— GESTAPÓ —
Huxi
Heiðursgestur.
Dagbók - 10/12/06
Af móttökum.

Hvurnig allt hefur þróast.<br />

Þegar ég hóf mína vandlega undirbúnu og þaulskipulögðu innrás í Baggalútíu þá gerði ég mér það alveg ljóst að það var eins líklegt að það gæti orðið erfitt að samlagast samfélaginu. Hér væru að öllum líkindum búnar að myndast vinahópar, klíkur og kaupfélög sem mér yrði vart hleypt inní fyrr en eftir dúk og disk, ef þá nokkurn tímann. Ég, hafandi búið í vanþróuðum og menningarsnauðum löndum s.s. Mbl.is og H***.is var alveg undir það búinn, að þeir sem hér ráða ríkjum væru ekki ginnkeyptir fyrir því að láta einhvurn menningarvannærðan nýbúaskratta vaða hér inn um allt.
En í stað þess að vera tekið eins og ölvuðum afbrotamanni sem ryðst inn í barnaafmæli, þá er reynslan sem betur fer allt önnur. Hér hafa allir reynst vinsamlegir í minn kálgarð og þegar ég á fyrsta degi var boðinn ásamt öðrum nýliðum í 1/2 aldar afmæli Þarfa, þá var ég bæði undrandi og hrærður. (Það að ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að mæta kemur þessu ekkert við)
Því vil ég þakka öllum sem ég hefi hitt hérna fyrir góðar móttökur, og ég vona að samferð okkar hér verði sem lengst og ánæjulegust.

   (34 af 35)  
10/12/06 05:01

Lopi

Bara velkominn Huxi.

10/12/06 05:01

Texi Everto

Velkomin aftur Hydra

10/12/06 05:01

Tina St.Sebastian

Velbekom.

10/12/06 05:01

Nornin

Velkominn kæri. Þú ert skárri en flestir nýbúaskrattarnir hérna!

10/12/06 05:01

Tigra

Hálfar aldar afmæli Þarfa?
ÞARFA?
[Hrifsar listann yfir óvini ríkisins af Vlad og bætir Huxa efst á hann]

10/12/06 05:01

Anna Panna

Svona er bara lífið, sumir labba inn í Baggalútíu og líður strax eins og heima hjá sér, aðra þarf að siða aðeins til og enn aðrir gefast upp á öðrum degi.

Ég segi eins og hinir, velkominn og láttu fara vel um þig, innreið þín í Baggalútíu er skólabókardæmi um vel heppnaða nýliðun! [Setur öll fyrstu innlegg Huxa í nýliðaþjálfunarhandbækur Bagglýska heimsveldisins]

P.s. klóraðu Tigru aðeins bakvið eyrun og gefðu henni Færeying að naga, þá ættirðu að sleppa við listann...

10/12/06 05:01

Upprifinn

það var tekið allt of vel á móti þér. en þú ert samt ágætur greyið.

10/12/06 05:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Knús

10/12/06 05:01

Þarfagreinir

Ég er ekki svona gamall!

[Fer líka í fýlu]

10/12/06 05:01

B. Ewing

Velkominn. Njóttu verunnar og félagsskaparins. Sum okkar eru ekki alveg jafn hættuleg og við virðumst vera. [Ljómar upp]

10/12/06 05:01

krossgata

Velkominn hafi ég ekki sagt það áður. Þér hefur greinilega verið komið fyrir á rangri hillu og gott þú hefur fundið þá réttu... í tíma.

10/12/06 05:02

Huxi

Tigra. Ég biðst innilega forláts á þessum mistökum sem skrifast algerlega á reikning færeysks prófarkalesara sem ég er með hér í léttingum á srifstofunni. Hvort á ég að senda þér hann ferskan eða þurrkaðann?

10/12/06 05:02

Tigra

Þurrkaðan takk.

10/12/06 05:02

Huxi

[Sendir Tigru þurrkaðan færeyingin..]

10/12/06 05:02

Huxi

Þarfi. Vissulega fannst mér þetta undarlega hár aldur miðað við hversu unglegur þú ert á myndinni af þér. En skrif þín bera hins vegar merki þess að þar fari djúpvitur öldungur, svo ég taldi ekki ólíklegt að meðaltalið væri u.þ.b. 50 ár. Annars er þetta allt helv. færeyingnum að kenna.

10/12/06 05:02

Billi bilaði

Fer í fýlu (en bara að því að ég steikti fartölvuna mína). <Dæsir mæðulega og lýtur út um gluggann - og dettur næstum því>

Þú er samt alveg ágætur þrátt fyrir að misþyrma færeyjingum.

10/12/06 05:02

Grýta

Velkominn Huxi.

10/12/06 05:02

Huxi

Billi. Færeyingar eru það sem kallað er ásættanlegur herkostnaður til að halda friðinn við kattavinafélagið hérna.

10/12/06 06:00

Herbjörn Hafralóns

Vertu velkominn Huxi, en vita máttu að ég er vinur Færeyinga og líð ekki illa meðferð á þeim hvað þá að þeir séu notaðir til átu.

10/12/06 06:00

Hakuchi

Það er sem þú hafir alltaf verið hérna. Vertu velkominn.

10/12/06 06:01

Jarmi

Ekki hef ég yfir neinu að kvarta. Og allra síst þér.

10/12/06 06:01

Don De Vito

Þú ert ágætur.

10/12/06 06:01

blóðugt

Já, já.

10/12/06 06:02

Aulinn

Sleikja.

10/12/06 06:02

Galdrameistarinn

Alltaf gaman að fá huxandi menn í hópinn.
[Glottir út í annað]

10/12/06 06:02

Regína

Velkominn.

31/10/06 01:00

Vímus

Þú virðist smellpassa í þetta samfélag geðsjúkra.
Vertu velkominn en á hvaða lyfjum ertu?

31/10/06 01:00

Huxi

Vímus: Eg er bara á þeim lyfjum sem ég næ í hverju sinni.

31/10/06 01:00

Þarfagreinir

[Tekur gleði sína að nýju]

31/10/06 01:01

Skabbi skrumari

Snáfaðu heim til þín... hehe...

Nei... velkominn... Skál

31/10/06 01:01

Offari

Velkominn Huxi það vantar einmitt huxandi menn hér svo mér takisst að koma mér í almennilegt fýlufrí.

31/10/06 01:01

Nermal

Þú virðist vera besta lagi Huxi. Vertu bara duglegur í að tjá þig.

31/10/06 01:01

Huxi

Aulinn: Ef ég er sleikja þá ert þú sleif.

1/11/06 02:01

coltrane

Komdu fagnandi Huxi!

31/10/09 05:01

Sannleikurinn

tómt kjaftæði hr. Huksi

Huxi:
  • Fæðing hér: 20/9/07 20:16
  • Síðast á ferli: 19/5/20 12:12
  • Innlegg: 8180
Eðli:
Alltaf gapandi. Óáreiðanlegur tækifærissinni og pólitískur ójafnaðarmaður. Besti vinur þess sem er við völd eða á péning.
Fræðasvið:
Doktor í fáfræði. Ónytjafræðingur með sundrunarlíffræði sem sérgrein. Veit allt um ekki neitt...
Æviágrip:
***Top secret***
[Ritskoðað]
Huxi var fæddur að -----------------þann ------- og ólst upp að -------------------- Eftir nám -------------------------------------- sem -------------------------------------------------------- en þar var þá kennari --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hann fór síðan til starfa að ------------------- en ---------------------------------------------- Ekkert varð úr frekari ------------------------------------------------------------------- ------------------------------ Hann kynntist fljótlega ------------------------------------------------------------------------------ en ekki varð það henni til framdráttar. Huxi flutti þá til ---------------------------------og þar skrifaði hann sín helstu verk um ---------------------------------------------------------------------. Eftir komu sína til ---------------------------------------------------- hefur hann ekki getað á sér setið að blanda sér í umræður ----------------------------- og ------------------------------ en yfirleitt með -----------------------. Huxi er nú í sambúð með Færeyingnum og hefur undanfarið helst skipt sér af því hvernig sá sakleysingi lifir lífinu ásmt með því að tjá sig á hinum ýmsustu vefsíðum s.s.-----------------------------------------------Þar er ekki tekið mark á honum þar ferkar en annarstaðar samkvæmt áætlun sem ---------------------------------------------------------------------