— GESTAPÓ —
Huxi
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 1/11/06
Af tónleikum

Hljómleikar Sniglabandsins í Borgarleikhúsinu 23.10. 2007

Tilefni þess að Sniglabandið hélt þessa tónleika er útkoma nýjasta disks sveitarinnar. Sá ber nafnið Vestur og inniheldur lög sm þeir Sniglabandsmenn sömdu eftir uppskriftum hlustenda Rásar 2 í fyrrasumar.
Fyrir tónleikana skemmtu 3 spunaleikarar sem kölluðu sig Gæt að baki mínu, upp á ensku. Það mátti glotta út í annað að trúðslátum þeirra en þó var ég frekar feginn þegar þeir hættu loddaraleik sínum og hurfu af sviðinu.
Sniglabandið steig þá á svið ásamt 4 lúðraþeyturum, 2 bakraddasönvurum og Ásgeiri Óskarsyni á slagverk. Þeir hófu leik á titillagi disksins og gáfu tóninn fyrir skemmtun kvöldsins með afslöppuðum og vönduðum flutningi. Lögin sem þeir settu á Vestur eru í afar mismunandi stíltegundum og mátti heyra þetta kvöld afar fjölbreytta tónlist. Þarna voru ljúfsárar poppballöður, hraður polki, hefðbundið íslenskt sveitaballarokk og eitt lagið minnti mig helst á Sir Duke með Steve Wonder! Allt var þetta flutt með hæfilegu kæruleysi og fádæma spilagleði. Í varnaðarsöng gegn ölvunarakstri, sem saminn var í anda Johnny Cash, söng Hjördís Geirs með þeim, og í smellinum Britney stukku Nylon stelpurnar á svið og stóðu sig vel.
Hljómsveitin tók einnig nýrri, óútgefin lög og gömlu lögin afgreiddu þeir í syrpu sem fékk margan gamlan aðdáandann til að klappa saman lófunum og rugga sér í lendunum.
Einar Rúnarsson orgelleikari Sniglabandsins er, að margra áliti, fyndnasti maður landsins og það var ekki laust við að hann sannaði að með einsöng sínum í 2 lögum. Annað var Thrasmetalsöngur að hætti Gylfa Ægissonar, og það lá við að undirritaður þyrfti áfallahjálp eftir þann flutning. Einnig söng hann ástaróð til lungasjúkrar stórreykingakonu á Heilsuhælinu í Hveragerði og kom fram sem landflótta jasspíanisti frá Kína. Salurinn veltist um af hlátri.
Það skyggði örlítiið á gleði mína að 2 síðustu lögin fyrir uppklapp voru bæði samin eftir uppskrift færeyingsfíflsins sem á að vera mér til aðstoðar hér á kontórnum. Fyrra lagið er Klesmher-gyðinglegur brúðkaupssöngur og var vissulega stórbrotin lagasmíð þar sem lúðrasveitin fór á kostum. Og síðasta lagið var Lennonlegt epískt verk og þar kom Barnakór Kársnesskóla þeim til aðstoðar. Sannarlega stórbrotinn endir á frábærum tónleikum.
Það er engin hljómsveit sem kemst neitt nærri Sniglabandinu þegar kemur að því að spila fjölbreytta afslappað fyndna og kabarettkenda tónleika. Og orð Bo Halldórs, Sniglabandið - Stuðmenn fátæka mannsins eiga ekki við lengur, þessir tónleikar sönnuðu það.

   (31 af 35)  
1/11/06 00:02

Haraldur Austmann

Undirritaður? Það er enginn undirritaður.

1/11/06 00:02

Huxi

Undirritaður, yfirritaður, ekki vera með tittlingaskít.

1/11/06 00:02

Haraldur Austmann

Hann er góður.

1/11/06 00:02

Útvarpsstjóri

Éttu úldinn hund Halli [glottir eins og fífl]

1/11/06 00:02

Haraldur Austmann

Með bestu lyst. En þetta voru samt leiðinlegir tónleikar.

1/11/06 00:02

Gísli Eiríkur og Helgi

TæR snilld 1

1/11/06 00:02

Huxi

Mamma þín eru leiðinlegir tónleikar.

1/11/06 01:00

Hakuchi

Aldrei hættir Sniglabandið. Fyrir mér eru þeir svolítið eins og Spaugstofan, komnir 15 ár fram yfir vitjunartíma sinn.

1/11/06 01:00

Dula

Hvaða endemis vitleysa Hakuchi, sniglabandið eru unaðsleg blanda af vitleysu og hæfileikum sem dettur sko aldrei úr tísku. Ég hefði svo sannarlega farið á þessa tónleika hefði ég bara vitað af þeim.

1/11/06 01:00

Galdrameistarinn

Það hefði verið gaman að komast á þessa tónleika, en eitthvað segir mér að ég muni nú eiga þess kost að komast fyrr eða síðar.
[Íhugar að skreppa til Óðinsvéa og snúa upp á handleggina á Skúla]

1/11/06 01:00

Huxi

Skúli verður kominn út á sunnudagsmorguninn. Vertu bara tilbúinn með sveifina þá.

1/11/06 01:00

krossgata

"sannaði að með einsöng sínum í 2 lögum."
Sannaði að hvað?

1/11/06 01:01

Huxi

Þarna vantar Þ. [rReynir að lemja færeyinginn fyrir óvandaðan prófarkarlestur. Hittir ekki ]

1/11/06 01:01

krossgata

[Grípur færeyinginn og sparkar þorni í stafsetningarholuna á honum]

Grunaði það. Þá verð ég að segja að ég er mjög forvitin. Hvernig sannaði maðurinn að hann sé fyndnasti maður Íslands með söng sínum? Syngur hann svona illa að það er brandari að hlusta á hann?

1/11/06 01:01

Huxi

Flutningur hans var einfaldlega afspyrnu fyndinn. Að reyna að lýsa fyndni þessari er svipað og að reyna að lýsa bragðinu af soðinni ýsu með kartöflum og sméri, fyrir manni sem aldrei hefur smakkað ýsu.

1/11/06 01:01

Útvarpsstjóri

Þá væri nú gaman að sjá þig reyna að lýsa þessu, láttu vaða.

1/11/06 01:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Mjög sómasamleg samantekt.

1/11/06 04:02

Garbo

Þú ert sem sagt þessi umræddi Einar, eða hvað?

1/11/06 05:00

Huxi

Þér finnst ég varla mjög fyndinn, er það?

1/11/06 05:01

Billi bilaði

Ekki hef ég heyrt neitt af þessum diski, svo ég viti til, en „Jólahjól“, „Éttu úldinn hund, kona“, og Rússlandsferðar-lagið koma mér alltaf í gott skap.

1/11/06 07:02

Garbo

Jú, það er eitthvað við ykkur hjólastrákana.

1/11/06 02:01

coltrane

Tóku þeir: "Éttu úldin hund, kona!" á tónleikunum?

31/10/09 05:01

Sannleikurinn

tómt kjaftæði hr. Huksi

Huxi:
  • Fæðing hér: 20/9/07 20:16
  • Síðast á ferli: 19/5/20 12:12
  • Innlegg: 8180
Eðli:
Alltaf gapandi. Óáreiðanlegur tækifærissinni og pólitískur ójafnaðarmaður. Besti vinur þess sem er við völd eða á péning.
Fræðasvið:
Doktor í fáfræði. Ónytjafræðingur með sundrunarlíffræði sem sérgrein. Veit allt um ekki neitt...
Æviágrip:
***Top secret***
[Ritskoðað]
Huxi var fæddur að -----------------þann ------- og ólst upp að -------------------- Eftir nám -------------------------------------- sem -------------------------------------------------------- en þar var þá kennari --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hann fór síðan til starfa að ------------------- en ---------------------------------------------- Ekkert varð úr frekari ------------------------------------------------------------------- ------------------------------ Hann kynntist fljótlega ------------------------------------------------------------------------------ en ekki varð það henni til framdráttar. Huxi flutti þá til ---------------------------------og þar skrifaði hann sín helstu verk um ---------------------------------------------------------------------. Eftir komu sína til ---------------------------------------------------- hefur hann ekki getað á sér setið að blanda sér í umræður ----------------------------- og ------------------------------ en yfirleitt með -----------------------. Huxi er nú í sambúð með Færeyingnum og hefur undanfarið helst skipt sér af því hvernig sá sakleysingi lifir lífinu ásmt með því að tjá sig á hinum ýmsustu vefsíðum s.s.-----------------------------------------------Þar er ekki tekið mark á honum þar ferkar en annarstaðar samkvæmt áætlun sem ---------------------------------------------------------------------