— GESTAPÓ —
Dýrmundur Dungal
Fastagestur með  ritstíflu.
Dýrmundur Dungal:
  • Fæðing hér: 8/1/07 15:45
  • Síðast á ferli: 27/4/07 14:17
  • Innlegg: 103
Eðli:
Dýrmundur þykir kurteis, upplífgandi, hófsamur, smekkvís, geðgóður, umburðarlyndur og friðsamur. Skrif hans einkennast af sannleiksþrá, fræðilegri nákvæmni, vönduðu málfari og góðri stafsetningarkunnáttu. Hann hefur alla tíð forðast klúryrði, meiðandi athugasemdir, dónaskap, frekju og hvers kyns skrílshátt. Dýrmundur er drengsskapar- og friðsemdarmaður í hvívetna og hófsmaður á áfengi og tóbak.
Fræðasvið:
Allt.
Æviágrip:
Dýrmundur er einn þessara sjaldséðu Íslendinga sem mótast hafa af hugsjón og andblæ aldamótanna og ungmennafélaganna. Hann var undrabarn í æsku og öll viðfangsefni léku í höndum hans. Ekki þótti ástæða til þess að Dýrmundur gengi hinn hefðbundna menntaveg, þar eð hann var langtum fremri öllum þeim kennurum sem rannsökuðu fjölþættar gáfur hans. Dýrmundur er maður hógvær og flíkar ekki sínu en hann er í tíðum förum til æðstu menntastofnanna erlendra þjóða og talinn ráðgjafi margra erlendra þjóðhöfðingja og forstjóra alþjóðlegra stórfyrirtækja og stofnana. Þá er skáldgáfum hans viðbrugðið en þar er hógværðin hans aðalsmerki sem fyrr. Hrekkjóttur er hann og brögðóttur.