Þegar þingfólk hefur ekki neitt þarfara við tímann að gera..
Nú um stundir er umræða í þjóðfélaginu um að það sé ótækt að kalla tippislausan ráðherra, ráðherra. Það eru auðvitað gleðitíðindi að finna það, svona í svartasta skammdeginu, að stjórnarliðum þykja mál öll vera í svo góðum farvegi að þjóðarskútan geti siglt á sjálfstýringu meðan þingheimur veltir fyrir sér kynjahugtökum í stjórnsýslunni. Og stjórnarandstaðan er svo ánægð með stjórnina og þjóðfélagið í heild, að henni finnist það brýnast að ráðherra hefji sagnfræðilegar kynjarannsóknir á tilkomu litavals á ungbarnafatnaði. Það er ekki að ófyrirsynju því er haldið fram við búum í besta landi í heimi. Hvílík lúxusvandamál sem Alþingi þarf að leysa. Að sjálfsögðu tek ég heilshugar undir það að þessi mál séu rannsökuð út í hörgul, enda er ég víðsýnn jafnréttissinni sem er hættur að kalla blökkumenn surta nema svona tvisvar í viku. Og ég hef ekki mismunað konum né sýnt kynhlutverki þeirra óvirðingu, með því að pissa standandi, í há herrans tíð. Maður verður að vera meðvitaður..
En þó finnst mér að það verði að láta þessa afkynjun stjórnsýslunar ná í báðar áttir, eða a.m.k. skipta reglulega út kvk.heitum fyrir kk. heiti á hinum ýmsustu hugtökum.
Því er það mín tillaga, svona til að venja þjóðina við að ÞINGSKÖP verði hér eftir nefnd ÞINGTIPPI.
[Missir sig í hamslausan hlátur og er algerlega orðavant fyrir þær sakir]
[Tekst að frussa út nokkrum orðum milli hlátursvkiðanna en þau er því miður óskiljanleg]
[Slær sér á lær, skellihlæjandi og dregur að sér óþarfa athygli vinnufélaganna]
Nákvæmlega! Meira ruglið...
Einfaldar lausnir eru bestar. Að í íslensku verði bara hvorugkyn. Aldrei séu rituð fleiri "n" en eitt í röð. "Y" sé sleppt. Punktar og kommur verði settar að smekk hvers og eins. Beygingar verði aflagðar. Málið yrði hentugt og þjált að læra og skrifa. Minni hætta yrði á að pólska yfirtaki íslensku á næstu 10-20 árum. Áfram Ísland!
Þið eruð nú meiri aularnir. Skap er hvorugkynsorð!
Það er ekki afkynjun breyta orðinu í þingpíka eða þingtippi, heldur kynjun!
[Fer í sólskinsskap.]
Mér finnst þessi kynjaumræða einhver sú heimskulegasta sem komið hefur framm lengi. Líka þetta með að vera ekki að kyngreina börnin á fæðingardeildini. Hafa þessir rassapar ekkert að gera?
Ég hélt að sköp væri fleirtöluorð Regína...? [dregur hana óvart niður úr sólskinsskapinu]
Eitt skap < Mörg sköp
Ein sköp < Mörg sköp
Má þá draga ályktun sem svo að konur láti skap sitt stýrast af sköpum sínum? Eða hvað?
Það fer nú mest fyrir úrkynjun í þessu félagsriti. Það vantar ritnefnd á Gestapó. Strax!