— GESTAPÓ —
Snabbi
Fastagestur.
Gagnrýni - 2/12/06
Stutt ritgjörð til varnar runki.

"Þessa blygðunarkennd notuðu valdhafar sér til skamms tíma til að bæla niður kynferðislífið. Meðal annars var sjálfsfróun úthrópuð sem synd og spilling sem í versta falli ylli geðveiki og líkamlegri hrörnun hjá þeim sem hana stundaði. Kaldir bakstrar, hendurnar ofan á sænginni og "hugsaðu um eitthvað annað" var sagt í góðri trú en dugði skammt til að varna því að drengir og stúlkur skoðuðu og snertu sig sjálf." (Tilvitnun af doktor.is:http://www.doktor.is/Article.aspx?greinid=269). - Snabbi er kunnur áhrifamaður í þjóðfélaginu og hefur lengi beðið færis að koma á framfæri sínu fyrsta félagsriti á Baggalút svo eftir væri tekið sem víðast. Og skyndilega kom tækifærið, eins og ónefnt líffæri, upp í hendur hans og þá beið Snabbi ekki frekari boðanna. Kæru Bagglýtingar. Fyrsta félagsrit Snabba. Gjörið þið svo vel!

Illar tungur segja myndina af Krumpu.

Tilefni skrifa minna er að Krumpa reit félagsritið: "Sjálfsfróun, rúnk og önnur æla".

Ég vil benda henni á að sjálfsfróun og rúnk er oftast talið sama fyrirbærið en e.t.v. er það ekki einhlítt, sbr. það sem ég rita hér síðar.

Einkum ætla ég þó að fjalla um eftirfarandi upphafsmálsgrein í pistli Krumpu:

" En þar sem ég stunda kynlíf vel og reglulega þá leiðast mér rúnkarar. Hér eru svo nokkrir punktar um helstu tegundir rúnkara. Athugið að hér er kannski meira átt við andlegt rúnk heldur en þetta eiginlega sem allir þekkja."

Það er fyrst að telja að runk er kynlíf svo í fyrstu tilvitnuðu setningunni felast mótsagnir í innra samhengi hennar.

Þá má segja að að í tilvitnaðri setningu sé ákveðin þversögn, þar eð vitað er að allt heilbrigt fólk runkar sér meira og minna alla æfi.

Þá leiðist Krumpu sem sé allt fólk og leiðist þá væntanlega einnig að vera með sjálfri sér!

Þá er það spursmál hvort allt kynlíf sé ekki runk???

   (5 af 5)  
2/12/06 15:02

krumpa

Ekki það að þetta sé svara vert en...

1. það hefur ekki þótt vel fallið til vinsælda hér á Gestapó að óharðnað ungviði geysist fram á ritvöllinn og hefji ferill sinn á að gagnrýna sér eldra (og vitrara) fólk.

2. Hér var átt við andlegt rúnk en ekki líkamlegt eins og þú vissir ef þú værir læs.

3. Ég flokka rúnk ekki sem kynlíf - ekki frekar en að snýta sér eða klóra. Hvað menn gera í einrúmi er aftur þeirra mál.

4. Ef þú í alvöru heldur að kynlíf með öðrum aðila sé rúnk - eða á einhvern hátt tengt rúnki þá hefur þú hreinlega bara aldrei stundað kynlíf. Í það minnsta ekki gott kynlíf.

Ég óska þér góðs gengis á þroskabraut þinni hér þó að heldur byrji hún brösótt og ræð þér eindregið frá því að gagnrýna verk mín (sem og annarra heldri póa) frekar.

2/12/06 16:00

Snabbi

"Vér mótmælum allir" þeirri teprulegu neikvæðni sem birtist í afar þröngri og gamaldags skilgreiningu Krumpu á runki. Ekki gera lítið úr sjálfsögðum hlutum.

2/12/06 16:00

Gvendur Skrítni

Segi það með þér - við skulum frekar gera mikið úr sjálfsögðum hlutum. Ég skal byrja:
Ég klæði mig sjálfur! Er ég ekki dúndur!? Svo labbaði ég líka upp tröppur áðan... [Ljómar upp]

2/12/06 16:00

Altmuligmanden

Góðan daginn hérna hér!
Gvendur er ekki kallaður Skrítinn fyrir ekkert. Hann sleppir því alveg að nefna hvað hann gerði áður en hann klæddi sig. (Roðnar óstjórnlega og borar stórutánni í gólfið).

2/12/06 16:00

krumpa

Tíðar nafnabreytingar á þessu riti auk tíðra breytingja á athugasemdum höfundar sjálfs við það mætti raunar flokka sem þess háttar rúnk er ég var að tala um. Það kom mjög skýrt fram í mínu riti að ekki var átt við eiginlegt, líkamlegt rúnk. Sem Snabbi mundi og vita væri hann læs.

Ég vona að ævi Snabba verði einhvern tímann svo auðug af atburðum og spennu að hann geti skrifað eitthvað frumlegt. Að snúa út úr ritum annarra með heimskulegum útúrsnúningum getur seint talist frumlegt. Sem og að veitast að öðrum póum í skrifum sínum.

Jafnframt vona ég að einhvern daginn gefist honum færi á að stunda kynlíf (með annarri mannveru) svo að hann skilji muninn á því og rúnki - og jafnframt svo að við hin verðum ekki fyrir frekara ónæði af rúnklýsingum hans.

Við þeirri athugasemd hans að rúnk og sjálfsfróun sé sami hluturinn er það að segja að það má vissulega til sanns vegar færa - en er eitthvað að því að telja upp samheiti? Auk þess - enn og aftur því það virðist ekki síast inn - var í riti mínu rætt um andlegt rúnk - en Snabbi virðist bara grátlega upptekinn af því líkamlega, sem getur verið slæmt, því þó hófleg sjálfsfróun sé góðra gjalda verð þá getur hún snúist upp í áráttu í einmanaleik og það getur nú varla verið hollt!

Ef Snabbi hefur hins vegar einhverjar málefnalegar og vitrænar athugasemdir fram að færa er honum velkomið að birta þær sem athugasemdir við mitt rit. Ég sé á hinn bóginn fram á að eyða tíma mínum í sitthvað gagnlegra í framtíðinni en að lesa hans.

2/12/06 16:00

krumpa

Ó afsakið, en mér virðist þú ekki vera læs. Eða í það minnsta ófær um að setja það sem þú lest í samhengi (enda sennilega of upptekinn af andlegu útúrsnúningarúnki til þess). Það er í það minnst greinilegt að þú skildir ekki samhengið í mínum skrifum.

Eiginlegt líkamlegt rúnk er ágætt í sjálfu sér og til þess fallið að veita gerandanum ákveðna gleði - sem á þó lítið skylt við þá gleði sem fellst í kynlífi. Mér þætti þó ekki huggulegt að fólk væri rúnkandi sér um víðan völl eða fyrir framan ókunnuga.

Sama gildir um andlegt rúnk. Hvað fólk hugsar er vitaskuld einkamál þess. Annað gildir hins vegar ef við hin erum þröngvuð til að lesa rúnkið þess, hlusta á það eða jafnvel búa eða starfa í því.

2/12/06 16:00

Rattati

Eyddi hann einhverjum kommentum á milli? Hm, þessi ungdómur, stendur aldrei fyrir sínu.

2/12/06 16:00

Snabbi

Yfifærsla Krumpu, þegar hún talar um að hún sé að tala um andlegt runk en ekki líkamlegt" skiptir engu máli. Undirliggjandi í yfirfærslunni eru afar gamaldags fordómar. Þá skal Krumpu bent á að það helst yfirleitt í hendur að menn séu læsir og skrifandi, þó það sé ekki einhlítt, en alltént eru þeir sem eru skrifandi læsir. Ég vil svo að lokum birta ítarlegri úttekt af doktor.is:

"Þó að sjálfsfróun hafi almennt fengið meiri viðurkenningu í seinni tíð er langt í land með að fólk ræði málefnið opinskátt; að sama skapi er ekki mikið um að fólk tali um aðra þætti kynferðislegrar færni sinnar opinberlega, samfarir þar með taldar.

Meðfædd blygðunarkennd og hugsanlega tillitssemi við velsæmiskennd annarra á þar eflaust einhvern þátt í máli.

Þessa blygðunarkennd notuðu valdhafar sér til skamms tíma til að bæla niður kynferðislífið. Meðal annars var sjálfsfróun úthrópuð sem synd og spilling sem í versta falli ylli geðveiki og líkamlegri hrörnun hjá þeim sem hana stundaði.

Kaldir bakstrar, hendurnar ofan á sænginni og "hugsaðu um eitthvað annað" var sagt í góðri trú en dugði skammt til að varna því að drengir og stúlkur skoðuðu og snertu sig sjálf."

En ég þakka Krumpu fyrir hennar áhugaverðu runkumræðu og þigg hennar góða sáttaboð og get þá væntanlega lagt allt runk á hilluna. (Gefur frá sér vellíðunarstunu).

2/12/06 16:00

krumpa

Já, Rattati, hann eyðir færslum jafnóðum og hann setur þær inn - en annars er þetta alltaf sama færslan (að meginstefnu) sem hann setur inn aftur og aftur.
Annars nenni ég ekki að taka frekari þátt í þessu. Ég hef sagt mitt.

2/12/06 16:01

Snabbi

Ég er líka alveg búinn með mitt. (Roðnar óstjórnlega og borar stórutánni í gólfið).

Já, ég veit að ég þjáist af svona áráttuhegðun sem kallast perfeksjónismi. Það felst ma.. í því að nánast sama athöfn er framkvæmd aftur og aftur en reynt að gera beturí hvert sinn. (Hemm).

Við vinnum bara í þessu saman Krumpa mín í framtíðinni. (Ljómar upp).

2/12/06 16:01

Dýrmundur Dungal

Ég er óskaplega feginn að þetta skyldi komast í farsæla höfn. Þetta stefndi í runk en breyttist í annað og meira.

2/12/06 16:01

B. Ewing

Er ekki röng beygingarmynd á söginni að rita í upphafi félagsritsins? Ég hef hingað til talið að rita beygðist á veikan hátt þ.e. Rita - Ritaði - Ritað en ekki á meðal sterkra sagna eins og t.d. sögnin að skítaskíta - skeit - skitum - skitið

Flokka ég þá frumraunina sem skítarit eða bara sem rit? [Glottir eins og fífl]

2/12/06 16:01

Tina St.Sebastian

Samkvæmt mínum bókum er "reit" rétt mynd, og "ritaði" seinni tíma beygingarúnk. [Glottir]

2/12/06 16:01

Snabbi

Takk Bjúgvin fyrir tækifæri til þess að hampa áfram óþrjótandi gáfum mínum. Takk fyrirTína.

Báðar myndir eru taldar réttar en reit er upprunalegri og þar af leiðandi “réttari” en ritaði. Eldri myndin er sáralítið notuð og er ekki ráðlögð nema kunnáttumönnum í meðferð íslensks máls.

Tilvitnun úr Stafsetningarorðabók með skýringum:
rita, áður ríta (þt. reit) [...]

Það er miður að sterk beyging sagnorða er óðum að verða veik, eins og á sér stað í reit->ritaði.

Eftirfarandi verður t.a.m. vonandi ekki alveg á næstunni:

leit -> lítaði
skeit -> skítaði
braut -> brjótaði
gat -> getaði

2/12/06 16:01

Gíslason

2/12/06 18:00

Jóakim Aðalönd

Hvað sem öðru líður óska ég engum að stunda kynlíf að neinu leiti. Það er viðurstyggileg athöfn og þeim sem það stunda til vansa í alla staði. Sjálfsfróun er lítt skárri, en þó, vegna þess að hún fer fram í einrúmi.

Fyrir alla muni, hlustið ferkar á tónlist. Það er göfugt og hressandi.

2/12/06 19:00

Snabbi

Takk Jóakim. Rödd þín er rödd sem allir hlýða á. Það má treysta réttsýni þinni og hlutlægni hvað snertir kynferðismál, þar sem þú hefur þar engra hagsmuna að gæta.

2/12/06 19:01

Dýrmundur Dungal

Erum við ekki að komast að kjarna málsins. Er ekki málið þetta fallegasta og hreinasta form ástarinnar: andleg ást, sbr. Jóakim Aðalönd? Og einnig fallegasta og hreinasta form runksins, hið andlega runk, sbr. skrif Krumpu?

2/12/06 19:01

Snabbi

Hví eru menn að hugleiða eilíft aðgreiningu og yfirfærslu á anda og efni? Heildarsamhengið er auðvitað aðalatriðið. (Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér).

2/12/06 20:01

Texi Everto

[Andar á efnið]

2/12/06 21:00

Altmuligmanden

Gott að þessari runkumræðu er lokið. Þetta var orðið þvílíkt runk.

3/12/06 21:00

Billi bilaði

Lína langsokkur fann upp orðið „Spunk“. [Ljómar upp]

4/12/06 18:00

hvurslags

Það var líka nammi sem hét Spunk, í svona ópalöskjum.

2/12/07 03:01

Skreppur seiðkarl

Spunk er hjá bandaríkjamönnum einnig þekkt sem brundur.

Snabbi:
  • Fæðing hér: 25/1/07 00:05
  • Síðast á ferli: 12/10/21 14:57
  • Innlegg: 243