— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Andþór
Heiðursgestur.
Sálmur - 9/12/07
Draumvafin

Frjálsleg þýðing á ljóði W.B. Yeats (1865–1939), svona til að stytta mér stundir í vinnunni.<br /> Ég verð líka að viðurkenna að ég kann ekki að nota svona áherslumerki rétt. Það er á dagskrá að læra það en fróðir mega endilega leiðrétta mig.

Ætti ég glæsileg guðanna heilögu klæði
gimsteinum vafin í ljómandi litríka þræði.
Þar sem dagur og nótt væru dásamleg, unaðsleg bæði
draumvafin efninu í samhljóma, samræmdu flæði.
- Ég gæfi þér þau til að ganga á.
En fátækur enga á svoleiðis dýrindis sauma
en sæll skal ég gefa þér von mína alla og drauma.
Ég vona þú þiggir þá þjakaða, sligaða og auma
þeir hafa fleytt mér gegn ýmissa kreppuna nauma.
En gerðu það, varlega gakktu á fótum þínum;
því þú gengur á björtustu vonum. - Og draumum mínum.

   (10 af 48)  
9/12/07 20:01

Álfelgur

Vá, ég fékk tár í augun. Þetta finnst mér fallegt.

9/12/07 20:01

Skabbi skrumari

Frábært...

9/12/07 20:01

Regína

Vá!

9/12/07 20:01

Anna Panna

Ég tek undir með hinum; vá, frábært og vá!

9/12/07 20:01

Hexia de Trix

Alveg frábært!

En hvað heitir ljóðið á frummálinu? Það væri gaman að fá að vita það líka.

9/12/07 20:01

Grágrímur

[ætlar að segja eitthvað en er orðlaus...]

9/12/07 20:01

Andþór

Ljóðið heitir He wishes for the cloths of heaven og er svona:
Had I the heavens' embroidered cloths,
Enwrought with golden and silver light,
The blue and the dim and the dark cloths
Of night and light and the half-light,
I would spread the cloths under your feet:
But I, being poor, have only my dreams;
I have spread my dreams under your feet;
Tread softly, because you tread on my dreams.

9/12/07 20:01

Villimey Kalebsdóttir

Vááá [Bráðnar]

9/12/07 20:01

Hexia de Trix

Andþór, þú ert frábær! Ég er nefnilega búin að vera að leita að ljóði sem ég rakst á fyrir margt löngu síðan, og minnti að væri eftir Yeats. Ekki mundi ég nákvæmlega hvernig ljóðið var og hvað þá titilinn á því - en svei mér alla daga, þú hefur gefið mér týnda ljóðið aftur! [Knúsar Andþór]
Og ekki verra að fá svona yndislega þýðingu líka! [Knúsar Andþór aftur]

9/12/07 20:01

Bleiki ostaskerinn

Bravó.

9/12/07 20:01

Skrabbi

Frábært! Mjög fallegt.

9/12/07 20:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Takk og knús

9/12/07 20:01

Tigra

Þú ert snillingur ástin mín.

9/12/07 20:01

Jarmi

Geggjað. Og þetta ljóð er mun fallegra í þýðingu þinni.

9/12/07 20:01

Dula

ó Kjatti, þú ert draumur [bráðnar sem smjer]

9/12/07 20:01

Þarfagreinir

Já, þýðingin er mun stílfegurri kveðskapur. Glæsilegt.

9/12/07 20:01

Garbo

Vá! Hvað þetta er fallegt. [les aftur ..og aftur] Snilld!

9/12/07 20:01

Álfelgur

Ég var einmitt að hugsa það og gleymdi að segja, mér finnst þýðingin betri, hugmyndin er sem sagt góð en þú útfærir hana betur en upprunalega skáldið...

9/12/07 20:01

Heiðglyrnir

Já það er ekki oft sem að þýðingin hreinlega tekur því frumsamda fram. Svei mér þá...! "go" Andþór...Riddarakveðja.

9/12/07 20:01

Aulinn

Thú hefur eignad thér thetta ljód med thessari thýdingu. Glæsilegt.

9/12/07 20:02

krossgata

Ég veit ekki hvort ég get kallað þetta þýðingu... í mínum augum önnur útfærsla á hugmynd. Útfærsla sem hljómar og virkar betur í mín eyru á íslensku hér, en ensku. Skál!

9/12/07 20:02

Huxi

Nú getur þú verið stoltur kallinn. Það er ekki á hverjum degi sem menn vaða í Yeats, svona í framhjáhlaupi í vinnunni, og enda með ljóð sem er mikið fallegra, dýpra og á allan hátt betur samið en fyrirmyndin. Eftir að ég las ljóðið/þýðinguna þína og las svo á frumtextan, fannst mér hann stirður og höktandi, svona eins og tilvitun í ársskýrslu Exista... Þú getur alveg farið að kalla þig skáld eins og sumir aðrir hérna.

9/12/07 20:02

Texi Everto

Algerlega sammála ofanrituðu.
(Reyndar er orðið "gegn" í þriðju síðustu línunni aðeins að pirra mig - að öðru leiti er þetta fullkomið.)

9/12/07 20:02

Billi bilaði

<Hneygir sig fyrir Andþóri>

9/12/07 20:02

Ívar Sívertsen

Þetta er hreinlega það besta sem ég hef séð á Gestapó, með fullri virðingu fyrir öðrum kvæðamönnum.

9/12/07 21:00

Útvarpsstjóri

Magnað!

9/12/07 21:02

Günther Zimmermann

Hafðu þökk fyrir framtakið, Andþór. Þetta var allheppnað.

9/12/07 22:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ákaflega gott.

9/12/07 23:01

Dexxa

Vá.. frábært.. fallega þýtt.

9/12/07 23:02

Jóakim Aðalönd

Allheppnað. Allheppnað í raun.

Andþór:
  • Fæðing hér: 16/9/07 17:35
  • Síðast á ferli: 4/3/12 19:32
  • Innlegg: 5220
Eðli:
Andþór veit ekki alveg hvernig hann ætti að lýsa sjálfum sér. Hann er ungur en hefur upplifað margt. Oftast rólegur, skemmtilegur og yfirvegaður náungi. En á þó til að bíta frá sér ef allt stefnir í óefni.
Prófíl mynd Andþórs er furðu lík honum í útliti og karakter ef undanskilið að Andþór er ljóshærður.
Fræðasvið:
AFSKIÐ MIÐ ÖLVAÐAN
Æviágrip:
B-moll.´
Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.