— GESTAPÓ —
Næturdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/07
Hver stal rödd Næturdrottningarinnar??

Jæja, nú eru einungis fjórir dagar í framhaldsprófstónleikana mína og í gær gerðist það hræðilegasta sem gat gerst. Ég var í klippingu voða ánægð og sæl þegar tók eftir því þegar ég var að tala við vinkonu mína hvað röddin mín fór að breytast smátt og smátt og mig grunaði að þetta væri bara eitthvað smáræði en nei í gærkvöldi var ég orðin alveg raddlaus. Söngkona án raddar.

Ég hringdi í panikki í kennarann minn sem að sagði mér að fara upp á háls- nef- og eyrnadeild í morgun og tala við sérfræðing. Mín gerði það og beið í góðan klukkutíma eftir að komast að en þegar ég loksins komst að þá komu þarna þrír læknar að spá og pæla og skoða og þannig og jú það þurfti eitthvað að gera til að ég gæti sungið á tónleikunum á sunnudaginn. Læknirinn kom með langa mjóa slöngu og sagðist ætla að skoða raddböndin með þessu, þetta væri myndavél sem hann þyrfti að setja í gegnum aðra nösina og niður í kok. (hryllir sig), ég horfði á hann og já ég var öruggleg skelfingu lostin fyrst. hann deyfði göngin með mjög svo bragðvondu deyfilifi og setti svo myndavélina niður í kok og jú þarna sá hann að raddböndin voru bara alls ekki eins og þau áttu að vera.
Læknarnir sem voru þarna komnir saman samþykktu það að það þyrfti bara að setja stelpuna á allan pakkann bara pensilín og sterar og stera innöndun. Takk fyrir pent!! Svo að ég fékk svaka lyfseðil og já átti að anda að mér sterum í 15 mínútur og mun gera það tvisvar sinnum næstu tvo daga.

Það er eins gott að allt þetta vesen í kringum þetta beri árangur, því að það er sko ekkert auðvelt dæmi að fresta framhaldsprófstónleikum. Svo mér þætti vænt um að fá góða strauma fá ykkur, og þið hugsið til mín næstu daga, þá batnar mér vonandi fyrr (Ljómar upp)

Næturdrottningin kveður... og saknar raddarinnar sinnar

   (1 af 17)  
31/10/07 22:01

Billi bilaði

<Skilar röddinni, skömmustulegur>

31/10/07 22:01

Wayne Gretzky

Ég stal hann, sorrí.

31/10/07 22:01

Tigra

Iss þú færð röddina þína aftur! Vittu til! Svo verðuru líka svona fínt mössuð!

31/10/07 22:01

Andþór

Leiðinlegt að heyra með tímasetninguna á raddleysinu. Vonandi bjarga sterarnir því.

31/10/07 22:01

Anna Panna

Sorrí, mig vantaði smá aukaraddstyrk á hljónstængunni í gær, ég skal skila henni aftur.. [Setur röddina í umslag, sleikir frímerki og setur allt saman í næsta póstkassa] Vona að þetta komist til þín í tæka tíð! Knús!

31/10/07 22:01

Næturdrottningin

Æ takk fyrir, ég er alveg viss um að þetta hjálpar. Anna Panna, ekkert mál, mátt alveg fá eitthvað lánað aftur einhverntíma seinna. en á betri tíma í sumar til dæmis þegar ég er ekkert að syngja. (glottir eins og fífl) og þið hin takk fyrir fallegan hug,

31/10/07 22:01

Nermal

Ég stal henni ekki, ég get alveg svarið það. Þú mátt meira að segja leita á mér ef þú trúir mér ekki. En við skulum bara vona að röddin komi í leytirnar. Ég hlakka nefnilega alveg helling til tónleikana.

31/10/07 22:01

Dula

Knús á þig Næturdrottning .

31/10/07 22:01

Huxi

Það er allt að fara snarbeint til skrattans... Ég myndi leita að röddinni hjá helvítis bretunum. Þeir eru stórþjófóttir þessa dagana. [Fölnar upp og bölvar bretum]

31/10/07 22:01

Bismark XI

Gangi þér vel að fá röddina aftur og huggaður þig við það að eftir þetta þá getur þú örugglega bætt við þig 30 kílóum í bekkpressuna.

31/10/07 22:01

krossgata

Tek undir með Huxa. Svo gætu bannsettir danirnir líka hafa stolið henni, sem eru alltaf svo afbrýðisamir út í velgengni og hlakkandi yfir óförum. Smuga að leitandi sé þar.

31/10/07 22:01

Næturdrottningin

Já, alveg spurning um að leita til bretana og danana. Takk fyrir þetta. Þið eruð frábær.

31/10/07 22:02

Bleiki ostaskerinn

Sterar segirðu, það útskýrir yfirvaraskeggið.

31/10/07 22:02

Aulinn

Thetta á allt eftir ad ganga, annars geturu bara tekid eitthvad rokklag, med svona kynthokkafulla hása rödd.

31/10/07 22:02

Vladimir Fuckov

Þetta hafa verið óvinir ríkisins, hugsanlega í Bretlandi. Þeir stálu líka rödd vorri og vorum vjer nánast raddlausir í 5 daga í síðustu viku. Vjer höfum enn ekki jafnað oss fullkomlega. Hinsvegar leituðum vjer eigi til læknis sem kann að skýra hve langan tíma þetta tekur í tilfelli voru.

31/10/07 22:02

Skabbi skrumari

Vonandi lagast þetta... Steraskál

31/10/07 22:02

Galdrameistarinn

[Fremur seið sem kikkar röddinni inn á tónleikunum]

31/10/07 22:02

blóðugt

Ég lenti í mjög svipuðu fyrir framhaldsprófið mitt. Tók allan sterapakkann á þetta plús skolaði hálsinn með koníaki fyrir og eftir æfingar - svínvirkaði.

Svo er eiginlega nauðsynlegt að fara reglulega í raddbandaspeglun (eins og þú virðist hafa farið í) bara til að vera viss um að allt sé í lagi og engir hnútar séu að myndast. A.m.k. geri ég það.

Tutu annars!

31/10/07 22:02

Hvæsi

Er hægt að taka röddina bara si svona?
Svo næst þegar kellingin tuðar, þá stel ég bara raddböndunum og opna blút. Nermal, þú verður að kenna mér trikkið.

31/10/07 22:02

Álfelgur

Ég lenti í þessu fyrir nokkrum árum, á miðju sýningartímabili í söngleik, það var frekar vandræðalegt að reyna að syngja Mama Morton lagið úr Chicago vitaraddlaus svo ég neyddist til að tala lagið með ógeðslegri viskýraust. Ég finn sársaukann þinn.

31/10/07 22:02

Nermal

Allt sem ég geri við/fyrir Nóttu mína er atvinnuleyndarmál!

31/10/07 22:02

Næturdrottningin

blóðugt: takk fyrir þetta. Merkilegt hvað svona virðist gerast þegar það á ALLS ekki að gerast. Eins og einmitt þegar maður er að fara að syngja á svona mikilvægum tónleikum. Ég á að fara aftur á morgun og hinn og anda að mér sterum og hitta sama lækninn aftur. ´Þá kemur í ljós hvort hann vill eitthvað aftur setja mig í raddbandaspeglun. En já svoer spurning hvort maður fái sér koníak, ekki það að ég drekki það, kannski bara skola hálsinn eins og þú segir. góðir punktar takk fyrir þetta.
Það er spurning aðmaður taki bara Amarilli mia bella bara með Macy Gray röddinni. (Glottir eins og fífl)

31/10/07 22:02

hlewagastiR

Ég mæli með góðu froðubaði.

31/10/07 22:02

Jóakim Aðalönd

Þetta lagast vonandi. Hafnfirðingar hljóta að fá að njóta söngs þíns á sunnudaginn ef allt fer að óskum.

Skál!

31/10/07 23:00

Ívar Sívertsen

Við skulum vona að það verði fleiri en Hafnfirðingar sem hlýða á hana. Gangi þér vel að endurheimta röddina Nótta!

31/10/07 23:01

Jarmi

Ákavíti og lýsi lækna allt.

31/10/07 23:01

krossgata

Ég var að hugsa um að mæla með hvítlauk, sem lagar allt... en man þá eftir að ég hef hreint ekkert sérstaka rödd og et þessi ósköp af hvítlauk.

31/10/07 23:01

Næturdrottningin

Ég þakka góðar hugsanir og góðar hugmyndir, en ég hef endurheimt hluta af röddinni til baka, þannig að ég get talað, ekki mikið sungið ennþá. Það verður að vera hægt á morgun, generalprufa og þá kemur íljós hvort að fresta þarf tónleikunum eða ekki.

1/11/07 00:01

Dexxa

Úff.. þetta er nú ekki góð tímasetning til að missa röddina.. Ég mun halda áfram að hugsa vel til þín

1/11/07 01:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Vonandi hefur röddin skilað sér. Ef svo hefur farið, þá ættirðu sennilega að vera nýlega búin með giggið...

1/11/07 02:01

Næturdrottningin

Ef að röddin hefði verið komin aftur hefðu tónleikarnir farið fram í dag kl 1 7. En því miður hefur hún ekki alveg skilað sér aftur. Hef ekki fundið hana alla aftur, fann hluta hjá Bretum, hluta hjá Dönum svo er restin eftir, Hún finnst næstu daga.
Tónleikunum hefur semsagt verið frestað til 6. nóvember og þá verð ég vonandi betri en nokkru sinni áður.

Næturdrottningin:
  • Fæðing hér: 2/5/07 22:47
  • Síðast á ferli: 6/11/10 22:32
  • Innlegg: 5515
Æviágrip:
Næturdrottningin er fædd og uppalin í Konungsríki langt langt langt í burtu. Svo langt að það er ekki einu sinni hægt að komast þangað. Hún ólst upp með álfum og huldufólki og því eins og hún er í dag. Flippuð, feimin og eilítið furðuleg.