— GESTAPÓ —
Næturdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/06
Ástin

Fyrr í dag var ég að kveðja hann Nermal minn og nú sakna ég hans alveg óendanlega mikið. Mér finnst þetta alveg stórmerkilegt fyrirbæri.. Ástin, það er að segja. Hún kemur aftan að manni þegar maður á síst von á henni. Maður þarf bara að hleypa henni að sér og njóta hennar. Ég held að ég hafi aldrei á ævinni verið eins hamingjusöm og ég hef verið núna undanfarna mánuði.

Ég átti frekar erfiða æsku.. Ég er eineltisbarn og foreldrar mínir skildu þegar ég var 16 ára. Ekki alveg besti aldurinn fyrir það. Ég hef áður kynnst því að vera skotin, og hrifin, en ég hef aldrei upplifað það sem ég hef verið að upplifa síðustu mánuði.
Mér hefur aldrei á ævinni liðið eins vel og er það einum manni að þakka. Mig langar að deila því með ykkur að ég elska hann Nermal meira en allt annað í lífinu þó hann geti stundum verið óttarlegur perri og kjánaprik.‹glottir eins og fífl› Ég veit að ég er væmin núna, En það má.. Er það ekki annars.
Eigið yndislegan vetur og segið ástvinum ykkar daglega hvað þið elskið þau mikið.
Næturdrottningin kveður

   (16 af 17)  
9/12/06 02:02

Isak Dinesen

Til lukku.

(Sjálfur elska ég hann Nermal nú mest einmitt út af því að hann er svo óttalegur perri, en hver hefur sinn smekk.)

9/12/06 02:02

Ívar Sívertsen

Bíddu við... ertu að yfirgefa Gestapó?

9/12/06 02:02

Næturdrottningin

Isak: Takk takk. Já.. hann er óttarlegur perri.. en ég elska hann samt.

Ívar minn: Nei nei.. Langaði bara að ljúka þessu svona skemmtilega.. vonandi eigum við hérna á gestapó skemmtilegan vetur framundan. Glætan að ég færi að hætta..

9/12/06 02:02

Nermal

Mér er nú eiginlega bara orða vant. En það er unaður að vera ástfanginn.

9/12/06 02:02

albin

Persónulega vill ég ekki láta "koma" aftan að mér hvorki með ást né annan ófögnuð.

9/12/06 02:02

Næturdrottningin

Nermal: já svona er þetta bara..
albin: Vertu ekki svona viðkvæmur

9/12/06 02:02

krossgata

[Flissar]

Til hamingju turtildúfur.

9/12/06 02:02

Tina St.Sebastian

Uuuu! Ég er ástfangin! Einhver elskar mig! Fjandans tilfinningavella alltaf hreint. Og ég er ekkert abbó.

9/12/06 03:00

Limbri

Ég elska ykkur öll greyin mín.

-

9/12/06 04:01

Myrkur

Til lukku bæði tvö

9/12/06 04:02

Aulinn

Hva? Á Nermal kærustu??? Hvað þýddi þá gærkvöldið?!?!?!

9/12/06 04:02

Næturdrottningin

Ójá.. ég hélt að það hefði ekki farið fram hjá neinum á Baggalút að hann Nermal ætti kærustu.

Já, og takk takk þið hin.. Við erum æði. Ég veit

9/12/06 09:02

Dula

Unaðslegt alveg, ég man nú bara ekki eftir annarri eins hamingju í neinni sápu´peru nokkurntíma og það er líka GOTT , til hamingju með hvort annað elskurnar og njótið.

Næturdrottningin:
  • Fæðing hér: 2/5/07 22:47
  • Síðast á ferli: 6/11/10 22:32
  • Innlegg: 5515
Æviágrip:
Næturdrottningin er fædd og uppalin í Konungsríki langt langt langt í burtu. Svo langt að það er ekki einu sinni hægt að komast þangað. Hún ólst upp með álfum og huldufólki og því eins og hún er í dag. Flippuð, feimin og eilítið furðuleg.