— GESTAPÓ —
Næturdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/07
Stóra eplið

Jæja, þá er komið að því. Næturdrottningin er á leið til USA í DAG! Það er mikil spenna í gangi. ER allt með? Vegabréf, flugmiði, og passa upp á að hafa ekki gloss eða eitthvað því um líkt í handfarangri. Maður gæti hreinlega ætlað að eitra fyrir einhverjum með glossinum sínum. AS IF!!
En ég er semsagt að fara með vinnufélögum mínum og erum við að fara að skoða leikskóla þarna úti og sjá hvernig lífið já og ef maður er heppin, kíkir maður í einhverjar búðir. Þetta verður örugglega áhugaverð ferð og mjög skemmtileg. Svo er aldrei að vita nema þið fáið eitt stykki ferðasögu þegar maður snýr aftur á klakann.
Ég bið ykkur vel að lifa.
Næturdrottningin kveður í bili.

   (4 af 17)  
5/12/07 06:00

Aulinn

Fáðu þér bloooooooogg.

5/12/07 06:00

B. Ewing

Góða ferð. Mæli með að fara á framandi veitingastaði. Það er oft snilld. [Ljómar upp og rifjar upp íranska matargerð]

5/12/07 06:00

Jarmi

[Flissar]

5/12/07 06:01

Billi bilaði

<Bítur í eplið>

5/12/07 06:01

Texi Everto

Við höfum takmarkaðan áhuga á ferðasögum nema þær séu úr njósnaferðum á borð við þær sem Ívar og Hexia og Anna Panna og Þarfi og fleiri hafa farið í. Grenjandi krakkavitleysingar í útlöndum eru ekki það mikil ógn við þjóðaröryggi Baggalútíu að það þurfi að gefa skýrslu um það, ef þér tekst hins vegar að koma hlerunartækjum fyrir í byggingu Sameinuðu Þjóðanna máttu endilega láta okkur vita!

5/12/07 06:01

Bleiki ostaskerinn

Það gerir ferðina í gegn um flugstöðina mun fljótlegri ef þú klípur í rassinn á næsta vopnaða verði, opnar töskuna, og segir (á ensku að sjálfsögðu) Sjáðu bombuna mína.

5/12/07 06:01

Nermal

Auðvitað er maður ekkert að upplýsa um hvort þetta sé njósnaferð eða ekki. Óvirnir Ríkisins gætu þefað Drottninguna mína uppi og þá þyrfti ég prívat og persónulega að leggja Nýju Jórvík í eyði með berum höndunum. Og við Aulan vil ég segja. Ef þú hefur ekkert merkilegt að segja þá skaltu þegja. Fólk má skrifa hér eins og það langar til. Þar sem þú ert ekki í ritstjórn þá stjórnar þú ekki hérna. Maður verður stundum ansi þreyttur á skítkastinu í þér.

5/12/07 06:01

Aulinn

Ertu ad grínast? Vitidi hvernig gestapó var einu sinni? Svona thad hefdi sko verid drullad almennilega yfir thetta rit... ég benti henni einfaldlega á ad fá sér blogg. Thar sem svona rit á heima... ég sagdi ekkert slæmt.

5/12/07 06:01

Günther Zimmermann

Landsvæði það sem erlendingar kalla usa heitir Bandaríki Norður Ameríku (BNA) uppá ástkæra ylhýra.

As if er ekki íslenzka, en merkir sem er á okkar móðurmáli. Hvernig það passar í þessu samhengi er mér hulið. Harla ósennilegt!, útilokað! og jafnvel glætan! eru allt ágætar upphrópanir.

Tvö upphrópunarmerki eru ósmekkleg, eitt væri bezt; stundum er forsverjanlegt að brúka þrjú, en þá þurfa rökin fyrir því að vera góð. Eingöngu brjálæðingar nota fimm eða fleiri. Eitt sinn las ég að upphrópanamerki væru heilt yfirflöðig í rituðu máli; hægt væri að koma undrun, áherzlu og öðru slíku til skila með stílinn einan að vopni. Þetta finnst mér eiga jafn vel eða jafnvel betur við notkun sk. greppitrýna (af undarlegri samúð nefnd broskallar af sumum).

Annars óska ég þér góðrar ferðar, ég rakst einmitt á hóp leikskólakennara frá mínum heimabæ á Íslandi fyrir tilviljun hér í Höfn um daginn, það var ánægjulegt og vakti örlitla þáþrá hjá mér til leikskólaáranna.

5/12/07 06:01

Apríl

Góða ferð Næturdrottning. Skemmtu þér vel í lærdómsríkri ferð og komdu heil heim aftur.

5/12/07 06:01

Upprifinn

Góða ferð Næturdrottning góð.
Vonandi fáum við langa og ítarlega ferðasögu frá þér þegar þú snýrð til baka.
Því til hvers eru ferðir ef ekki til að segja frá þeim hér á gestapó.

5/12/07 06:01

albin

Günther Zimmermann:
Ég hélt að við notuðum aðalega SSNA, eða Sameinaðar Sýslur Norður Ameríku.
En kannski er þa misminni hjá mér.

5/12/07 06:01

Günther Zimmermann

Já! Afsakið mig fáfróðan. Þetta er falleg skammstöfun.

Má ég stinga upp á annarri til?
SSUA: Samband sveitarfélaga uppsveita Ameríku.

5/12/07 06:02

hlewagastiR

Það er RV. (Ríkjabandalag Vesturheims). Vinsamlega hættið að nota orðskrípið Ameríka, sérstaklega þú Gunni. Hvað ertu annars að gera austur á Hornafirði?

5/12/07 06:02

albin

Þetta er nú alls ekki svo galin hugmynd. Pesónuleg þætti mér, ef mig skyldi kalla, RBV fallegra. En það er óvíst að öðrum þyki það.

5/12/07 06:02

Günther Zimmermann

RV gæti gengið, ef þú skiptir Vesturheimi út fyrir Vínland. Leifsland mætti einninn brúka. En afhverju er þér svo í nöp við vin minn Amerígó Vespúcci?

VA, Vínlandsamt, væri einneiginn mögulegt.

Að síðustu; ef þú heldur að eina H/höfn heimsins sé í/á Hornafirði, þá mæli ég ekki með því að þú stundir millilandasiglingar, hið minnsta ekki í atvinnuskyni.

5/12/07 01:00

Grágrímur

Góða ferð Drolla, passaði þig á Ljóta kallinum... (Búss)

5/12/07 01:00

Ívar Sívertsen

RV gæti valdið misskilningi. Einhverjum er sagt að fara til RV og hann gæti endað uppi á höfða með fullt af pappadiskum og pappírsdúka í fanginu... Verslunin Rekstrarvörur eru oft kölluð RV. Að sama skapi gæti eitthvert sendilsgrey verið sendur í RV en komið aftur viku síðar, timbraður, tanaður í drasl, með tattú og derhúfu með Empire State byggingarlíkani ofan á og hlotið bágt fyrir að hafa eytt stórfé í misskilning í stað þess að kaupa moppur og fötur í Rekstrarvörum.

5/12/07 01:00

Ívar Sívertsen

Annars Góða ferð ND og komdu fyrir slatta af hlerunartækjum, njósnamyndavélum og taktu bunka af alls konar eyðublöðum með til að gleðja VLAD.

5/12/07 01:01

Nermal

R.V er líka skammstöfun fyrir húsbíl

5/12/07 01:01

Jarmi

Ætli þeir gætu ekki eignað sér RV ef þeir vildu, þessir stríðsvanskaplingar. Rekstrarvörur ættu lítið í þá baráttu.

5/12/07 01:01

Andþór

Skemmtu þér stórfenglega!

5/12/07 01:01

Ljótur Ljósálfur

Góða ferð!

5/12/07 01:02

hlewagastiR

Gunni, ertu að reyna að segja mér að Fjölnismenn og Jón Sig og þeir allir hafi siglt eitthvert annað en á Hornafjörð að forframa sig?

5/12/07 02:00

Jóakim Aðalönd

Eyddu þessu óriti nú þegar.
Fólk hefur sýnt þér ótrúlegt umburðarlyndi alllengi en nú er nóg komið.
Þetta er ekki félagsrit heldur einhverjir linkar sem ég ætla ekki að elta.
þessi vettvangur er fyrir skrifað mál eftir gestapóa en ekki einhverjar googlaðar langlokur og enn síður auglýsingar um eitthvað drasl sem þú hefur klippt saman. notaðu blogg síðu eða huga til að hauglýsa sjálfa þig en láttu okkur í friði.

5/12/07 02:00

Ívar Sívertsen

Jóki! Þú getur sjálfur verið linkur!

5/12/07 02:00

krossgata

Til hamingju með rafmælið.

5/12/07 02:01

albin

Látiði ekki svona við Næturdr.
Það er ekkert að þessari bloggfærslu.

Synd að þetta skuli ekki vera blogg, þá væri þetta alveg fullkomið.

5/12/07 02:01

Apríl

Til hamingju með rafmælið Næturdrottning.
Njóttu þess að vera til og farðu vel með þig.

5/12/07 03:00

Jóakim Aðalönd

Þegi þú Apríl! Þegi þú líka Ívar...

Næturdrottningin:
  • Fæðing hér: 2/5/07 22:47
  • Síðast á ferli: 6/11/10 22:32
  • Innlegg: 5515
Æviágrip:
Næturdrottningin er fædd og uppalin í Konungsríki langt langt langt í burtu. Svo langt að það er ekki einu sinni hægt að komast þangað. Hún ólst upp með álfum og huldufólki og því eins og hún er í dag. Flippuð, feimin og eilítið furðuleg.