— GESTAPÓ —
Garbo
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/12/12
Dagbók.

Konan hefur hreiðrað um sig í sófanum,
undir skærri birtu lampans.
Ljósið vísar prjónunum leið
í gegnum steingrátt garnið.
Hún er að prjóna mjúka húfu á drenginn sinn.
Gleraugunum hefur hún lyft upp á ennið
og marglit serían á jólatrénu,
sem stendur í hinum enda stofunnar,
er úr fókus.
Þögult vopnaglamur og hróp í sjónvarpinu,
en rigningin strýkur rúðurnar.
Blessuð rigningin.
Í því slitnar músastiginn niður úr loftinu.
Hundarnir líta upp.
Kyrrð.

   (1 af 7)  
1/12/12 05:02

Billi bilaði

Og ró.

1/12/12 05:02

Regína

Svo notalegt.

1/12/12 06:00

Herbjörn Hafralóns

Epískt.

1/12/12 06:00

Huxi

Jólin...

1/12/12 06:02

Mjási

Mmmmm,,,,,,,,! Notalegt.
Allt nema helvítis rigningarsuddinn.

1/12/12 07:01

Grýta

Ljúft.

1/12/12 08:00

Golíat

Falleg mynd.

1/12/12 09:01

Heimskautafroskur

Afbragð!

1/12/12 15:01

Kiddi Finni

Notalegt einmitt.

1/12/12 15:01

Offari

Er mamma að prjóna húfu handa mér? <Ljómar upp>

Garbo:
  • Fæðing hér: 18/9/07 20:23
  • Síðast á ferli: 30/11/19 16:46
  • Innlegg: 12890
Fræðasvið:
Hefur gríðarlega reynslu af því að vera vitur eftir á.
Æviágrip:
Sjá ævisögu mína " Geitin með gullhornin" . Skráð af Henri Cornélus.