— GESTAPÓ —
Næturdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/06
Smá ljóð

Hann birtist eins og elding úr heiðskýru lofti.
Hann bara var þarna,
horfði á stjörnurnar og brosti
Hann var að hugsa um hana,
hana sem hafði breytt lífi sínu
Hvaðan kom hún?
Hver var hún?

Hún fylgdist með honum úr fjarlægð.
Hvað var hann að hugsa?
Hafði hann verið að hugsa um hana.
Hún vonaði það.
Hún horfði á stjörnurnar og brosti.
Hún var að hugsa um hann,
hann sem hafði breytt lífi sínu
Hvaðan kom hann?
Hver var hann?

Hann og hún mættust í hugsun,
hugsun sem aðeins þau áttu.
Hann og hún voru ein í heiminum
Hann tók í hönd hennar og leiddi hana,
hann leiddi hana í burtu
hann sagði ekkert
hún sagði ekkert
Hann leiddi hana á vit stjarnanna

   (15 af 17)  
9/12/06 10:01

Grýta

En sætt. og gaman að vera ástfangin.

9/12/06 10:01

Næturdrottningin

Takk takk.. Það er gaman að prófa sig áfram í að semja ljóð. hvort sem þau eru hefðbundin eða óhefðbundin. Bara gaman.

9/12/06 10:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Ástinn er svo kuðungaleg Með harða skel og snúinn
og hægt er að hlera nið hafsins inní henni og töfrast

9/12/06 10:01

Næturdrottningin

Já, þetta er eitthvað svoleiðis. Eitthvað óskiljanlegt fyribæri. Eitthvað sem er yndislegt og dásamlegt.

9/12/06 10:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Stundum er ástinn líka ígulker . Gangi ykkur vel elsku vinir í skerjagarðinum . Flott ljóð hjá þér

9/12/06 10:01

Regína

Sætust.

9/12/06 10:01

Næturdrottningin

Takk takk.. Þið eruð æði.

9/12/06 10:01

Nermal

Giska lekkert ljóð atarna.

9/12/06 10:01

Næturdrottningin

takk elskan mín... þú gefur mér nú smá innblástur..

9/12/06 10:02

Dula

mjög fallegt og hreint ljóð sem kemur beint frá hjartanu.

9/12/06 10:02

Næturdrottningin

Takk Dula.. Það er gaman að pæla í þessu.

9/12/06 11:00

Þarfagreinir

En hvað þetta er einlægt og fallegt - og gleðilegt líka.

9/12/06 12:01

gregory maggots

Er um að ræða Raunheimaást eða hérlenda ást eingöngu?

9/12/06 12:01

Næturdrottningin

Við erum að tala um Raunheimaást. Algjörlega.
Takk Þarfagreinir. Alltaf gaman að prófa sig áfram

9/12/06 13:02

Vladimir Fuckov

Ljóð um svona efni sem fer langleiðina með að vekja vott af e.k. öfund hlýtur að vera gott. Skál !

9/12/06 14:00

gregory maggots

Má blanda saman heimum?

9/12/06 15:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Vel að verki staðið.

Miðað við frumraunarstaðal er þetta virkilega gott efni. Einkum er hrífandi (augljóslega meðvituð) notkun á upphafsstaf hverrar línu fyrir sig; þ.e. ´H´.

Kíp öpp ðe gúdd vörk.

9/12/06 15:02

Næturdrottningin

Z. Natan. : Takk takk. Já, Fyrst var þetta óvart, svo ákvað ég að láta hverja línu byrja á stafnum "H" Smá pæling á bak við þó að þetta sé óhefðbundið, þá er samt pínu pæling í uppstillingu.
En já, ég skal reyna að vera dugleg að halda áfram að leika mér. Takk fyrir þetta..

Næturdrottningin:
  • Fæðing hér: 2/5/07 22:47
  • Síðast á ferli: 6/11/10 22:32
  • Innlegg: 5515
Æviágrip:
Næturdrottningin er fædd og uppalin í Konungsríki langt langt langt í burtu. Svo langt að það er ekki einu sinni hægt að komast þangað. Hún ólst upp með álfum og huldufólki og því eins og hún er í dag. Flippuð, feimin og eilítið furðuleg.