— GESTAPÓ —
Víneik úr Vesturbænum
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 31/10/06
Skrattastu í buxurnar kall!

Undirskriftasöfnun

Kallinn sem býr á móti mér (fimmtugur endurskoðandi og hippi) er alltaf að strípalingast um íbúðina sína um miðjan dag. Oftlega get ég vel séð innum illa lokaðar gardínurnar og ef ég teygi úr hálsinum sé ég stundum hluti sem ég vil ALLS EKKI sjá nema í líffræðibókum.

Ég vil ekki svona lagað í mínu hverfi, enda komin vel á fertugt og hjartað er ekki eins og það var hérna áður fyrr. Margsinnis hef ég mótmælt en hann hlær bara og segir að á meðan ég og kötturinn mótmælum ein ætli hann að halda uppi viðteknum hætti þar til hann detti niður dauður!

Nennið að hjálpa mér að safna hér undirskriftum gegn þessu framferði svo ég þurfi ekki að skjóta mannræfilinn? Ég þarf svona fimmtíu til hundrað.

Takk

   (3 af 3)  
31/10/06 01:01

Tigra

Hversvegna ertu að teygja úr hálsinum til að kíkja á mannræfilinn?

31/10/06 01:01

Offari

Ert það þú sem ert alltaf að gæjast inn um gluggann hjá mér og hringir alltaf í Lögguna. Ætlarðu ekki bara að koma yfir vina og sauma fyrir mig nýjar gardinur þannig getum við leyst málið í sátt og samlyndi. og ég fæ að strippa í minn íbúð í friði.

31/10/06 01:01

Víneik úr Vesturbænum

Ég er stundum með ægilega vöðvabólgu og finnst þá voða gott að teygja á hálsinum.

Ætli þetta telji sem undirskriftir?

31/10/06 01:01

krossgata

Mér finnst einhvern veginn ekki fara saman endurskoðandi og hippi.

31/10/06 01:01

B. Ewing

[Stripplast yfir félagsritið] Þetta er spurning um gluggahlera held ég.

Reyndar, að öllu gríni slepptu, þá hefur maðurinn þennan "rétt" algerlega sín megin (ef ég man rétt). Því miður.

Meðan hann klagar þig ekki fyrir gluggagægjur þá er þetta pattstaða.

31/10/06 01:01

Ívar Sívertsen

Dragðu bara fyrir hjá þér

31/10/06 01:01

Vladimir Fuckov

Sje það sem B. Ewing segir rjett er einungis um eitt að ræða: Að byggja múr á lóðamörkunum.

31/10/06 01:01

Huxi

Þegar ekki er hægt að breyta ákveðnum aðstæðum þá er um að gera að gera ÞAÐ BESTA ÚR STÖÐUNNI. Seldu bitru hexunum aðgang. Það myndi án efa veita þeim nóg að tala um næstu vikurnar. Þú gætir einnig dúllað þér við að taka af honum myndir og setja á internetið. Það er alltaf góð skemmtun. Alla vega ekki láta þetta fara í taugarnar á þér, það er ekki þess virði.

31/10/06 01:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Að hafa svona perra í sinni nálægð er ekki gott
mér finst lágmark að félagsmálastofnuninn viti um þettað
alla þesa helvítis kynferðisbrjálægðinga sem ofsækja fimtuga endurskoðendur sem bara viðra sig eins og mig

31/10/06 01:01

Upprifinn

hvað er eiginlega perralegt við að vera allsber inni hjá sér en blessuð taktu myndir og dreyfðu um netið, þú mundir að vísu líta ansi illa út sjálf en hverjum er ekki sama.

31/10/06 01:01

Offari

Voðalega eru þið hjálpsöm, Kunningi menn lent í því að vera kærður fyrir svipað athæfi hann var í baði þegar síminn hringdi og fór því alsber í síman. Eftir að hann var búinn að þurka sér og klæða fékk hann aðra hringingu þar sem hann var beðinn um að mæta á lögreglustöðina í skýrslutöku. Hann vissi ekkert saknæmt upp á sig og fór því grunlaus á stöðina. Þegar hann heyrði ákæruna hló hann bara að þessu og kærði nágrannakonuna fyrir gæjur og svo fékka hann sér nýjar gardínur því hann kærði sig heldur ekkert um að konurnar væru að dáðst af honum.

31/10/06 01:02

albin

Ég á við skylt vandamál að stríða. Nágranni minn hefur svo slæman smekk á húsgögnum og listaverkum að mig verkjar í augun þegar ég glápi inn um gluggan hjá honum, svo er konan hans svo ferlega ljót. Ég hef beðið hann að reyna að sjá að sér en hann hló að mér. Reyndar hefur konan hans verið með hauspoka síðan, svo líklega hefur hann séð að sér að hluta.

Get ég kúgað hann til að fá sér ný húsgögn? Eða draga fyrir.

31/10/06 01:02

Offari

Það er hugguleg kona í næsta húsi við mig ekki dettur mér í hug að kvarta.

31/10/06 01:02

Hakuchi

Besta ráðið er auðvitað að flytja úr vesturbænum. Drepleiðinlegt lúsabæli.

31/10/06 01:02

Hvæsi

<Gerir þyrluna>

Hættu þessu væli, steríótýpan fyrir "konuna úr vesturbænum" sem hringdi alltaf í þjóðarsálina í denn.

<Kveikir í pípu>

31/10/06 01:02

Hakuchi

Vesturbæjarfrúin er æruverðug stofnun í menningarlífi landans og ætið velkominn á öllum miðlum.

Verst að einkennismyndin ber vott um annað en fína og hufflega frú úr Vesturbænum sem má ekki vamm sitt vita.

31/10/06 01:02

Útvarpsstjóri

Af hverju má aumingja maðurinn ekki striplast í friði, þú getur bara horft í hina áttina.

31/10/06 01:02

Vímus

Það væri illa gert að eyðileggja ánægju þína með því að skrifa undir þetta kjaftæði.

31/10/06 01:02

Nermal

Ég hef nú gengið nakinn um , og kanski hefur einhver séð á mér bibbann. Finnst þetta nú í lagi svo fremi að menn séu ekki að gera í því að láta sjá sig.

31/10/06 01:02

Aulinn

Hættu að vera svona mikil helvítis tepra! Ég er alltaf allsber heima hjá mér (þegar pabbi er ekki heima) og nágrannar mínir segja ekkert við því.

31/10/06 02:00

Dula

Nú segi ég bara ó mitt gat.....og kjaftstopp í ofanálag.

31/10/06 02:00

Dula

Þú ert náttúrlega að grínast, ekki satt.

31/10/06 02:01

Nornin

[Fer úr öllu og strípplast fyrir nágrannana]

31/10/06 02:01

Jarmi

Þú myndir ekki þekkja heimboð þótt það biti þig í snudduna!

31/10/06 02:01

Huxi

Góður Jarmi..

31/10/06 02:01

Mikki mús

Er hann ræfilslegur?

31/10/06 04:00

Víneik úr Vesturbænum

Ohh jæja.

Annars er það að frétta af nágranna mínum að hann lést í ótengdu slysi í gær svo ég læt bara mömmu hans fá undirskriftalistann við jarðarförina.

31/10/06 05:00

Jóakim Aðalönd

[Fer úr að ofan, en ekki neðan, þar sem endur ganga ekki í buxum að því er virðizt]

Skál og prump!

Víneik úr Vesturbænum:
  • Fæðing hér: 23/3/07 23:39
  • Síðast á ferli: 8/3/08 00:50
  • Innlegg: 56