karlmenn til að öfundast út í mig og hvetur léttllyndar konur til að lesa félaxritið. En það fær einnig mæður til að banna dætrum sínum að fara inn á Gestapó og feður til að vara syni sína við hættum heimsins...
Skabbi: Baggalútískt - já takk.

6/12/08 05:00

hlewagastiR

Huxi, Huxi, Huxi: Hvar í afturgengnum úlfaldaskít reyndi ég að gera skerið eitthvað merkilegt með orðum mínum? Mér sýnist að þú hafir lesið orðableginn minn ölvaður og í gegnum skítug sólgleraugu Helga Hjörvars. Mér er svo sem alveg sama þó að ég búi ekki í Ameríku því mér sýnist að þú hafnir því jafnframt alfarið að landið sé í Evrópu. Það er fyrir mestu. Og heyrðu, Kúba er mjög óskyld Grænlandi svona jarðfræðilega. Samt í Ameríku. Mér sýnist að þú hafir sjálfur fallið í gryfjugreyið. Ég er samt alveg til í djöpma niður til þín með kassa af ákavíti á gamla verðinu og bjóða þér á lóðbeint fyllerí.

6/12/08 05:00

Huxi

Hlebbi: þú reyndir að gera Ísland að einhverju sem það er ekki, þ.e. að landið væri hluti af Ameríku með því að tengja það jarðfræðilega við þá heimsálfu. Það kalla ég að skreyta skerið með stolnum fjöðrum.

6/12/08 05:01

hlewagastiR

Ekki vissi ég að þér þætti svo mikið til Ameríku koma að þú litir á það einhverja sértaka upphefð að vera staðsettur á ystu mörkum Ameríkuflekans. En við erum þar samt, Huxi sæll, jarðfræðileg heimsálfuskil miðast við flekaskil og þó að þú haldir öðru fram þá erum við ekki á mörkum téðs fleka vegna þess að ég hafi stolið honum!

6/12/08 05:01

Vladimir Fuckov

Oss er ekki alveg ljóst nákvæmlega hversu mikil alvara er í því sem rætt er í allra síðustu innleggjum en sje einhver í alvöru að hugsa um að stela öðrum eða báðum þeim flekum sem hjer hafa verið ræddir biðjum vjer viðkomandi að hugsa það mál betur. Eldgos geta að vísu vissulega verið góð ef þau eru ekki of stór, þ.e. ef þau eru túristagos. Það er hinsvegar alveg ljóst að alltof mikil eldvirkni yrði hjer í kjölfar flekaþjófnaðar. Því biðjum vjer gesti hjer vinsamlegast að láta flekana í firði.

6/12/08 05:01

hlewagastiR

Vladimir: Áttu við að ég beri ábyrð á Vestmannaeyjagosinu? [Gefur frá sér vellíðunarstunu]

6/12/08 05:01

Huxi

Ég get smíðað fleka... [Ljómar upp]
Og Hlebbi. Landafundir á Ameríkusvæðinu hafa mér vitanlega aldrei miðast við jarðfræðileg flekaskil heldur einhverjar óútskírðar reglur um heimálfuskiptingu út frá einhverjum öðrum annarlegum hvötum sem ég þekki ekki. Mér þykir það ekki upphefð að tilheyra þessum ammeríksa fleka, en hins vegar hafa túristafrömuðir reynt að nota þessi flekaskil til að upphefja skerið með því að brúa sprungur og ljúga því að útlendíngum að það sé hægt að sjá téð flekaskil á Þingvöllum...
Bölvað minnimáttabrjálaði alltaf hreint.
Ps. Hlebbi. Þú ert samt sætur.

6/12/08 05:02

hlewagastiR

Ég má til með að nöldra aðeins meir þó að ég sé sætur (get ekkert gert að því, frekar en Stebbi forðum). Ég dró þetta Ameríku dæmi fram til að dissa ferðaþjónustuna og bakka þig upp í þessu „vestasta pizza í Evrópu bulli“. Þessi beini stuðningur við málstað þinn kom í kjöfar þess að ég lýsti því yfir að ritið þitt væri sannkallað úrvalsrit. Svo svaraðir þú bara með því að ég væri þjóðrembingsfábjáni á kafi í djúpri drullugjótu. Þá fór ég að gráta og er enn með ekkasog enda er ég sinnisveikur og það má ekki dissa mig. Ef það gerist þá brotna ég niður og er miður mín í marga daga, þarf jafnvel að leggjast inn. Ég er með vottorð upp á þetta. Mér finnst þú samt æðislega frábær dúllubossi, Huxi minn.

6/12/08 05:02

Billi bilaði

Er samt ekki betra að leggjast inn en leggjast út? <Starir þegjandi út í loftið>

6/12/08 05:02

Vladimir Fuckov

Í framhaldi af síðasta innleggi voru hjer og orðaskiptum í nánd við það er rjett að taka fram að vjer höfum Hlebba núna sterklega grunaðan um að hafa reynt flekarán fyrr í kvöld. Rök fyrir því er að finna í mæliniðurstöðum ýmissa mælitækja. Svo virðist þó sem ránið hafi mistekist.

6/12/08 06:00

hlewagastiR

Það tókst alveg næstum því, sko! [Ljómar geðveikt upp]
Næ helvítis prammanum næst.

6/12/08 06:00

Huxi

Hlebbi! Hættu að hrista Ammeríkuflekann. Ég skal hætta að dissa þig. Plís, ekki fleiri jarðskjálfta...

31/10/09 05:01

Sannleikurinn

Virðingarfyllst en - rugl og kjaftæði og ekkert annað hr. Huksi.

Huxi:
  • Fæðing hér: 20/9/07 20:16
  • Síðast á ferli: 19/5/20 12:12
  • Innlegg: 8180
Eðli:
Alltaf gapandi. Óáreiðanlegur tækifærissinni og pólitískur ójafnaðarmaður. Besti vinur þess sem er við völd eða á péning.
Fræðasvið:
Doktor í fáfræði. Ónytjafræðingur með sundrunarlíffræði sem sérgrein. Veit allt um ekki neitt...
Æviágrip:
***Top secret***
[Ritskoðað]
Huxi var fæddur að -----------------þann ------- og ólst upp að -------------------- Eftir nám -------------------------------------- sem -------------------------------------------------------- en þar var þá kennari --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hann fór síðan til starfa að ------------------- en ---------------------------------------------- Ekkert varð úr frekari ------------------------------------------------------------------- ------------------------------ Hann kynntist fljótlega ------------------------------------------------------------------------------ en ekki varð það henni til framdráttar. Huxi flutti þá til ---------------------------------og þar skrifaði hann sín helstu verk um ---------------------------------------------------------------------. Eftir komu sína til ---------------------------------------------------- hefur hann ekki getað á sér setið að blanda sér í umræður ----------------------------- og ------------------------------ en yfirleitt með -----------------------. Huxi er nú í sambúð með Færeyingnum og hefur undanfarið helst skipt sér af því hvernig sá sakleysingi lifir lífinu ásmt með því að tjá sig á hinum ýmsustu vefsíðum s.s.-----------------------------------------------Þar er ekki tekið mark á honum þar ferkar en annarstaðar samkvæmt áætlun sem ---------------------------------------------------------------------