— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Andţór
Heiđursgestur.
Saga - 3/11/06
Jólasaga 2

Enn um Svívirđinga-Sigrúnu

Í lítilli íbúđ á Grettisgötunni býr Sigrún Hjálmarsdóttir húsmóđir og óféti. Sigrún tilheyrir hópi ţeirra einstaklinga sem ekkert gott mega sjá án ţess ađ finna hjá sér óseđjandi hvöt til ađ skemma ţađ fyrir öllum hinum.

Klukkan var hálf sex á ađfangadagskvöld og Sigrún var ađ gera sig tilbúna fyrir fjölskyldubođiđ sem ađ ţessu sinni yrđi haldiđ hjá dóttur hennar. Öll fjölskyldan yrđi ţar samankomin og maturinn átti ađ byrja klukkan sex. Sigrún átti langt í land međ ađ vera tilbúin og hló innra međ sér vitandi ţađ ađ ţau myndu ekki byrja ađ borđa án hennar og allt jólahaldiđ myndi raskast.

Sigrún átti ađeins ţessa eina dóttur og ţoldi hana ekki. Hún var eitthvađ svo hjartahlý og aumingjagóđ. Í rauninni hafđi Sigrún aldrei ćtlađ ađ eignast barn enda voru ţau subbuleg, ţessi dóttir hennar var bara afleiđing eins af hennar stćrri hrekkjum. Ţađ var nefnilega ţannig ađ Sigrún hafđi veriđ einstaklega falleg stúlka á sínum yngri árum og ákvađ snemma ađ verđa lesbía til ađ skaprauna öllum karlmönnunum í litla sjávarţorpinu sem hún ólst upp í.
Hún kynntist ljúfri og góđri konu sem var einstaklega barngóđ og saman ćtluđu ţćr ađ stofna litla fjölskyldu og vera hamingjusamar. Ţćr sannfćrđu unga prestsoninn sem seinna ćtlađ ađ feta í fótspor föđur síns til ađ leggja til sćđiđ. Ţađ var auđvelt ţar sem Sigrún hellti hann fullan og hótađi honum ađ hún myndi ljúga upp á hann nauđgun ef hann myndi ekki ţýđast henni. Hún lofađi prestsyninum ađ enginn myndi vita fađerniđ.
Ţegar litla stúlkan kom svo í heiminn stakk Sigrún af til Reykjavíkur ein og fór ađ krefja prestsoninn um međlög. Prestsonurinn neyddist til ađ hćtta í guđfrćđinni og fá sér vinnu í kaupfélaginu til ađ geta borgađ međlögin og hin ýmsu gjöld sem Sigrún krafđi hann um bréflega svo hún myndi ekki ljóstra upp fađerninu og sverta ćru prestfjölskyldunnar.
Sigrún hafđi nú reyndar margoft ćtlađ ađ gefa ţessa dóttur sína frá sér til ćttleiđingar en alltaf hćtt snögglega viđ ţegar vonir vćntanlegra fósturforeldra sem ţráđu litla kríliđ svo heitt, voru í hámarki.

***
Sigrún var loksins kominn í jólabođiđ, einum og hálfum tíma of seint. Hennar til mikillar undrunar hafđi borđhaldiđ byrjađ enda voru ćttingjarnir farnir ađ ţekkja hennar skítlega eđli. Sigrún var fljót ađ hugsa og bregđast viđ og hófst handa viđ ađ gráta og kjökra og reyna ađ vekja upp samviskubit hjá veislugestum. Ó ţvílíkt leikrit sem hún setti ţarna upp í stofunni. Henni tókst auđveldlega til og brátt skömmuđust allir sín í hausinn á sér fyrir ađ byrja án hennar. Sigrún trompađi leikţáttinn međ ţví ađ lćsa sig inná klósetti og neita ađ koma út. Hún kom svo ekki út fyrr en allur jólamaturinn var orđinn alveg ískaldur á diskum gestanna sem árángurslaust hefđu reynt ađ fá hana útúr sjálfskipađri klósettprísund sinni.
Nú var gaman hjá minni.

Ţar sem söguhetjan okkar sat viđ matarborđiđ stuttu seinna og minntist lúmsk en beinskeytt á ţađ hvađ ísinn vćri eitthvađ klénn tókst henni líka ađ luma ađ athugasemd til dótturdóttur sinnar sem var ađ ná sér eftir átröskun ađ hún mćtti nú varla viđ ţví ađ fá sér smá ís. Litla stúlkan grét inni í sér en ţeirri gömlu var skemmt. Eftir ísinn dró hún dótturson sinn sem var 12 ára gamall á eintal og náđi ađ brjóta hann niđur međ ţví ađ hamra stöđugt á ţvi hve rćfilslegur hann vćri og hvort hann vćri viss um ađ vera bara ekki stelpa.

Nú var komiđ ađ jólapökkunum og ţeirri gleđi sem ţví fylgir. Sigrún gaf bara mjúka pakka og var einstaklega nösk á ađ finna ósmekklegar og ljótar flíkur. Svo laug hún og faldi öll ummerki um hvar ţćr voru keyptar svo nćstum ómögulegt reyndist ađ skipta ţeim. Sigrún skaut athugasemdum jafn beittum og hníf, í hvert sinn sem pakki var opnađur og tókst nánast alltaf ađ svipta gjöfinni ţeim gleđiljóma sem hún annars hefđi fćrt.
Mikiđ hafđi Sigrún skemmt sér vel í ţessu jólabođi. Eyđileggingin var algjör, börn höfđu brotiđ sjálfstraust og fullorđnir voru gráti nćst.

En stundum getur vont hitt vondan…

Ţegar jólabođinu lauk og ţađ fyrr en stóđ til í upphafi og Sigrún var ađ fara í kápuna sína, kom eitt barnabarniđ hennar sem á einhvern furđulegan hátt hafđi sloppiđ viđ íllmennsku ömmu sinnar, ađ kveđja hana. Hann kyssti ömmu sína á kinnina og sagđi međ sinni barnslegu einlćgni:

,,Ţađ er vont ađ kyssa ţig bless, ţú ert svo krumpuđ og ljót og međ skegg eins og pabbi”.

Sigrún, meistari svívirđunnar. Drottning hins andlega sársauka, varđ orđlaus.
Djöfulsins ósvífni í barninu. Nú varđ Sigrún alveg brjáluđ. Hún öskrađi ókvćđisorđ ţarna í forstofunni og rauk út í fússi, alveg tryllt af brćđi!

Í tröppunum flaug hún á hausinn í hálkunni og tvílćrbrotnađi.

Varđ ţá einum öldruđum frćnda ađ orđi:

,,Nú er ég sannfćrđur, ţađ er til guđ.”

   (30 af 48)  
3/11/06 04:01

krossgata

Vegir Guđs eru órannsakanlegir.
[Glottir]

3/11/06 04:01

Skabbi skrumari

Hún Sigrún er kerling í krapinu
koldimm hún er víst í skapinu
tryllt er viđ barn
hiđ bölvađa skarn
svo flöktađi skinniđ í skvapinu.

3/11/06 04:01

Regína

Gott hjá kerlu ađ vera svona leiđinleg viljandi. sumir eru ţađ alveg óviljandi sko. [ Lítur í eigin barm].

3/11/06 04:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Góđ saga og knús og skál og sjáumst

3/11/06 04:01

blóđugt

Húsmóđir og ÓFÉTI... [Hlćr] Ţú ert frábćr. Já, og frábćr saga!

3/11/06 04:01

Billi bilađi

<Heldur áfram ađ forđast Grettisgötuna>

3/11/06 04:02

Dula

Mjög góđ saga.

3/11/06 06:00

Jóakim Ađalönd

Skál!

3/11/06 06:01

Ríkisarfinn

Góđur. {Hlćr hrossahlátri}

3/11/06 06:01

Starri

Ţessar lesbíur eru sko ekkert venjulegt fólk. Sagan var góđ ţótt hún vćri ekki falleg.

3/11/06 07:00

Garbo

Frábćrt , algjör snilld!

3/11/06 07:00

Upprifinn

Ţau eru greinilega skemmtileg hjá ţér jólabođinn Andţór minn kćri.

Andţór:
  • Fćđing hér: 16/9/07 17:35
  • Síđast á ferli: 4/3/12 19:32
  • Innlegg: 5220
Eđli:
Andţór veit ekki alveg hvernig hann ćtti ađ lýsa sjálfum sér. Hann er ungur en hefur upplifađ margt. Oftast rólegur, skemmtilegur og yfirvegađur náungi. En á ţó til ađ bíta frá sér ef allt stefnir í óefni.
Prófíl mynd Andţórs er furđu lík honum í útliti og karakter ef undanskiliđ ađ Andţór er ljóshćrđur.
Frćđasviđ:
AFSKIĐ MIĐ ÖLVAĐAN
Ćviágrip:
B-moll.´
Áróđursmeistari forsetans og sendiherra Suđurskauts, norđurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.