— GESTAPÓ —
Víneik úr Vesturbænum
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 2/11/06
Öldin mín

18. öldin var öld rómantíkur, 19. öldin iðnvæðingar, sú 20. öld hnattvæðingar en öldin mín - hún er öld klámvæðingar.

Vart er keyrandi um götur bæjarins nútildags án þess að líta þar géstreng stúlkna upp úr buxnastreng þeirra, geirvörturnar skakandi fram úr brjóstahöldum eða sperrtar rasskinnarnar níðþröngra æfingabuxna múnandi mann viljandi á götum úti. Karlarnir fylgja svo eftir í níðþröngu spandexi, næstum því berandi liminn fyrir gesti og gangandi. Hugsandi um, held ég, fátt annað en að fáða.

Og ekki er göngutúrinn skárri, fuglakvakið hverfur fyrir stunum úr öllum áttum. Fólk er, að því er virðist, barasta serðandi hvert annað allan liðlangan daginn! Karlar og konur, konur og konur og karlar og karlar. Og hundarnir apa þetta upp eftir ykkur, rollurnar og kettirnir. Svei!

Íslendingar, þið hafið gengið fram af mér. Þarna hefur amerísk klámvæðing náð heljartökum á allri ykkar hugsun. Þið þolið ekki að lifa daginn í gegn án þess að dównlóda í það minnsta einum afturenda og tveimur nipplum til að setja á desktoppið ykkar. Þið ættuð að skammast ykkar. En á meðan skammast ég mín fyrir ykkur.

Takk fyrir.

   (1 af 3)  
2/11/06 04:00

Andþór

Bíddu hvað er vandamálið?

2/11/06 04:00

Kargur

Þetta hljómar nú eins og væl í bitru hexi.

2/11/06 04:00

feministi

Ég skammast mín geðveikt.

2/11/06 04:00

Kondensatorinn

Klámöld.

2/11/06 04:00

Upprifinn

Bullið í þér.

2/11/06 04:00

kolfinnur Kvaran

Klámvæðing er umhverfisvæn.

2/11/06 04:00

Andþór

Heitirðu Sóley Tómasdóttir nokkuð?

2/11/06 04:00

Garbo

OG? Er þetta ekki það sem allir eru að hugsa um hvort eð er? Ég sé ekki betur en þetta sé nokkurs konar nútímalistaverk.

2/11/06 04:00

hvurslags

Í sambandi við þessa færslu langar mig að benda lesendum á að lesa bókina Veröld sem var eftir Stefan Zweig og komast að, með hjálp sagnfræðinnar, hvað kynlífsmenning hefur þróast gríðarlega (í jákvæða átt) allt síðan á Viktoríutímabilinu og sérstaklega á síðari hluta 19. aldar. Opinskáari umræða, kynlífshegðun og kynfrelsi einstaklinga hefur enn þann dag í dag að mínu mati stórauknar bætur hvað kynfrelsi, kynmisnotkun(þ.e. úrbætur á henni) og kynlíf beggja kynja varðar.

2/11/06 04:01

Nermal

Voðalega ert þú súr og svekkt . Eru komnir köngurlóarvefir í kjallarann hjá þér?

2/11/06 04:01

krossgata

Þetta er ekkert... en brassi!!! Oj.

2/11/06 04:01

Skabbi skrumari

Þetta er hrikalega fyndið hehe... Salút...

2/11/06 04:01

Jarmi

Einn daginn fara of margir yfir strikið og æska þess tíma mun segja stopp. Þangað til skulum við bara halda áfram að ríða.

2/11/06 04:01

Huxi

Flott að þú sért að skammast þín fyrir okkar hönd. Þá getum, við hin gert eitthvað skemmtilegt á meðan. [Ljómar perralega upp]

2/11/06 05:00

Hakuchi

Skeggöld, skálmöld...vindöld, vargöld.

2/11/06 05:02

Álfelgur

Hart er í heimi og hórdómur mikill.

Víneik úr Vesturbænum:
  • Fæðing hér: 23/3/07 23:39
  • Síðast á ferli: 8/3/08 00:50
  • Innlegg: 56