— GESTAPÓ —
Ahraun
Nýgræðingur.
Dagbók - 6/12/04
Samband lífs í alheimi, eðlissamband lífvera.

Líforkan afurð kærleikans , er afrakstur samstillingar miljarða einstaklinga er við köllum guði og guðlega á verðandisleið kærleikans, að verða guðir í óráðinni framtíð og einnig sá kærleikur sem til fellur lífvera á milli sem ekki vita af lögmálum náttúrunnar eins og samstillingunni og guði, eða guðum sem lið í þróun lífsins.


Samkvæmt skammtafræðinni (orkudeilakenningunni) hefur sérhver ögn áhrif á allan heiminn og gerir hann sér líkan.

Það sem gerist í einu kerfi gerist í öllum, þannig er heimurinn samtengdur og háður sama lögmáli. Eðli einda og ferli, að birtast og hverfa eru hamfarir, og þannig verður fruman lifandi vegna sífelldra eindaskipta.

Eðlissamband lífvera (grunntengsl), er hinn Guðlegi kraftur. Samkvæmt guðstrúnni er Guð allstaðar og í öllu og það sem kallað er Líforka, er eðli og ferill eindanna.
Án líforkunnar er ekkert líf, ekkert efni, ekkert.
Þessi 3. atriði, Eðlissamband lífvera (grunntengsl), Guðlegur kraftur og Líforka er að öllum líkindum sami hluturinn.

Fólk spyr, hvaðan kemur líforkan, hvað er hún og hvaða hlutverki gegnir hún.

Líforkan er afurð ástarinnar öðru nafni kærleikans og er afrakstur samstillingar miljarða einstaklinga er við köllum guði og guðlega á misjöfnu þroskastigi á þeirri verðandisleið að verða guðir í óráðinni framtíð og síðast en ekki síst, einnig allur sá kærleikur sem til fellur lífvera á milli sem ekki vita af lögmálum náttúrunnar eins og samstillingunni og guði, eða guðum sem lið í þróun lífsins.
Kærleikurinn flæðir ef hægt er að nota þá samlíkingu, hann er allstaðar og hvergi um leið og hann er myndaður. Allt byggist á honum, án hans er enginn orka, ekkert efni, ekkert líf, ekkert.

Enn er spurt:
Hvað hefur maðurinn með kærleikann að gera. Er hann ekki einhver óþverra og óþarfa kennd sem gerir manninn meyran og óhæfan að sjarga sér.

Eitt af einkennum helstefnumannkynja er einmitt þessi grundvallar spurning. Ber mér
ekki að sýna styrk minn og kænsku og hugsa sem einstaklingur stofninum til viðhalds.
Hugsun þessi er lífshættulega röng, því mannverunni ( eða lífverunni ) er ætlað að samsvara sig guðlegri verund, annars getur hún ekki lifað af.

Tilgangur lífsins er samstilling allra lífheilda, ekki aðeins innan ættarheildar, og eða landsheildar, heldur allra lífheilda vetrarbrautar og brauta.

Hvert eftirfarandi atriði hefur sérkenni, sem er byggt á ferli eindanna. Engin ákveðin röð er á þessum atriðum, niðurröðin er háð tilfinningum hvers og eins og er hér fátt eitt tínt til.

Hugsanaflutningur frá huga til huga, samanber dáleiðsla. Kraftaverka lækningar, einangruð fyrirbæri en sem komið er.

Draumar, að sjá með annara augum, með því að tengjast öðrum. Skynjanir ýmiskonar, Reimleikar, Fyrralífsmynni, Miðilssamband (sambandsfundur), Ástartilfinning sem er ( kærleikur ) . Lífgeislalækningar eru byggðar á þeirri hugsun að beina megi eindastraumi til sjúkra líffæra og í besta falli, eða við slökustu aðstæður, að beina líforkunni með veikum mætti til sjúkra líffæra um langann tíma þannig að líffærið verði starfhæft, nánast heilt eftir.

Víxlmögnun er samstilling einstaklinga og eða hópa. Aflsvæði er afmörkun einstaklingsins sem verður til og starfar innan ferlis eindanna.
Andlát og líf eftir lífið er mögulegt, Stillilögmálið og mitt eigið líf er útilokað án ferlis eindanna.

Öll þessi atriði byggja á sambandi lífheilda inn og útbyrðis.
Því hefur verið haldið fram að heimurinn eða veröldin þurfi að vera full af lífi til að agnirnar, eindin, geti þjónað hlutverki sínu.

Já þegar eind hverfur úr sviðsfasanum, þá fer hún eitthvað og önnur kemur í staðin einhverstaðar frá. Eindin fer þangað sem hún gerir gagn og kemur þaðan til baka til að gera gagn.Til að þetta gangi upp verður heimurinn að vera fullur af efni, lífi og orku.
Þótt ekki sé allt sem sýnist er niðurstaðan til bráðabirgða, samband lífvera í alheimi er byggt á ferli eindanna, minnstu efnisögninni.
Allt (dularfullt, óútskýranlegt, leyndardómsfullt) er háð eðli og ferli eindanna, grunneðli og grunnsambandi heimsins.
Einnig má setja fram jöfnu um að því meira lífríki, því meiri líforka og því betra samband og betra líf. Það liggur beint við að draga þá ályktun að því meira lífríki því meiri líforka og fleiri eindir hafa viðdvöl á jörðinni sem aftur segir okkur að meiri mögnun verði til brúks fyrir góðhjartaða og þroskaða einstaklinga, auk þess verður hægt að framkvæma ýmislegt í lækningum, íþróttum, samböndum, þekkingu, heilsu og aukið vit.
Eða.
Því minna lífríki, því minni líforka og því lélegra samband og lélegra líf. Mikil óáran og minna vit..

   (1 af 4)  
6/12/04 02:00

Nafni

6/12/04 02:00

Texi Everto

Þú segir "Samkvæmt skammtafræðinni (orkudeilakenningunni) hefur sérhver ögn áhrif á allan heiminn og gerir hann sér líkan."
Hér þarftu að vitna í heimildir.

6/12/04 02:01

Limbri

Er ekki um að ræða jafn almenna vitneskju og að hafið virðist blátt ? Ég hélt að hvert mansbarn þekkti þessa kenningu.

En svona hlýt ég að vera ruglaður.

-

6/12/04 02:02

Ahraun

Ágæti Texi Everto. Þakka ábendinguna. Heimildir mínar eru úr ýmsum áttum eins og gengur, en gengur ekki sem rökfræði, það viðurkenni ég. Mér brá er ég leit spurn þína. Þetta átti að vera létt pistills rabb en ekki þar með sagt að allir hugsi eins. Jæja Heimildir mínar eru sóttar í Nýal og bókina Dr. Helgi Pjeturss. Samstilling lífs og efnis í alheimi. Viðurkenna skal ég, að mér er orðið svo tamt að tengja þetta tvennt saman að mér sést yfir að aðrir eru ekki á sama máli. Enn og aftur hafðu þökk fyrir. Ahraun

6/12/04 03:02

Ahraun

Ágæti Limbri !
Einhvern tíma sendi ég grein í Mbl þar sem ég rakti löngun andartrúarmanna að finna endanlegt heimkynni fyrir andana. Víða var leitað fanga og hvert vígið féll af öðru, þar til að þeir fundu upp á tíðnisviðunum. Ég nefni þetta vegna þess að Dr. Helgi hélt og heldur sig við náttúruna eins og hún er og er ekki að smíða nýja heimsmynd. Aftur á móti vill hann að fólk setji sig í þessi spor könnuðar og læri að lesa nátúruna. Alveg á sama hátt er hann greindi aðra sögu í sprekum náttúrunnar en margir og víðkunnir vísindamenn höfðu áður lesið og varð af mikill þekkingarauki er lýsti upp nafn hins unga jarðfræðings. Ástæða þessara orða minna er vegna skrifa þinna og er ég að benda á að án þessa eðlis sem eindirnar sýna af sér er tómt mál að tala um hugsanaflutning og að guð og guðaorka sé allstaðar og í öllu. Heimurinn væri einfaldlega ekki til.

Ahraun:
  • Fæðing hér: 22/9/03 16:57
  • Síðast á ferli: 12/5/06 21:39
  • Innlegg: 0
Eðli:
Uppgjafa málari og heimsfræðagutlari.
Fræðasvið:
Sérfróður um málningu málun og kvikmyndasýningarOgsem fræði þá er ég uppfullur af kennningum og heimsfræði og skilning á hugmyndaheimi Dr. Helga
Æviágrip:
of llítið gerst er markvert getur taalist. Ef til vill gerist eitthvað á næstu 38 árum, sem kann að vera á annann hátt til komið en það sem nú gerist.