— GESTAPÓ —
Huxi
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/11/06
Af byggðamálum

Þegar minnimáttarkennd brýst út í stærilæti.

Í skrifum sínum hér á Gestapó hefur borið duggunarlítið á því að ýmsir landsbyggðarbúendur telja það vera hina verstu kvöl og pínu að þurfa að ferðast til höfuðborgarinnar. Það er fjasað og fjargviðrast yfir öllu sem í borginni er og því fundið flest allt til foráttu. Svo enda skrifin á því að það er hrósað happi yfir því að hafa sloppið lifandi úr þessari Sódómu. Svo taka aðrir undir í athugasemdum og spunaþráðum um hvað viðkomandi sé nú mikil hetja að hafa sloppið frá þessu óskaddaður á sál og líkama.
Þessi minnimáttarkend landsbyggðarlýðsins fer nú að vera dulítið þreytandi. Það er eins og það teljist einhver stór ljóður á ráði manna, ef þeir hafa sett sig niður hér á stórborgarsvæðinu. Mér þykir þetta hvimleiður ávani og landsbyggðinni hvorki til sóma eða framdráttar á neinn hátt. Þetta er aðeins minnimáttakennd sem er að finna sér farveg.
Það væri nær að fólk stæði saman, hvar sem það er í sveit sett og liti á sig sem eina þjóð í einu landi, í stað þess að kynda undir helvítis hrepparígnum.
Sameinuð þjóðin á frekar að huga að landvinningum og stofna ríkjabandalag með Grænlandi og Færeyjum. Vinna síðan að því að ná Jan Mayen og Svalbarða frá beinvítans Normönnunum. Jafnvel Norður-Noregi líka.
Þá væri nú meiri skemmtan af því að henda gaman að færeyingunum og hlægja á bak grænlendinganna. Svo væri hægt að sameinast í því að grínast með hvað norsararnir sé nú míklir déskotans lúðulakar og lufsur.
Haldiði ekki að það væri munur...

   (30 af 35)  
1/11/06 01:02

Andþór

Heyr heyr!

1/11/06 02:00

Offari

Mér líður einfaldlega illa í Reykjavík. Og er alltaf feginn að sleppa þaðan.

1/11/06 02:00

Regína

Mér líst vel á þetta með norður Noreg. Svo getum við unnið okkur suðureftir.

Annars fór ég til borgarinnar áðan og er blessunarlega komin heim.

1/11/06 02:00

Huxi

Ef þér líður illa Offari minn þá er það ekki borginni að kenna. Vandamálið er hjá þér. Pantaðu tíma á heilsugæslunni og narraðu gleðipillur út úr doksa áður en þú kíkir næst í bæinn.

1/11/06 02:00

Kondensatorinn

Heima er best, las ég einhverstaðar.

1/11/06 02:00

Texi Everto

Hæ!

1/11/06 02:00

Upprifinn

Fokk jú.

það er örugglega fínt að búa þarna annars væru varla svona margir að þvælast í helvítis bleytunni
en það er hundleiðinlegt að koma þarna einu sinni tvisvar á ári og þurfa í þeirri heimsókn að klára frá öll sín erindi á mettíma

1/11/06 02:00

Hexia de Trix

Það er bara ein höfuðborg! Ríkisborgin! Höfuðborg Baggalútíu! [Veifar vísifingri og reynir að rifja upp hvort höfuðborg Baggalútíu heiti Baggalútía líka eða hvort hún sé nafnlaus]

1/11/06 02:00

Sjöleitið

Heima er best... ííískalt!

1/11/06 02:00

Útvarpsstjóri

Nú hef ég búið á þessu svokallaða "höfuðborgarsvæði" í nokkra mánuði og ég get ekki sagt að þetta venjist. Mér hundleiddist þetta svæði áður en ég flutti hingað og ég gríp hvert tækifæri til að fara upp í sveit.

Ekki er viðhorf innfæddra hér til þess sem þeir kalla "landsbyggðina" (eins og þeir búi ekki á landinu) neitt skárri. Mikið ber á því viðhorfi að "úti á landi" fyrirfinnist ekkert nema sérvitrir afdalabændur, heimskir harðmæltir krakkar, vosbúð og volæði.

Ég ætla að flytja aftur upp í sveit við fyrsta tækifæri.

1/11/06 02:00

hvurslags

Hvaða hvaða, ég finn mig einstaklega vel innan ákveðins póstnúmers á s.k. "höfuðborgarsvæðinu". Kýr baula blíðlega á bökkum tjarnarinnar, spóinn vellir yfir Hringbrautinni og grasið í Þingholtinu bylgjast ljúft í kvöldsólinni.... [fær heimþrá]

1/11/06 02:00

Hexia de Trix

Elsku Úbbi minn, þú misskilur. Þú ert á landsbyggðinni! Hafnarfjörður er ekki Reykjavík!

1/11/06 02:00

Golíat

Það er fínt að koma til Reykjavíkur, sérstaklega ef maður kemst samdægurs heim.
Bölvað einokunarflugfélagið sem okrar stjórnlaust á okkur landsbyggðarlýðnum, er sem betur fer með margar ferðir á dag nú orðið. Það má þakka blessaðri stóriðjustefnunni.

1/11/06 02:00

Tigra

Ég hef nú búið alla mína ævi í höfuðborginni og mér hundleiðist það. Ég vil norður í Skagafjörð í sveitina mína þar sem ég finn ættjarðargrasið á milli tána.
Myndi ekki mæla með því við neinn að flytja í höfuðborgina.
Ég vil reyndar ekki búa í neinum bæ eða smá þorpi heldur... heldur bara upp í sveitinni minni.
[Andvarpar mæðulega]

1/11/06 02:00

Garbo

Hverjum þykir sinn fugl fagur og allt það. En við mættum kannski reyna að sýna smávegis af svokölluðu umburðarlyndi og viðurkenna að það hentar ekki öllum það sama, og að við erum ekkert verri fyrir það.

1/11/06 02:00

Garbo

Já, og LANDSBYGGÐIN LIFI!

1/11/06 02:01

Kargur

Reykjavík væri svo sem ágæt ef hún væri ekki svona stútfull af reykvíkingum.

1/11/06 02:01

Billi bilaði

... jú.

1/11/06 02:01

coltrane

Niður með hrepparíginn!

1/11/06 02:02

Jarmi

Auðvitað er hollt að það sé rígur. Það hvetur menn til að bæta sig og verða "hinum" fremri. Og ekki er það svo slæmt ef "hinir" eru hörkutólin utan af landi, já eða menningarfrömuðirnir í bænum. Íslendingar!

1/11/06 02:02

blóðugt

Ég verð nú að segja að þó ég hafi einhvurn tímann sagt að ég þoldi ekki að vera í Reykjavík, þá hef ég aldrei talað illa um þá er þar búa. Ég kalla höfuðborgarbúa þó a.m.k. ekki lýð, eins og þú kallar okkur landsbyggðarfólk, enda þekki ég mikið af góðu fólki sem býr í höfuðborginni.
Ég stend og fell með því að það er best að búa úti á landi - best fyrir mig. Þú getur alveg kallað mig "lýð" en hafðu það þá fyrir sjálfan þig.

1/11/06 02:02

Útvarpsstjóri

Ef lýðurinn býr "úti á landi" þá hljóta þeir að stjórna öllu, þetta er jú lýðveldi. [ljómar upp]

1/11/06 02:02

Huxi

Þeir sem ég kalla lýð eru þeir sem eru með leiðindi og aurmokstur. Ekki svona eðalfólk sem býr út á landi og er stolt af því að vera Íslendingar. Landsbúar sem eru líka stoltir af stórborginni þó svo að þeir vilji ekki búa þar sjálfir. Það er svoleiðis fólk sem er, sem betur fer, megnið af því fólki sem ég þekki á landsbyggðinni. Sérstaklega vil ég tiltaka Ísfirðinga sem fólk sem kann að vera landsbyggðarbúar og um leið heimsborgarar, og lausir við hrepparíg gagnvart borgarbúum.

1/11/06 03:00

Sjöleitið

Sko, borgin heitir borg af því að þar borga menn. Landsbyggðin heitir landsbyggð af því að þar byggja menn landið. En hvað þá með Borgarbyggð? kann einhver að spyrja. Jú, þeir hafa sitt af hvoru.

1/11/06 03:00

Regína

Ég var byrjuð á svo löngu innlegi um daginn að ég velti því fyrir mér að skrifa stutt félagsrit, en ég nenni því ekki.
Það sem mér leiðist mest við marga Reykvíkinga er þetta viðhorf sem þeir hafa til afgangsins af landinu og fólksins sem býr þar. Það er eins og þeim finnist við vera þarna til þess eins að bíða eftir að þeir láti sjá sig á sumrin þegar þeir koma til að skoða "landið" og gagnrýna það.
Þeir átta sig ekki á því að við eigum heima hér, rétt eins og þeir eiga heima á höfuðborgarsvæðinu.
Svo ganga þeir um tuðandi. En ef einhver kæmi heim til þeirra og byrjaði strax að setja út á myndirnar á veggjunum og hvernig maturinn er settur fram eða að það væri ekki hægt að gera við dekk hvar sem er þá yrðu þeir hvumsa.
Landið er ein heild, höfuðborg þess er í Reykjavík, og kringum hana eru stórir þéttbýliskjarnar. Helmingur þjóðarinnar býr annars staðar, hefur oft önnur viðhorf til marga hluta, en af hverju erum við "hinir"?
Samt hef ég einkennilega mikið á tilfinningunni að þessi leiðinlega tegund höfuðborgarbúa viti ekki um sæluríkið Baggalútíu.

1/11/06 03:01

Hexia de Trix

Það er aðeins eitt sem angrar mig við landsbyggðarfólk sem og marga á suðvesturhorninu: Að geta ekki gert greinarmun á borginni sjálfri annarsvegar, og bæjunum í kringum hana hinsvegar.
Vestfirðingar verða súrrandi illir ef fólk kallar alla Vestfirði Ísafjörð, sömuleiðis með Norðlendinga ef allt Norðurlandið er kallað Akureyri eða Húsavík. Og þar fram eftir götunum. Samt sem áður leyfir fyrrgreint fólk sér að kalla Hafnarfjörð Reykjavík, og sér ekki muninn.

Sem betur fer þó, eru hinir fleiri sem kunna sína landafræði - eða geta að minnsta kosti verið sjálfum sér samkvæmir og borið sömu virðingu fyrir öðrum og þeir heimta sjálfum sér til handa.

1/11/06 03:01

Huxi

Það eru fífl allstaðar en ástæðan fyrir því að ég tók skrif landsbyggðarbúa sem dæmi um leiðindi, er sú að þau eru, því miður mun, meira áberandi hér á Gesatapó. En hitt er að sjálfsögðu alveg jafn vont , leiðinlegt, rörsýnt og heimskulegt viðhorf, að sitja í borginni og ausa skít yfir landsbyggðina.

1/11/06 04:01

krossgata

Ég bjó einu sinni á landsbyggðinni og flutti þaðan um leið og ég gat. Það er fínt að vera í borginni. Færeyingar eru auðvitað tígrisdýrafæða og Norðmenn lúðulakar. Grænlendingar? Ég veit ekkert um þá.

1/11/06 06:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Rassistar !

31/10/09 05:01

Sannleikurinn

tómt kjaftæði hr. Huksi

Huxi:
  • Fæðing hér: 20/9/07 20:16
  • Síðast á ferli: 19/5/20 12:12
  • Innlegg: 8180
Eðli:
Alltaf gapandi. Óáreiðanlegur tækifærissinni og pólitískur ójafnaðarmaður. Besti vinur þess sem er við völd eða á péning.
Fræðasvið:
Doktor í fáfræði. Ónytjafræðingur með sundrunarlíffræði sem sérgrein. Veit allt um ekki neitt...
Æviágrip:
***Top secret***
[Ritskoðað]
Huxi var fæddur að -----------------þann ------- og ólst upp að -------------------- Eftir nám -------------------------------------- sem -------------------------------------------------------- en þar var þá kennari --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hann fór síðan til starfa að ------------------- en ---------------------------------------------- Ekkert varð úr frekari ------------------------------------------------------------------- ------------------------------ Hann kynntist fljótlega ------------------------------------------------------------------------------ en ekki varð það henni til framdráttar. Huxi flutti þá til ---------------------------------og þar skrifaði hann sín helstu verk um ---------------------------------------------------------------------. Eftir komu sína til ---------------------------------------------------- hefur hann ekki getað á sér setið að blanda sér í umræður ----------------------------- og ------------------------------ en yfirleitt með -----------------------. Huxi er nú í sambúð með Færeyingnum og hefur undanfarið helst skipt sér af því hvernig sá sakleysingi lifir lífinu ásmt með því að tjá sig á hinum ýmsustu vefsíðum s.s.-----------------------------------------------Þar er ekki tekið mark á honum þar ferkar en annarstaðar samkvæmt áætlun sem ---------------------------------------------------------------------